Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 19
Menning Pétursþing Fimmtudaginn 17. maí, uppstigningardag, verður haldið málþing helgað verk- um Péturs Gunnarssonar rit- höfundar. Þar munu Bergljót Kristjánsdóttir, Bjarni Ólafsson, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Hauk- ur Ingvarsson, Hjalti Hugason, Sigurður Pálsson, Soffía Auður Birgisdóttir og Torfi Tulinius ræða um ólíkar hliðar á skrifum Péturs, en auk þess mun hann sjálfur taka til máls á þinginu. Þingið fer fram í stofu 101 í Odda og stendur frá klukkan 10.00 til 16.30. Coleman á Domo OC/DC kvartettinn leikur í kvöld tónlist eftir saxófónleikar- ann og helsta arkitekt frjálsa djassins Ornette Coleman á Domo. Hljómsveitina skipa: Snorri Sigurðarson - vasa- trompet, Steinar Sigurðarson - altó sax, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson - bassi og Matthías M.D. Hemstock - trommur. listahátíð tónlist DV Menning fimmtudagur 10. maí 2007 19 Sigtryggur Baldursson er ekki ballettmaður en mikið fyrir trúðslæti og sjónhverfingar: Langar yfirleitt að sjá allt „Mann langar nú yfirleitt að sjá allt á Listahátíð,“ segir Sigtryggur Baldurs- son tónlistarmaður. „Eða svona flestallt,“ bætir hann við. „Það eru nokkur atriði sem er borðleggjandi að ég sjái. Til dæm- is tónleikar Gor- ans Bregovic og svo er þarna verk eftir Ghostigital og Finnboga Pét- ursson. Ég efast reyndar um að ég þrauki í sjö klukkutíma við að hlusta á það - þeir eru alltaf í einhverjum mara-þonspil- eríum, félagarnir, en þetta ætti að verða fróðlegt.“ „Ég fer með stelpurnar mínar að skoða götuleikhúsið Royal de Luxe - risastelpuna - það held ég að sé frábært atriði út af fyrir sig - sama hvort maður er fimm ára eða fimmtugur.“ Honum líst líka vel á Kunz-fjölskylduna. „Trúðslæti og sjónhverfingar er nokkuð sem á mjög vel við mig. Ég iða í skinninu að sjá þau,“ segir hann. „Ég ætla að sjá Gyðjurnar í vélinni og Davíð Þór vin minn. Það er einhver óvæntur prakkaraskapur á ferð- inni þar, en ég sleppi San Francisco ball- ettinum, veistu það að stundum vildi ég að ég væri mikill ballettmaður - en svo líður það hjá,“ segir hann að lokum.“ Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari er einn fremsti tónlistar- maður sem Ísland hefur alið. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir fram- úrskarandi leik og skemmst er að minnast þess er hann á dögunum hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins. Víkingur stundar nú meistaranám við Juilli- ard-tónlistarskólann í New York, en hann er staddur hérlendis um þessar mundir og heldur tónleika í Salnum, Kópavogi annað kvöld kl. 20. Uppselt er á tónleikana og því verða aukatónleikar næstkomandi mánudagskvöld kl. 20. „Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið, enda er ég að klára önnina,“ segir Víkingur, sem er nýkominn úr tónleikaferð til Kanada. „Þar spilaði ég á tíu tón- leikum á þrettán dögum. Það er því mjög gott að komast heim og mjög gleðilegt að það sé stemning fyr- ir tónleikunum þrátt fyrir allt hitt sem er um að vera, eins og Eurov- ision, kosningar og Listahátíð.“ Á tónleikunum leikur Víkingur Franska svítu nr. 4 í Es-dúr eftir J. S.Bach og Sónötu nr. 3 í h-moll eftir F. Chopin, auk Appassionata - só- nötunnar eftir Beethoven. Þá frum- flytur hann nýja píanósvítu eft- ir föður sinn Ólaf Óskar Axelsson. „Það heitir Inn og út um gluggann. Það er sjálfsagt best að segja sem minnst um það verk - en besta orð- ið til að lýsa því er „fjörmikið“. Ég myndi helst vilja að fólk gæti stig- ið dans við þessa tónlist.