Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 4
fimmtudagur 10. maí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Rannsaka kynferðisbrot Grunur leikur á að pilt- ur hafi brotið kynferðislega gegn stúlku um tvítugt að- faranótt 28. apríl á Egilsstöð- um. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem beinist meðal annars að því hvers kyns kynferðisbrot sé um að ræða. Stúlkan kærði piltinn fyrir kynferðisofbeldi sem átti sér stað inni í bíl. Skýrsla hefur verið tekin af vitnum sem voru með stúlkunni og piltinum fyrr um kvöldið og um nóttina í tengslum við tónleika sem haldnir voru þá um kvöldið. Rannsókn hefur staðið yfir í nokkra daga og má búast við að hún taki nokkrar vikur til viðbótar. Fatlaður eFtir árás Fimm lögreglumenn hafa orð- ið fyrir svo alvarlegu ofbeldi við störf sín að það leiddi til fötlun- ar, örorku eða útlimamissis á síð- ustu fimm árum. Um fjörutíu pró- sent lögreglumanna hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi og sjötíu pró- sentum hefur verið hótað. Þetta kemur fram í rannsókn á reynslu lögreglumanna og tilkynntum brotum sem starfsmenn ríkislög- reglustjórans gerðu. Fimmtán prósent lögreglu- manna hafa orðið fyrir ofbeldi sem leiddi til stórvægilegra eymsla og fjögur prósent starfandi lögreglu- manna hafa verið beitt ofbeldi sem leiddi til alvarlegra áverka eins og beinbrota og höfuðáverka. Ógnað með skammbyssu Ofbeldisbrot gegn lögreglumönnum verða helst á sumr- in, um helgar eða að nóttu til. Þetta kemur í ljós þegar skoðuð eru tilkynnt ofbeldisbrot gegn lögreglu. Lögreglu- menn urðu oftast fyr- ir ofbeldi við óspektir á almannafæri og næstoftast á umráðasvæði lögreglu, það er að segja á lögreglustöð eða í lögreglubíl. Þá urðu tólf prósent brota gegn lögreglu eftir afskipti hennar af umferðarlagabrotum. Ýmsum ofbeldisbrotum er beitt, oftast er um hótanir að ræða en einnig var talsvert oft spark- að í lögreglumenn eða þeir kýldir. Vopn voru notuð í fjórtán prósent- um tilvika, mest voru notuð egg- vopn, barefli og ökutæki en í einu tilviki árið 2001 var lögreglumanni ógnað með skammbyssu. Flestir ölvaðir Flestir þeir sem beittu lögreglu- mennina ofbeldi voru ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna. Á árunum 2000 til 2005 voru fimm hundr- uð einstaklingar kærðir 516 sinnum. Þá hafa flestir þeirra sem beittu of- beldinu áður komið við sögu lög- reglu en tveir höfðu aðeins brotið af sér í þetta eina skipti. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri segir þessar niður- stöður óásættanlegar og þessum tölum verði að ná niður með einhverju móti. Hann seg- ir almenning í landinu þurfa að hjálpa til. „Almenningur getur með ýmsum hætti staðið að baki lögreglunni þannig að lögreglu- menn finni að þeir eru ekki ein- ir að störfum heldur standi fólkið í landinu við bakið á þeim,“ segir Haraldur. Fjölskyldum lögreglumanna hótað Þá eru það ekki einugis lög- reglumenn sem verða fyrir hót- unum heldur hefur fjölskyldum þeirra í fimmtán prósentum til- vika verið hótað. Ríkislögreglu- stjóri segir hægt að veita lögreglu- mönnum og fjölskyldum vernd gerist þess þörf. „Helst viljum við þó að samfélagið sé þannig að við þurfum ekki á slíkum að- gerðum að halda,“ segir Haraldur. Hann segir það sem gert sé til að auka öryggið sé fjölgun mynda- véla á lögreglustöðvum og í bílum til að efla sönnunarfærslu en þær séu líka til að styrkja réttar- stöðu þeirra sem lögregla þarf að hafa afskipti af. Eins segir Har- aldur mikilvægt að stýra vel lögreglunni eftir álagi og verkefnum á hverjum tíma. lögreglumenn urðu oftast fyrir ofbeldi við óspektir á almannafæri og næst- oftast á umráðasvæði lögreglu, það er að segja á lögreglustöð eða í lögreglubíl. Hjördís rut sigurjÓnsdÓttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Ríkislögreglustjóri hefur áhyggjur af ofbeldi gegn lögreglumönnum. Sjötíu prósentum lögreglumanna hefur verið hótað við störf auk þess sem fjöl- skyldum þeirra hefur verið hótað. Fjörutíu prósent hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi og fimmtán prósent ofbeldi sem