Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 10
Skoðanakannanir hafa marg- sinnis sýnt að þingmaðurinn Naser Khader er vinsæll meðal danskra kjósenda. Hann er múslímskur inn- flytjandi og hefur deilt hart á öfga- sinnaða trúbræður sína. Hótanir hafa borist úr þeirra röðum og lög- regla gætir öryggis Khaders og fjöl- skyldu hans. Í deilunni vegna Múh- ameðsteikninganna stofnaði hann samtökin Lýðræðissinnaðir músli- mar sem voru mjög áberandi í um- ræðunni um teikningarnar og mót- mælin vegna þeirra. Khader sagði skilið við flokk róttækra á mánudag og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Ny alliance, síðar sama dag. Tapaði valdabaráttu Fylgi við róttæka var í hæstu hæð- um þegar mótmælin vegna Mú- hameðsteikninganna voru í hámæli. Á sama tíma var fylgi við Jafnað- armannaflokkinn, stærsta stjórn- arandstöðuflokkinn, í frjálsu falli. Marianne Jelved, formaður róttækra tilkynnti þá að flokkur hennar gæti ekki lengur stutt formann jafnað- armanna Helle Thorning-Schmidt sem forsætisráðherraefni stjórnar- andstöðunnar og gerði sjálf tilkall til þess titils. Tíminn hefur leitt í ljós að þar gerði hún mistök enda var fylgi- saukning við flokk hennar að miklu leyti Khader og frammistöðu hans í deilunni að þakka. Stuttu síðar fór fylgi við jafnaðarmenn að aukast. Í kjölfarið hófst valdabarátta innan flokks róttækra og sóttist Khader eftir því að lýst yrði yfir að hann yrði næsti formaður flokksins. Jelved tók það hins vegar ekki í mál og sagðist styðja flokkssystur sína til þeirra starfa. Síð- an þá hefur Khader verið hornreka í flokknum og verið orðaður við for- mennsku í flokki Miðdemókrata sem ekki eiga lengur mann á þingi. Fréttir mánudagsins komu því ekki á óvart. Vilja lágmarka ítök Danska þjóðarflokksins Helstu stefnumál Ny alliance eru lægri skattar, nánara samstarf við ESB og meiri áhersla á þróunarað- stoð við fátækustu ríki heims. Flokk- urinn verður á miðjum kvarða stjórn- málanna líkt og flokkur róttækra. Á blaðamannafundinum þar sem Khader kynnti flokk sinn sagði hann eitt aðalmarkmið flokksins vera að lágmarka áhrif Danska þjóðarflokks- ins en sá flokkur er í dag stuðnings- flokkur minnihlutastjórnar Venstre og íhaldsmanna. Samkvæmt fréttum danskra fjöl- miðla í gær er stuðningur við flokk- inn töluverður því fjórtán þúsund manns hafa gerst meðlimir í vikunni og fjórðungur kjósenda segist íhuga að kjósa hann í næstu kosningum. Í Politiken er haft eftir Niels Helveg Petersen, fyrrverandi utanríkisráð- herra róttækra, að Khader hafi ekki verið áberandi í stefnumótun flokks- ins og sé þar af leiðandi ekki gott efni í formann stjórnmálaflokks. Hann gerir hins vegar ekki lítið úr hæfileik- um hans til að koma málefnum sín- um og sjálfum sér á framfæri. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, óskaði Khad- er á þriðjudag til hamingju með nýja flokkinn og sagðist fagna því að hann hafi sagt skilið við sinn gamla flokk. Jafnaðarmenn sjá sömuleið- is fram á gott samstarf við Khader og félaga í framtíðinni. Hún mun þó ekki verða löng ef spár stjórnmála- spekinga og veðbanka ganga eftir því þeir eru sammála um að nýja- brumið verði farið af flokknum áður en Danir ganga til kosninga innan tveggja ára. Mildari dómur fyrir fjöldamorð Vidoje Blagojevic sem hafði verið dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir þátttöku í fjöldamorði fékk dóminn ný- lega styttan í 15 ár vegna skorts á sönnunar- gögnum. Það var Alþjóða-glæpa- dómstóllinn sem settur var á lagg- irnar eftir stríðið í Júgóslavíu 1992 til 1995 sem kvað upp dóminn. Blagojevic of- ursti sagðist fyrir dómi ekki hafa vitað af fjöldamorðunum, en hann var næsti undirmaður Radislavs Krstic hershöfðingja serbneska hersins, sem fyrst- ur manna var dæmdur fyrir fjöldamorðin. Yfir 7.000 mús- limar voru drepnir í Srebreni- ca sem er talið versta fjölda- morð sem framið hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar. fimmtudagur 