Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 10. maí 200710 Fréttir DV Framleiðsla á lífrænum orkugjöf- um hefur stóraukist síðustu ár. Með- al annars fyrir tilstuðlan stjórnvalda víða um heim sem líta á þetta sem gullið tækifæri til að minnka meng- un og lækka verð á olíu. Lífræn orka er helst unnin úr landbúnaðaraf- urðum eins og maís, sykurreyr, soja- baunum og pálmaolíu. Hafa bændur því snúið sér í auknum mæli að rækt- un þessara afurða enda hefur verð á þeim hækkað. Í Bandaríkjunum hafa margir bændur lagt bómullarrækt- un á hilluna til að geta einbeitt sér að framleiðslu maíss. Samkvæmt frétt breska blaðins The Guardian í gær telja Sameinuðu þjóðirnar hættu á að þessi aukna framleiðsla leiði til þess að minni bændur verði neyddir af jörðum sínum og skóglendi verði rutt til að auka ræktun enn frekar. Þetta kynni að valda hungursneyð og fátækt ef ekki verður gripið í taum- ana og framleiðslan skipulögð með betri hætti en gert er í dag. Þriðjungur af allri maísuppskeru í Bandaríkjunum á síðasta ári var nýtt- ur í lífræna orku. Það er helmings- aukning frá árinu á undan. Í Brasil- íu og Kína var ræktunarland stækkað töluvert. Evrópusambandið hefur gefið það út að tíu prósent orkuþarf- ar aðildarlandanna verði mætt með lífrænni orku árið 2020. Hagsmuna- aðilar innan lífræna orkugeirans hafa hins vegar uppi mun metnaðar- fyllri áform og vilja að framleiðsla sín standi undir fjórðungi orkunotkunar heimsins á þeim tíma. Framleiðsla á lífrænum orkugjöfum tvöfaldast á nokkurra ára fresti. Gæti leitt til hungursneyðar Sameinuðu þjóðirnar óttast alvarlegar afleiðingar aukinnar framleiðslu á lífrænni orku: Vladimír Pútín forseti Rússlands er gersamlega æfur út í stjórnvöld í Eistlandi í svokölluðu styttumáli. Munnsöfnuður hans versnar með degi hverjum og nú hefur hann líkt Eistlendingum við fasista og öfgas- inna auk þess sem hann bar þá við saman við nasista. Pútín lýsti brottflutningi styttunnar góðu sem ómanneskjulegum. Orðin eru jafn- stór egói forsetans, sem virðist hafa gleymt að lesa kaflann um kúgun Rússa á eistnesku þjóðinni síðustu aldir. Sigur á nasistum Styttan góða sem nefnist Brons- hermaðurinn stóð á torgi í miðborg Tallinn, höfuðborgar Eistlands, frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og þar til í síðustu viku. Rússar reistu styttuna til minningar um sigur sinn á nasistum. Sigurinn var kærkominn og honum fagnað um víða veröld og að sjálfsögðu þess virði að reisa minnisvarða af slíku tagi. Hundruð ef ekki þúsundir slíkra minnisvarða eru dreifðir um gömlu Sovétríkin og margir standa enn í fyrrverandi leppríkjum og Berlín svo eitthvað sé nefnt. Frá sjónarmiði Rússa er það fullkomlega eðlilegt að þessar minningar fái að standa enda voru það þeir sem færðu mestu blóð- fórnirnar í stríðinu, þar sem talið er að allt að 20 milljónir Rússa og rússneskra hermanna hafi látið líf- ið. Langflestir voru karlmenn og því vantaði heilu kynslóðir karlmanna að stríði loknu. Rússar líta á sig sem bjargvætti Eistlendinga, sem aftur líta margir á Rússa sem kúgara. Sjálfstæði í 22 ár Það er ekkert grín að vera lítill nágranni Rússa, eins og Eistlend- ingar, Lettar, Finnar og Pólverj- ar, svo einhverjir séu nefndir, hafa fundið fyrir í gegnum aldirnar. Í hvert skipti sem Rússar ætluðu í Þjóðverja, þurftu þeir að spóla yfir Pólland. Ef Rússar vildu auka völd sín á Norðurlöndunum þurftu þeir að fara í gegnum Finnland. Ef Rúss- ar vildu auka vald sitt við strandlínu Eystrasaltsins þá lágu nágrannarnir þrír alltaf vel við höggi. Eistlandi var að mestum hluta stjórnað af Svíum frá 16. öld þar til þeir töpuðu landinu til rússneska keisaraveldisins í norðurstríðinu mikla árið 1710. Síðan þá hafa Rúss- ar haft mikil áhrif á stjórnmála- og menningarlíf landsins. Í kjölfar sig- urs Þjóðverja á Rauða hernum árið 1917 og rússnesku byltingarinnar í október sama ár sættu Eistlending- ar lagi, ekki svo ólíkt okkur Íslend- ingum gagnvart herraþjóðinni, og lýstu yfir sjálfstæði frá Rússlandi 24. febrúar 1918. Sjálfstæði Eistlands varði í 22 ár en rússneski herinn réðst inn í landið við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar og innlimaði landið í Sovétríkin. Nauðung Stalíns En þrátt fyrir að Rauði herinn hafi sigrað fasistana