Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 17
DV Sport fimmtudagur 10. maí 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR ArnAr Jón í HAukA Handboltamaðurinn arnar Jón agnarsson er genginn í raðir Hauka frá fylki. arnar Jón er vinstrihandar skytta en það er sú staða sem Árni Þór Sigtryggsson hefur spilað í undanfarin tvö ár. Ekki er enn útséð hvort Árni Þór spili með Haukum næsta vetur. arnar Jón er þriðji leikmaðurinn sem Haukar fá til sín á skömmum tíma en áður höfðu þeir gísli guðmundsson og gunnar Berg Viktorsson samþykkt að leika með liðinu næsta vetur. DrAp mink með 3-Járni Sá einkennilegi atburður átti sér stað á Hólmsvelli í Leiru á mánudaginn að golfari drap mink. Þannig var að skipstjórinn ibsen angantýsson var að spila, sá mink við 10. teig og drap hann með 3-járni. „Ég held að ég hafi aldrei áður hitt eins vel með 3-járninu og í þessu höggi. Ég hef yfirleitt alltaf verið í svolitlum vandræðum með að slá með 3-járni, en loksins kom gott högg fyrir mig, en ekki fyrir dýrið,“ sagði ibsen í samtali við heimasíðuna kylfingur.is. eriksson til newcAstle? Sænski glaumgosinn Sven-göran Eriksson hefur áhuga á að verða knattspyrnustjóri Newcastle united en engar viðræður þess efnis hafa þó enn átt sér stað. glenn roeder hætti sem stjóri Newcastle á sunnudag og er Sam allardyce, fyrrum stjóri Bolton, talinn líklegastur til að taka við en þá hefur gerard Houllier einnig verið nefndur til sögunnar. Eriksson hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með enska landsliðið eftir vonbrigðin á Hm 2006. liverpool á ekki möguleikA Sir alex ferguson, knattspyrnustjóri manchester united, telur að Liverpool eigi ekki möguleika gegn aC milan í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu. „Ég hef mætt báðum þessum liðum og er til í að veðja upp á það að aC milan verður Evrópu- meistari. Ég er þess fullviss að það gerist. Eftir undanúrslitaviðureignina gegn milan sagði ég við Carlo ancelotti að þeir gætu ekki tapað upp úr þess,“ sagði ferguson sem ætlar að sötra rauðvín sem ancelotti gaf honum yfir úrslitaleiknum. guily til Juventus? Ludovic giuly, leikmaður Barcelona, segist hafa áhuga á að skoða þann möguleika að ganga til liðs við ítalska liðið Juventus. Þessi hressi frakki er samnings- bundinn Börsungum til ársins 2008 en hefur ekki átt fast sæti í liðinu á þessu tímabili. „Ég vil fá að spila meira. Samt held ég að ég verði hér áfram á næsta tímabili, ég fer bara ef liðið hefur ekki not fyrir mig. Ef ég þyrfti að yfirgefa Barcelona væri ég til í að fara í stórt félag, eins og Juventus,“ sagði guily. ArnAr á uppleið arnar Sigurðsson, íslandsmeistari í tennis, hefur hækkað um þrjú sæti á heimslista tennismanna sem var opinberaður í vikunni. arnar er nú í 703. sæti en um síðustu áramót var hann í 740. sæti listans. Á heimslista borðtenn- ismanna er íslandsmeistarinn guðmundur E. Stephensen í 220. sæti og hefur hann fallið um tvö sæti frá því listinn var birtur síðast. frá maí í fyrra hefur guðmundur fallið um tvö sæti. Roma valtaði yfir Inter Milan í fyrri úrslitaleik liðanna í ítölsku bikarkeppninni: Roma vann Inter Milan 6-2 Roma tók ítölsku meistarana í bakaríið í fyrri úrslitaleik liðanna um ítalska bikarinn. Leikurinn fór 6-2 fyr- ir Roma en leikurinn fór fram í Róm. Síðari leikur liðanna fer fram á San Siro í Mílanó á fimmtudag í næstu viku. Francesco Totti, Daniele De Rossi og Simone Perrotta komu Rómar- liðinu í 3-0 á fyrstu sextán mínút- um leiksins. Hernan Crespo minnk- aði muninn á 20. mínútu en Mancini kom Roma í 4-1 á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 4-1 og aðeins spurning hversu stór sigur Roma yrði. Gamla brýnið Christian Panucci skoraði fimmta mark Roma þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik. Hernan Crespo var ekki búinn að syngja sitt síðasta og skoraði sitt annað mark tveimur mínútum síðar. Panucci rak svo smiðshöggið á stórsigur Roma þegar hann skoraði sitt annað mark og sjötta mark Roma á 89. mínútu. „Það verður mjög erfitt að snúa þessu okkur í hag, skora fjögur mörk og halda hreinu. Við getum að minnsta kosti komið í veg fyrir aðra niðurlæg- ingu eins og þessa. Þegar maður tapar á þennan hátt er ekki mikið sem hægt er að segja, ef ég á að vera hreinskil- inn,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, eftir leikinn. „Við verðum að