Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 18
Samfylking Ellert B. Schram svarar: „Íþróttahreyfingin er sjálfstæð og frjáls í störfum sínum. Hún lýtur ekki yfirstjórn hins opinbera. Það er hlut- verk stjórnvalda að virða sjálfstæði íþróttahreyfingarinnar og styðja við bakið á henni eftir því sem kostur er með fjárframlögum og löggjöf sem efl- ir og styrkir innviði hreyfingarinnar til að auka annars vegar almenna líkams- rækt og íþróttaiðkun og hins vegar af- reksíþróttir. Þetta er gert: 1) Með því að standa vörð um sér- stakt leyfi til handa ÍSÍ til að reka og starfrækja talnagetraunir og veðmála- starfsemi, samanber Lottó og Íslensk- ar getraunir og koma í veg fyrir að þær tekjulindir renni íþróttahreyfingunni úr greipum. 2) Með hækkandi fjárframlögum til ÍSÍ, afrekssjóðs ÍSÍ og sérsambandanna. Samfylkingin styður stofnun ferðasjóðs í þágu íþróttafélaga á landsbyggðinni. 3) Með breytingum á skattalögum, sem fela það í sér að framlög atvinnu- fyrirtækja til íþróttamála njóti hærri skattafrádráttar. 4) Með því að í námskrám grunn- skóla verði gert ráð fyrir að minnsta kosti einni hreyfistund á viku hjá hverj- um nemanda. 5) Með því að hlusta á þarfir og óskir íþróttahreyfingarinnar á hverjum tíma og reyna að bregðast við þeim, íþrótta- lífinu til framdráttar. Samfylkingin virðir og metur for- varnargildi íþróttastarfs, telur þessa frjálsu starfsemi mikilvægan hlekk í heilbrigðismálum og lífsgæðum öll- um, sjálfboðaliðavinnu innan hennar ómetanlegan fjársjóð og er afdráttar- laust þeirrar skoðunar að bæði löggjaf- arvald og fjárveitingarvald eigi að hlúa að þessu starfi og efla það eins og kost- ur er.“ Íslandshreyfingin Hörður Ingólfsson svarar: „Íþróttir eru þjóðhagslega hag- kvæmar. Sá félagsauður sem íþróttir skapa fyrir samfélagið á Íslandi er ómet- anlegur. Framlag opinberra aðila til íþrótta í beinhörðum peningum er í raun minna en það sem íþróttirnar skila aftur til rík- isins, svo furðulegt sem það kann að hljóma. Íþróttastarfsemin er umfangsmikil í samfélaginu og hagkerfinu á Íslandi. Íþróttir eru atvinnuskapandi með 1.700 stöðugildi í íþróttakennslu, líkams- ræktarstarfsemi, þjálfun og stjórnun á íþróttahreyfingunni. Opinberir aðilar þurfi að skapa íþróttahreyfingunni aðstæður til að sinna uppeldishlutverki sínu svo hún geti starfað óháð markaðsöflum. Op- inberir aðilar þurfa að viðurkenna íþróttahreyfinguna að fullu sem eina af uppeldisstofnunum samfélagsins.“ Frjálslyndi flokkurinn Valdimar L. Friðriksson svarar: „Frjálslyndi flokkurinn telur íþrótta- hreyfinguna gegna veigamiklu hlut- verki fyrir þjóðina og hafa ótvírætt for- varnargildi. Flokkurinn telur mikilvægt að allir eigi jafnan aðgang (og aðgengi) að íþróttastarfi, óháð efnahag, aldri, lík- amlegu og andlegu atgervi og búsetu. Frjálslyndi flokkurinn telur nauð- synlegt að sporna við auknu hreyfing- arleysi hjá börnum og ungmennum og leggur jafnframt á það áherslu að fag- aðilar sjái um þjálfun og leiðbeining- ar í íþróttastarfi. Frjálslyndi flokkurinn telur að styrkir frá vinnuveitendum og stéttarfélögum vegna líkamsræktar eigi að vera skattfrjálsir. Veita þarf meiri fjármunum til íþróttahreyfingarinnar í formi árvissra fjárveitinga til Íþrótta- og ólympíusambands Ísland. ÍSÍ skal síðan útdeila styrkjum til; reksturs sérsambanda, ferðakostnað- ar íþróttaiðkenda innanlands og til af- reksfólks. Frjálslyndi flokkurinn telur nauð- synlegt að boðið sé upp á íþróttaiðk- un í öllu landinu. Til að svo geti