og „frelsað“ Evrópu undan ánauð þá tók önn- ur ánauð við fyrir Eistland: Stalín. Innlimun Eistlands samanstóð ekki af pennastrikum og nýjum fánum í miðborginni heldur voru fjölmarg- ir pólitískir leiðtogar landsins myrt- ir og fjöldi menntamanna fór sömu leið. Þegar Barbarossa-árás þýska hersins á Sovétríkin hófst voru þús- undir eistneskra karlmanna neydd- ir í Rauða herinn og hundruð pól- itískra fanga voru aflífaðir þegar herinn hopaði fyrir leifturárás Þjóð- verja sem náðu landinu á vald sitt árið 1941. Mótþrói gegn Stalín Þegar þýski herinn fór að missa mátt sinn réðst Rauði herinn inn í Eistland og náði landinu aftur á sitt vald árið 1944. Þegar ljóst var að Þjóðverjar myndu tapa stríðinu gekk fjöldi Eistlendinga í lið þeirra og barðist með þeim, meðal ann- ars í Waffen-SS. Þegar Rauði herinn var að ná yfirráðum flýðu þúsund- ir Eistlendinga með Þjóðverjum og aðrir leituðu til Finnlands. Ekki beið björt framtíð þeirra sem eftir voru og árið 1949 voru tugþúsundir Eist- lendinga fluttir nauðungarflutning- um í vinnubúðir í Síberíu, þar sem helmingur þeirra lést. Þeir sem eft- ir voru börðust gegn yfirráðum Sov- étríkjanna í skæruliðasveitum er nefndust Metsavennad, eða skógar- bræður, fram eftir 1950 og söfnuð- ust margir fyrrverandi hermenn frá Finnlandi og Þýskalandi í þær sveit- ir þegar á leið sjötta áratuginn. Rússavæðing Eistlands Stalín reyndi af mesta megni að auka áhrif Rússa í Eistlandi sem varð til þess að hundruð þúsunda Rússa voru flutt til Eistlands til að flýta fyrir iðnvæðingu og hervæðingu landsins. Innflytjendurnir settust flestir að í landinu og í dag eru um 25 prósent landsmanna Rússar eða um 350 þúsund af um 1,3 milljón- um íbúa landsins. Fjöldi þeirra var fljótt orðinn svo mikill að þegar ól- ympíuleikarnir fóru fram í Moskvu árið 1980, og að hluta til í Eistlandi, notaði almenningur tækifærið til að mótmæla innflytjendaaustri sov- éskra stjórnvalda með þeim rök- um að verið væri að þurrka út þjóð- menningu Eista. Tveggja milljóna manna keðja Árið 1989, eftir hæga sundur- lausn Sovétkerfisins, óx löndunum við Eystrasaltið ásmegin og raddir sjálfstæðis ómuðu sem aldrei fyrr. Mótmæli dreifðust út um lönd- in þrjú Eistland, Lettland og Lithá- en undir yfirskriftinni Eystrasalts- leiðin, sem átti að vísa í þá sérstöðu þríþjóðanna sem allar höfðu verið undir kommúnískri stjórn í kalda stríðinu en vildu gerast vestrænni. Í kjölfarið mynduðu tvær milljón- ir manna mannlega keðju sem náði yfir landamæri landanna allra, enda var hlutskipti nágranna Eistlendinga mjög svipað og þorsti þeirra í sjálf- stæði líkur. 20. ágúst 1991 hlaut Eist- EistlEndinGar Grafa minninGarnar Mikil mengun Ein rökin fyrir notkun etanóls eru þau að þannig megi draga úr mengun. Það er þó umdeilt. Lífrænt etanól á bandarískri bensínstöð Framleiðsla á lífrænum orkugjöfum hefur stóraukist síðustu ár. 200 ára drottning Elísabet Englandsdrottning var í opinberri heimsókn í Bandaríkj- unum á dögunum og þar tók á móti henni George Bush Banda- ríkjaforseti sem hefur getið sér frægð fyrir mis- mæli. Eins og fyrir- fólki sæmir bauð Bandaríkjafor- seti drottningu í stórfenglegan kvöldverð ásamt öllum sem skipta máli í bandarísku samfélagi. For- setinn bauð drottningu velkomna og þakkaði henni kærlega fyrir að heimsækja sitt heittelskaða föð- urland í fyrsta sinn frá því 1776! Viðstaddir ráku upp stór augu því þótt drottning líti nú ekki út fyrir að vera fædd í gær þá lítur hún heldur ekki út fyrir að vera rúmlega 200 ára gömul. Drottningin lét þetta þó ekki koma sér úr jafnvægi og þegar kom að henni að skála sagðist hún kannski eiga að minnast heim- sóknar sinnar árið 1776, en dró þó í land. George Bush sagði síðar við fjölmiðla að drottning hefði litið sig sömu augum og móðir barn sitt. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is SkoRRi GíSLaSoN Samband Eistlands og Rússlands hefur verið stirt um aldir. Eistlendingar hafa verið að öðlast stjórnmálalegt og efnahagslegt frelsi undan Rússum síðan þeir öðluðust sjálfstæði 1991. Brottflutningur Bronshermannsins úr miðborg Tallinn var táknrænn atburður með djúpar sögulegar rætur. Friðsæld Eistlendingar stinga niður blómum í stað styttunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.