leitt hefur til stórvægilegra áverka. niðurstöður kynntar Vopnum var beitt gegn lögreglu- mönnum í fjórtán prósentum tilvika. Lögreglan í flestum tilvikum er það fólk undir áhrifum vímugjafa sem ræðst á lögreglumenn. átján mánaða fá pláss Hægt er að bjóða öllum börn- um átján mánaða og eldri leik- skóladvöl í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá mennta- og leik- skólasviði borgarinnar, en ekki þó alltaf í þeim leikskólum sem for- eldrar óska eftir. Alls hafa 1.269 börn fengið boð um leikskólapláss fyrir næsta skólaár. Foreldrar þrjú hundruð barna hafa ekki enn fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi, helst í Laug- ardal, Grafarholti og Norðlinga- holti, en þeir mega eiga von á bréfi þar að lútandi innan nokk- urra vikna. upplýsa um dýr og plöntur Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra afhjúpaði í gær sýning- arkassa í Leifs- stöð sem sýnir dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Lögð er áhersla á dýr sem óheimilt er að versla með og er þetta eink- um hugsað til að fræða ferðafólk um tegundir sem ólöglegt er, eða þarf leyfi til, að flytja inn og út úr landinu. Meðal þeirra fjölmörgu tegunda eru fílar, nashyrningar, hvítabirnir, tígris- dýr og fleiri tegundir kattardýra. Banna samninga fyrir kosningar Þingflokkur vinstri grænna kynnti í gær tillögur að banni við því að ráðherrar skrifi undir samninga nokkr- um mánuðum fyrir kosn- ingar. Lagt er til að línan verði dregin við að ráðherrum sé óheimilt að gera samn- ing sé styttra en 90 dagar til kosninga. Þetta á við um alla samninga ráðherra sem í felst skuldbinding, vilyrði eða fyrirheit um ný útgjöld ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, telur mikilvægt að lögin öðlist þegar gildi. „Efni frumvarpsins skýrir sig sjálft og tilefnið er öllum ljóst sem fylgst hafa með fréttum und- anfarna daga og vikur,“ segir Steingrímur. Ríkisstjórnin er fallin og ríkis- stjórnin heldur velli. Þetta eru niður- stöður tveggja skoðanakannana sem voru kynntar í gær. Enn er því útlit fyrir spennandi kosningar þar sem óljóst er hvernig fer. Fylgi Framsóknarflokksins hef- ur tvöfaldast síðustu daga ef marka má nýjustu könnun Gallup fyrir Rík- isútvarpið. Samkvæmt henni hef- ur fylgi flokksins farið úr 7,6 pró- sentum í 14,6 prósent á einum degi. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, setti þó fyrirvara við þessa fylgisaukningu í viðtali við fréttastofu Útvarps í gær. Hann sagði að fleiri kannanir þyrftu að sýna svip- aða niðurstöðu áður en hægt væri að slá nokkru á fast um að svona færi. Samkvæmt þessari skoðanakönn- un Gallup heldur stjórnarmeiri- hlutinn. Sjálfstæðisflokkur mælist með 36 prósent í nýjustu könnun en skammt er síðan flokkurinn mæld- ist yfir 40 prósentum. Samfylkingin mælist með 25 prósent og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð með tæp 14,5 prósent og er samkvæmt því jafnstór Framsóknarflokknum. Frjálslyndir mælast með tæp sjö pró- sent og Íslandshreyfingin rúm þrjú prósent. Stjórnin er hins vegar fallin sam- kvæmt niðurstöðum könnunar Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 sem birt var í gærkvöld. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 38 prósenta könnun samkvæmt þeirri skoðanakönnun og Framsóknarflokkurinn tæplega níu prósenta fylgi. Sú fylgistala Fram- sóknarflokksins er nær því sem flokk- urinn hefur mælst með undanfarið en fylgi flokksins eins og það mælist hjá Gallup. Samkvæmt þessu fengju stjórnarflokkarnir 46,7 prósent og meirihlutinn því fallinn. Samfylkingin mælist með 29 pró- senta fylgi og Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 16 prósent. Þá mælist Frjálslyndi flokkurinn með rúmra fimm prósenta fylgi og Ís- landshreyfingin tæp þrjú prósent. Misvísandi skoðanakannanir þremur dögum fyrir kosningar: Ríkisstjórnin berst í bökkum stjórnin fallin eða í sókn ríkisstjórnin er fallin samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 en heldur samkvæmt könnun sem var gerð fyrir ríkisútvarpið og morgunblaðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.