10. maí 200710 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Meintir hryðju- verkamenn Ekkja Mohammeds Sidique Khan, sem var einn þeirra sem sprengdu sig og aðra í loft upp í neðanjarðarlestakerfi Lund- úna 7. júlí 2005, var hand- tekin ásamt fjórum öðrum í lögregluaðgerð í Dewsbury í gær. Fólkið er í haldi með vís- an í hryðjuverkalögin og yfir- heyrt vegna gruns um tengsl við fyrrgreindar árásir. Þessar skæðustu hryðjuverkaárásir á breskri grundu drógu 52 til dauða og vel á annað hundr- að manns særðust. Lögregla er enn að hnýta síðustu hnúta málsins. Naser Khader, einn vinsælasti stjórnmálamaður Danmerkur, hefur sagt skilið við flokk róttækra. Hann hefur stofnað nýjan flokk sem ætlar að berjast fyrir lægri skött- um og minni áhrifum Danska þjóðarflokksins. FÆR FLJÚGANDI START Kristjánsborgar- höll, þinghús Danmerkur Naser Khader verður eini þingmaður flokksins fram að kosningun- um eftir tvö ár. Þingmaðurinn Naser Khader flokkur hans fær góðar undirtektir hjá dönum. Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana fagnar því að Khader hafi sagt skilið við flokk róttækra. Fylkin sameinast um loftslagsmál Yfirvöld í 31 fylki í Bandaríkjun- um hafa tilkynnt að þau muni koma að umfangsmesta verkefni sinnar tegundar vestanhafs til að stemma stigu við hækkandi hitastigi jarðar. Sameiginlegur íbúafjöldi fylkjanna er um sjötíu prósent af heildaríbúa- fjölda Bandaríkjanna. Fylkisstjórar demókrata og repúblikana samein- ast í þessu verkefni en ríkisstjórn repúblikana hefur verið sökuð um að draga lappirnar í loftslagsmálum. Helsti tilgangur þessa átaks er að fylgjast náið með losun gróður- húsalofttegunda í fylkjunum og búa til sameiginlega staðla um hvernig losunin er mæld. Niðurstöðurnar verða birtar opinberlega. Samkvæmt fréttatilkynningu um málið er þetta fyrsta skrefið í að móta stórtæka áætlun um hvernig unnið verði gegn skaðlegum áhrifum gróðurhúsa- lofttegunda á loftslag jarðarinnar. Fylkin sem um ræðir dreifast vítt um Bandaríkin en auk þeirra koma tvö kanadísk héruð að málinu. Skipverjar á Arctic Sunrise reyna að koma í veg fyrir þorskveiðar: Grænfriðungar mótmæla við Hjaltlandseyjar Síðustu vikuna hafa Grænfriðung- ar siglt á skipi sínu Arctic Sunrise um veiðisvæðin norður af Hjaltlandseyj- um til að reyna að koma í veg fyrir að veiðimenn veiði óvart þorsk, enda er hann í útrýmingarhættu í Norðurhöf- um, að þeirra mati. Framkvæmda- stjóri hjaltlenskra sjómanna, Hansen Black, sagði á heimasíðu samtakanna að Grænfriðungar þurfi ekki að telja sjómönnum trú um stærð stofna, enda þekki sjómenn þar best til. Hans- en bætti við að hjaltlenskir sjómenn væru ábyrgðarfullir og forðuðust þau svæði þar sem líkur eru á að þeir veiði þann gula. ICES, alþjóðasjávarmatsráðið, hefur um árabil ráðlagt ráðamönn- um innan Evrópusambandsins um stofnstærð þorsksins og telur hann nú standa í 70.000 tonnum í Norður- Atlantshafinu. 70.000 tonn eru talin vera einungis um helmingur af lífs- nauðsynlegri stofnstærð fisksins og því er hann skilgreindur í útrýming- arhættu. Talsmaður Grænfriðunga, Willie Mackenzie, fullyrti að ef þorsk- veiðar í Norðurhöfum héldu áfram myndi þorskurinn vafalaust hverfa af svæðinu. Mackenzie sagði ennfremur að í samtölum við sjómenn hefði komið fram að þeir væru ekki yfir sig hrifnir af tillögum Grænfriðunga um að banna veiðar á ákveðnum svæðum tíma- bundið. Black tók fram að sjómenn væru í erfiðri stöðu. Hann segir að afar lítill kvóti sé til fyrir þorsk á svæðinu þrátt fyrir að nóg sé af honum, sem hef- ur orðið til þess að hann hefur verið að flækjast fyrir öðrum veiðum. Black telur að slíkt skipulag leiði einungis til þess að afla sé kastað útbyrðis og þá tapi allir, sjómenn, Grænfriðungar og fiskurinn sjálfur sem oftast drepst. Síðasti þorskurinn grænfriðungar mættu til táknrænnar útfarar „síðasta“ þorsksins úr Norðurhöfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.