líta á þetta sem fyrri hálfleik og það verður erfitt í þeim síðari. Það hefur áður gerst að við höfum fengið á okkur mörk á stuttum tíma eftir að hafa náð góðu forskoti. Við munum njóta forskotsins en ekki treysta á það þegar við förum á San Siro, því það yrðu mistök gegn jafngóðu liði og Inter,“ sagði Luciano Spalletti, þjálfari Roma. dagur@dv.is markamaskína Christian Panucci skoraði tvö þýðingarmikil mörk gegn inter milan í gær. STÁLTAUGAR VALDIMARS TRYGGÐU HK SIGUR Ekkert mark var skorað í viðureign Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge í gær. Leikurinn hafði enga þýðingu en þarna mættust Englandsmeistararnir frá því í fyrra og nýorðnir Englandsmeistarar. Markalaus meistaraslagur Það var ekki tilþrifamikill leik- ur á Stamford Bridge í gær þegar Chelsea tók á móti Manchester Un- ited í ensku úrvalsdeildinni. Margir höfðu fyrirfram vonað að þessi leik- ur yrði nánast úrslitaleikur um Eng- landsmeistaratitilinn. Það var þó öðru nær því liðin höfðu að nánast engu að keppa þar sem United hafði þegar tryggt sér enska meistaratitil- inn og lyktaði leiknum með marka- lausu jafntefli. Bæði lið tóku þann pól í hæðina að hvíla lykilmenn, þá sérstaklega Manchester United sem tefldi fram blöndu af varamönnum frá því í vetur og ungum strákum. Fyrir leikinn sýndu leikmenn Chelsea íþróttamannslega fram- komu með því að mynda tvær rað- ir og klappa fyrir liði Manchester United þegar það gekk út á völlinn. Með þessu voru Englandsmeist- ararnir heiðraðir af sínum helstu keppinautum í vetur. Reyndar var klappað fyrir leikmönnum sem áttu flestir ekki mikinn þátt í þessum titli en það er önnur saga. Leikurinn sjálfur var hreint út sagt ekki skemmtilegur. Manchest- er United átti ekki skot á markið all- an leikinn og er það í eina skiptið í vetur sem það gerist. Þessi tvö lið munu mætast í bikarúrslitaleikn- um eftir rúma viku og skýrir það að mörgu leyti það að flestar stóru stjörnurnar voru hvíldar. Chelsea var líklegra til að ná sigrinum. Tom- asz Kuszcak, markvörður United í leiknum, var oft á hálum ís en varði á tíðum mjög vel. Kieran Lee var meðal byrjun- arliðsmanna í liði United og seint í leiknum náði hann að bjarga á marklínu eftir skot frá Ben Sahar. Ekkert mark var skorað í leiknum. Um næstu helgi mun Manchester United veita Englandsmeistarabik- arnum viðtöku eftir heimaleik gegn West Ham sem þarf að fá stig úr leiknum til að vera öruggt um sæti sitt í deildinni. Sir Alex Ferguson segir að í þeim leik muni hann stilla upp sínu sterkasta liði. „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit, strákarnir spiluðu fyrir stoltið og heiðurinn. Margir hafa kannski haldið þegar þeir sáu byrjunarliðin að Chelsea myndi keyra yfir okkur en sú varð alls ekki raunin. Óreyndir leikmenn mínir voru mjög öruggir með boltann og náðu fínum úrslit- um. Það var þó meiri þreyta í mínu liði undir lokin og Chelsea hefði vel getað skorað á síðasta stundarfjórð- ungi leiksins,“ sagði Sir Alex Fergu- son. Besti maður vallarins í gær var varnarmaðurinn Wes Brown sem ekki steig feilspor hjá gestunum. „Þetta var erfiður leikur en úrslitin eru góð. Margir leikmenn spiluðu í stöðum sem þeir eru ekki vanir og yngri leikmenn fengu tækifæri. Við þurftum að standa saman. Pressa þeirra var talsverð á tímabili en við héldum þetta út. Það er ekkert leyndarmál að bikarúrslitaleikur- inn er efstur í huga margra,“ sagði Brown, sem hrósaði einnig íþrótta- mannslegri framkomu Chelsea þeg- ar leikmenn liðsins klöppuðu fyrir United. „Það var flott hjá Chelsea að gera þetta og sýna okkur virðingu.“ Jose Mourinho var líflegur á bekknum hjá Chelsea og um tíma leit út fyrir að hann hefði fengið rautt spjald frá dómaranum. „Ég hélt að ég hefði verið rekinn upp í stúku og fór þangað. Svo var þetta bara misskilningur og aðstoðar- maður minn kallaði á mig til baka,“ sagði Mourinho. Hann segir úrslitin ekki skipta máli en hans lið hafi átt betri leik og átt skilið að sigra. Eftir tíu daga mætast Chelsea og Manchester United að nýju og þá í bikarúrslitaleiknum. Útlit er fyrir að varnarmaðurinn Ricardo Carvalho leiki ekki þann leik vegna meiðsla. elvargeir@dv.is Barist um boltann Leikmenn liðanna í gær virtust misáhugasamir. Borði í stúkunni manchester united kom á Stamford Bridge til að ná í Englandsmeistara- titilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.