Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir Fimmtudagur 10. maí 2007 11 Loks heyrist frá mannræningjunum Fréttastöðinni al-Jaazera í Palestínu barst í gær myndband frá mannræn- ingjum Alans Johnston, fréttamanns BBC, sem rænt var á Gaza-svæð- inu 12. mars. Ekkert hafði heyrst frá mannræningjunum. Palestínsk stjórn- völd höfðu talið sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að fréttamaðurinn væri á lífi. Bæði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafa beitt sér í máli Johnstons. Ellefu ára stúlku bjargað úr hjónabandi Breskri stúlku sem búsett var í Bangladess var bjargað úr hjónabandi og hún flutt aftur til föður- landsins. Hún er ellefu ára gömul og fædd í Bret- landi en flutti til Bangladess þegar hún var sex ára til að aðstoða óvinnufæra móður sína. Bresk stofnun, sem sérhæfir sig í að bjarga ungum stúlkum úr hjónaböndum fékk hana lausa. Áður hafa samtökin frelsað 300 stúlkur. Sameinuðu þjóðirnar óttast alvarlegar afleiðingar aukinnar framleiðslu á lífrænni orku: EistLEndingar grafa minningarnar Öll mótmæli í Simbabve eru stöðvuð með ofbeldi: Hópur lögmanna sem mót- mælti fyrir framan dómshús í Har- are, höfuðborg Simbabve, á þriðju- dag komst í hann krappan þegar vopnuð lögregla réðst að honum. Samkvæmt frétt The Times höfðu þrjátíu lögmenn safnast saman til að mótmæla nokkurra daga varð- haldi tveggja lögmanna. Þeir fara með mál stjórnarandstæðinga sem handteknir hafa verið síðustu misseri. Meðal þeirra sem mót- mæltu voru nokkrir af nafntoguð- ustu lögmönnum landsins, þar af framkvæmdastjóri mannréttinda- samtaka. Lögreglan réðst að hópn- um með bareflum og skotvopnum og flutti nokkra úr hópnum burt og gekk í skrokk á þeim, samkvæmt frétt blaðsins. Mótmælendurn- ir höfðu áður reynt að fá leyfi lög- reglu fyrir aðgerðum sínum en þeir hugðust ganga frá dómhúsinu og í átt að þinghúsinu til að afhenda dómsmálaráðherra landsins form- legt mótmælabréf. Robert Mugabe, forseti Simb- abve, hefur hvatt lögreglu og her landsins til að beita alla þá sem efna til mótmæla gegn stjórn hans líkamlegu ofbeldi. Eftir aðgerð- ir lögreglu gegn stjórnarandstæð- ingum í mars þar sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fyrrver- andi forsetaframbjóðandi, Morg- an Tsvangirai, hlaut alvarleg höf- uðsár sagði Mugabe andstæðinga sína hafa fengið makleg málagjöld. Hann hefur einnig beðið þá bisk- upa kaþólsku kirkjunnar sem hafa gagnrýnt hann síðustu vikur að halda sig á mottunni og hætta að blanda sér í stjórnmál landsins. Löggan lemur lögmenn Robert Mugabe, forseti Simbabve Lögregla landsins hlýðir skipunum hans og stöðvar öll mótmæli með ofbeldi. Clinton skaffar ódýr eyðnilyf Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur kynnt samninga sem sjóður, kenndur við hann, hefur gert við tvo indverska framleiðendur eyðnilyfja. Verð lyfjanna mun lækka um allt að helming og verður þeim dreift í 60 löndum. Clinton segir um tímamótasamning að ræða því kostn- aður við meðferð eyðnisjúklinga stór- lækki í kjölfarið í mörgum fátækustu löndum heims. Samkvæmt fréttavef BBC styrkir sjóður Clintons eyðni- meðferð 750 þúsund manns í dag. land sjálfstæði á ný og við tók ára- tuga landamæradeila við Rússland, sem nú er leyst. Eistlendingar færð- ust enn fjær Rússlandi þegar þeir gengu í NATO og Evrópusambandið árið 2004 og í lok þess árs fóru síð- ustu rússnesku hermennirnir heim til föðurlandsins. Ísland var fyrsta land í heimi til að viðurkenna sjálf- stæði Eistlands. Rússneski minni- hlutinn í Eistlandi hefur ítrekað kvartað yfir yfirgangi eistneskra yfir- valda sem hafa krafið þá um þekk- ingu í eistnesku til að geta sótt um ákveðin störf. Tungumálin eru ekki skyld og margir Rússar vilja ekki læra eistnesku í mótmælaskyni. Blessuð styttan Í gegnum súrt og sætt stóð Bronshermaðurinn góði í miðborg Tallinn. Pútín, sem er að ljúka síð- ara kjörtímabili sínu sem forseti Rússlands, notaði tækifærið til að ausa úr skálum reiði sinnar á sig- urdeginum 8. maí, þar sem lok- um síðari heimsstyrjaldarinnar er minnst. Þetta er dagur sterkr- ar þjóðerniskenndar og herdýrk- unar, enda marseruðu 7.000 her- menn framhjá Pútín, þúsund fleiri en í fyrra, og herþotulið flaug yfir mannfjöldann. En orð hans virð- ast hafa misst marks, enda slag- kraftur þeirra lítill þegar samband Rússlands og Eistlands er skoðað í sögulegu samhengi. Pútín hefur ít- rekað lýst vanþóknun sinni á gjörð- um Eistlendinga við Angelu Merk- el kanslara Þýskalands, sem fer með forsæti í Evrópusambandinu þessi misserin, en án undirtekta. Eistlendingar virðast hafa losað sig endanlega við yfirráð Rússa í land- inu, pólitísk, efnahagsleg sem og táknræn. Landsframleiðsla Eist- lendinga er tvöfalt hærri á mann en í Rússlandi og hagkerfi landsins er á góðri siglingu. Styttan er farin í kirkjugarð minninganna. Bronshermaðurinn alvarlegur í bragði og segir ekki orð. Vladimír Pútín forseti Rússland Heiðrar minningu hermanna sem féllu á sigurdeginum 8. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.