“ Víking- ur hefur ekki flutt verk eftir föður sinn áður hérlendis, en segir hann framúrskarandi tónskáld. „Hann er arkitekt, en lærði tónsmíðar í Ber- lín á sínum tíma þegar mamma var þar í píanóeinleikaranámi. Hann hefur alltaf samið meðfram öðrum störfum, en aldrei haft sig mikið í frammi sem tónskáld. Mér finnst tónlistin hans æðisleg og er mjög spenntur að sjá viðbrögðin.“ Víkingur hefur verið fimm ár við nám í New York og segist alltaf vera að breytast og uppgötva eitthvað nýtt í píanóleik og tónlist. „Til dæm- is finnst mér ég hafa breyst mjög mikið síðan síðast þegar ég spilaði á Íslandi, með Sinfóníuhljómsveit- inni í nóvember. Mér finnst alltaf gaman að koma fram - svo lengi sem ég hef eitthvað nýtt að segja. Það er tilgangurinn með listinni, að endurskilgreina það sem maður er að gera og frumskapa. Það er hin sífellda áskorun,“ segir hann. Það er mikill undirbúningur að baki tónleikum eins og þeim sem haldnir verða í Salnum á föstu- dags- og mánudagskvöld og Vík- ingur segist æfa mikið. „Ég æfi mig ofboðslega mikið, eyði miklum tíma við píanóið og spila fyrir vini og vandamenn. Það er líka mjög mikilvægt að setja allt í það að toppa á réttum tíma. Þetta er eins og með íþróttamenn sem taka þátt í stórmóti - það er mikilvægt fyr- ir þá að æfa sig og vera í góðu lík- amlegu formi, en líka að gefa allt í þá dagsetningu sem menn hafa í huga; föstudaginn og mánudaginn í mínu tilfelli.“ Víkingur segist þó ekki verða kvíðinn fyrir tónleika. „Ég fer mikið yfir þetta allt saman í huganum, en ég verð ekkert stress- aður eða hræddur. Sem er eins gott því annars væri ég sárþjáður alla daga,“ segir Víkingur, sem hef- ur nóg að gera á næstunni við tón- leikahald. Píanóleikarinn Víkingur Heiðar heldur tónleika í Salnum annað kvöld og á mánudags- kvöldið. Þar frumflytur hann meðal annars nýtt verk eftir föður sinn Ólaf Óskar Axelsson, sem hann segir vera framúrskarandi tónskáld. Bílastæðum lokað Vegna ferða Risessunnar, sem arkar um götur Reykjavík- ur með aðstoð götuleikhúss- ins Royal de Luxe á föstudag og laugardag, verður bílastæð- um á gönguleið hennar lokað tímabundið. Í tilkynningu frá Framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar er athygli vakin á því að bílar sem verður ólöglega lagt verði fjarlægðir á kostnað eig- enda sinna. Starfsmenn Fram- kvæmdasviðs og Bílastæða- sjóðs verða við störf og greiða listinni leið. Umferðarstjórn verður í höndum lögreglu og vinnur Framkvæmdasvið í samráði við hana. Burtfarar- tónleikar Dagrún Leifsdóttir sópr- ansöngkona heldur burtfar- artónleika frá Söngskóla Sig- urðar Demetz í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20. Gerrit Schuil leikur á píanó, en einnig koma fram Sturlaugur Jón Björnsson hornleikari og Lilja Guðmundsdóttir sópran. Dagrún hefur stundað nám í Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin sjö ár, síðast undir handleiðslu Gunnars Guð- björnssonar. Hún heldur utan til frekara náms í Royal Acad- emy í Manchester næsta haust. Hin sífellda áskorun Brjálað að gera Víkingur er nýkominn úr strangri tónleikaferð um Kanada. Alltaf að uppgötva eitthvað nýtt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.