Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 14
Lífgjafi fjölmiðils er samband hans við lesendurna. Ekkert er nauð- synlegra en að fjölmiðill fái ábendingar, fyrirspurnir og finni hvort efn- ið sem framleitt er þyki gott eða vont. DV fagnar sterku sambandi milli blaðsins og lesenda. Lesendur eiga drjúgan þátt í þeirri miklu sókn sem DV er í. Í gær hófst hin eiginlega kynning á DV sem dagblaði og við- brögðin eru mikil og góð. Áskrifendum fjölgar umfram það sem björt- ustu vonir stóðu til. Þær fáu vikur sem hið endurreista DV hefur starfað hefur samband þess við lesendur, við fólkið í landinu, tekið stökk. Áður bar á fyrirlitn- ingu í garð DV. Það er að baki og í stað andúðar hefur myndast, og er að myndast, trúnaðarsamband milli DV og lesenda. Það voru ekki bjartsýn- isspár sem fylgdu DV úr hlaði í upphafi þessa árs. Hefði verið tekið mið af þeim spám hefði DV ekki verið endurreist sem dagblað. Allt það fólk sem hefur tekið þátt í endurreisn- inni hefur haft trú á verkefninu og aldrei sem nú þegar ljóst er að sam- bandið milli blaðsins og lesenda er eins sterkt og raun ber vitni. Ekki er það svo að allir séu sátt- ir við DV. Stjórnmálamenn, sumir hverjir, kunna ekki að meta gagn- rýna umfjöllun um störf sín og þyk- ir ekkert til þess koma að hér starfi fjölmiðill sem veitir og ætlar að veita aðhald. Stjórnmálamenn hafa van- ist hinu, það er fjölmiðlum sem hafa undanlátssemi við viðmælendur að leiðarljósi. Það gerir DV ekki og það kann fólk að meta. Hvatning frá lesendum er góð og styrkjandi. Ekki er erfitt að ákveða hvora leiðina ber að fara, vera þóknanlegt blað fyrir við- mælendur eða skrifa fréttir og annað efni fyrir hinn almenna lesanda. Það reynir á ritstjórnir síðustu daga fyrir kosningar. Minnsta gagnrýni á athafnir og orð stjórnmálamanna er oftast sögð vera árás. Oftast eru það stjórnmálamennirnir sjálfir sem kalla á umfjöllunina. Til að mynda með sértækri afgreiðslu á ríkisfangi til handa tengdadóttur ráðherra. DV gaf út á miðvikudag blað í meira en eitt hundrað þúsund eintök- um til kynningar á þeim breytingum sem hafa verið gerðar á blaðinu. Viðbrögðin hafa verið góð og meiri en búist var við. Þau sanna að það er þörf fyrir áskriftarblað sem DV. Hvað sem verður sagt um önnur dagblöð þá er ljóst að DV hefur sérstöðu, sérstöðu í útliti, efnistökum og fram- setningu. Þá sérstöðu kann hinn almenni lesandi að meta. Lífstaugin milli DV og lesenda er að styrkjast og eflast. Allt það fólk sem starfar á DV sækir sjálfsvirðingu sína til hins almenna lesanda en hrekst ekki af leið þrátt fyrir hrakyrði og bölbænir fárra stjórnmálamanna. Sigurjón M. Egilsson Ísland átti sextíu ára aðildarafmæli að Sameinuðu þjóðunum þann 19. nóvember síðastliðinn. Aðildin hefur frá upphafi verið ein af grunnstoðum íslenskr- ar utanríkisstefnu. Frá öndverðu hafa mannréttindi verið grundvallaratriði í starfsemi Sameinuðu þjóð- anna en mannréttindastarf innan samtakanna stend- ur nú á vissum tímamótum. Nýtt mannréttindaráð var stofnað á síðasta ári og heyrir undir alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna. Meðal annars af þessu tilefni var ákveð- ið að marka heildstæða stefnu Íslands í alþjóðlegri mannréttindavernd til framtíðar. Um leið og það hef- ur verið gert er rétt að huga að stöðu mannréttinda hér innanlands og hvernig Ísland hefur svarað kalli Sameinuðu þjóðanna á þeim vettvangi. Í kjölfar tilurðar Sameinuðu þjóðanna urðu til stofnanir sem stuðlað hafa að framgangi og vernd mannréttinda í aðildarlöndum samtakanna – svo- kallaðar mannréttindaþjóðstofnanir (National Hum- an Rights Institutions). Framan af voru stofnanir af þessu tagi þó fremur fátíðar og hlutverk þeirra óljóst. Á sjöunda áratugnum fór af stað umræða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um það hvernig stuðla mætti að frekari framgangi þjóðstofnana. Eftir nokkrar til- raunir til að móta alþjóðlegar reglur um innlendar mannréttindastofnanir var boðað til ráðstefnu í Par- ís árið 1991 þar sem samkomulag náðist um svokall- aðar Parísarreglur, en í þeim var lagður grundvöllur að formgerð og markmiðum mannréttindaþjóðstofn ana. Samkvæmt Parísarreglunum er mannréttinda- þjóðstofnun opinber stofnun á fjárlögum viðkom- andi ríkis, óháð stjórnvöldum (ríkisinu), að einhverju leyti sambærilegt því sem gildir um umboðsmann Alþingis. Tilgangur slíkra stofnana er að auka þekk- ingu á mannréttindum og stuðla að því að þau séu virt. Sjálfstæði mannréttindaþjóðstofnana, fjárhags- legur grundvöllur og fagleg gæði eru enn fremur tryggð í lögum eða jafnvel stjórnarskrá. Slík laga- setning þarf að taka á tengslum stofnunarinnar og annarra innlendra stofnana, mannréttindastofa og mannréttindasamtaka og annarra þeirra sem vinna að rannsóknum og fræðslu á þessu sviði, til dæmis mannréttindakennslu, tilmælum til opinberra að- ila, almennum rannsóknum á sviði mannréttinda og rannsóknum á einstökum mannréttindabrotum. Einnig er nauðsynlegt að taka á stuðningi við opin- bera aðila og frjáls félagasamtök sem vinna að því að tryggja mannréttindi í samræmi við þjóðréttarlega sáttmála. Mannréttindaþjóðstofnunum er ætlað að vera í skurðlínu ríkis og borgaralegs samfélags. Slík stofnun er hvorki yfirvald í hefðbundnum skilningi né frjáls félagasamtök. Mannréttindaþjóðstofnun er ekki ætl- að að leysa af hólmi stofnanir eða félög sem þegar eru starfandi á sviði mannréttinda. Henni er þó ætl- að að vera veruleg viðbót við það starf sem unnið er í þágu mannréttinda og uppbyggingar málaflokksins í viðkomandi landi. Í ljósi þess að allar mannréttinda- þjóðstofnanir byggja á sömu grundvallarreglum í starfsemi sinni má með réttu halda því fram að hér sé um nýja gerð stofnana að ræða. Á Íslandi hefur fram til þessa ekki verið starfrækt þjóðarstofnun á sviði mannréttinda. Segja má að Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem er regnhlífar- samtök frjálsra félagasamtaka, háskóla og opinberra stofnana, hafi sinnt hlutverki mannréttindaþjóð- stofnunar að nokkru leyti og um leið unnið braut- ryðjendastarf á sviði mannréttindamála á Íslandi. Í þeim tilgangi að stuðla að frekari stöðugleika í að- búnaði og því umhverfi sem mannréttindasam- tök á Íslandi starfa við, hef ég falið félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri að gera úttekt á því hverra kosta íslensk stjórnvöld eiga völ á á sviði mannréttindamála ef þau hyggjast hlíta tilmælum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindaþjóðar- stofnanir. fimmtudagur 10. maí 200714 Umræða DV Sambandið Mannréttindastofnanir þjóðríkja Kjallari Allt það fólk sem starf- ar á DV sækir sjálfs- virðingu sína til hins almenna lesanda en hrekst ekki af leið þrátt fyrir hrakyrði og böl- bænir fárra stjórnmála- manna. Valgerður sVerrisdóttir utanríkisráðherra skrifar Á Íslandi hefur fram til þessa ekki verið starf- rækt þjóðarstofnun á sviði mannréttinda. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórnarforMaður: Hreinn loftsson fraMkVæMDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarMaður: Sigurjón M. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð ráðherrann rokkar Söngur félagsmálaráðherr- ans Magnúsar Stefánssonar til stuðnings Framsóknar- flokknum heyr- ist spilaður víða. Magnús er vanur rokkari og gladdi þjóð- ina með söng í mörgum ódauð- legum lögum meðan hann var starfandi hljóm- listarmaður. Þrátt fyrir annir í stjórnmálum er ljóst að hann hef- ur engu, eða allavega litlu, gleymt frá því hann söng Traustur vinur og 17. júní lagið fræga. eiður og eggert Vonir West Ham-aðdáenda eru þær að Eggerti Magnússyni og hans fólki í London takist tvennt, að halda félaginu í úrvalsdeild og fá Eið Smára til félagsins. Ís- lenskir eigendur West Ham eru svo ríkir að fyrir þeim vefst varla að kaupa fyrirliða landsliðsins og svo er Hermann Hreiðarsson á lausu. Ef þeir ganga báðir til liðs við West Ham verður þar sterkt íslenskt vígi í höfuðsetri Breta. Það er til mikils að vinna. auður var fyrst Í kosningablaði DV í gær var rangt farið með þegar sagt var að Ragn- hildur Helga- dóttir hafi verið fyrst kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn. Svo var ekki. Það var Auður Auðuns sem það gerði og hún gerði fleira, var fyrsta ís- lenska konan sem varð lögfræðingur og fyrst kvenna varð hún til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík. Rétt skal vera rétt og upplýstir les- endur höfðu samband vegna þessa og er það hér með leiðrétt. SandKorn FÖSTUDAGUR 18. MAI FRÁ 20:00 Salsa Celtica(UK) Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar (IS) Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL 17. - 19. mai vorblot.is Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.