orðið áfram þarf að greiða niður ferðakostn- að íþróttaiðkenda. Nauðsynlegt er að ríkisvaldið stofni ferðasjóð og leggi ár- lega í hann 100 milljónir króna eða meira. Úthlutun úr ferðasjóðnum skal vera á hendi ÍSÍ. Frjálslyndi flokkurinn vill endurnýja samning um framlög til afrekssjóðs ÍSÍ. Afreksfólk í íþróttum er verðugir fulltrúar þjóðarinnar á erlendum vett- vangi. Frjálslyndi flokkurinn vill að staðið sé vel við bakið á þeim með fjár- framlögum í afreksíþróttasjóð og stuðl- að að uppbyggingu þjóðarleikvanga til æfinga og keppni.“ Vinstrihreyfingin – grænt framboð Drífa Snædal svarar: „Vinstri græn hafa það á stefnuskrá sinni að auka stuðning við íþróttahreyf- inguna á Íslandi. Vinstri græn hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu til að efla félagslegar forvarnir, þar með talda íþróttahreyfinguna. Þetta yrði liður í aðgerðum til að berjast gegn notkun ávana- og fíkni- efna, þroska félagsvitund og bæta and- legt og líkamlegt heilbrigði ungs fólks. Nauðsynlegt er að skapa íbúum lands- ins alls skilyrði til líkamsræktar og styðja við þá aðila sem vinna að málefnum er tengjast henni. Því er það ætlun vinstri grænna að nýta þær aðferðir sem tiltækar eru hverju sinni til að hvetja fólk til þess að stunda líkamsrækt og auka almenna hreyfingu til að bæta heilsu sína og hamingju. Vinstri græn undirstrika mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög leggi áherslu á að stórauka hreyfingu í skólum og skapa aðstæður til þess gegnum námskrá. Tryggja verður til þess fjármagn frá ríki og sveitarfélög- um. Megináhersla flokksins er að styðja betur við almenningsíþróttir. Undir það fellur öll hreyfing og íþróttaiðkun sem stuðlar að bættri heilsu, gleði og fé- lagsskap meðal landsmanna, þó mark- miðið sé ekki keppni eða sigrar á and- stæðingi. Hinn þáttur stuðnings vinstri grænna við íþróttir í landinu snýr að afreksíþróttum og þeim sem stunda íþróttir með það að aðalmarkmiði að keppa í grein sinni. Annars vegar þarf að tryggja félögunum aðstöðu og starfs- umhverfi með hvetjandi lagaumhverfi og stuðningi við það sem fengist er við. Þar má nefna beinan fjárstuðning með framlögum á fjárlögum, þátttöku í uppbyggingu mannvirkja og aðstöðu, menntun fagfólks og jöfnun kostnaðar. Það kostar mikið fé að ná árangri sem er á alþjóðlegan mælikvarða. Þó ekki sé alltaf á vísan að róa með útkomuna er ljóst að stuðningur við fyr- irmyndir og leiðtoga á íþróttasviðinu er líklegur til að skapa jákvæð áhrif með- al almennings og þar með að stuðla að því að heilbrigðismarkmið yfirvalda náist. Einnig verður að gæta að því að íþróttagreinar sitji við sama borð varð- andi aðgang að styrkjum og að fólki sé ekki mismunað vegna kynferðis eða fötlunar. Vinstri græn telja mikilvægt að nota sjóðinn til að jafna stöðu kynjanna í íþróttum með því að styðja við bak- ið á afreksíþróttamönnum af báðum kynjum, í ljósi þess hversu mikilvægar fyrirmyndir þeir eru. Við teljum að A- styrkur til afreksíþróttamanna ÍSÍ ætti að vera jafn fullum listamannalaunum. Um leið og styrkir eru hækkaðir verði gerðar ríkari kröfur til afreksfólksins um að það verði öflugur málsvari fyrir heil- brigðari lífsstíl Íslendinga og það komi fram sem fulltrúar heilbrigði, hollra lífs- hátta og sem talsmenn íslensku þjóðar- innar jafnt innanlands sem utan. Víða úti um land eru íþrótta- og ungmennafélög snar þáttur í félags- lífi sveitarfélagsins og íþróttastarfsemi eykur samheldni íbúa og stuðlar að já- kvæðum samskipum við önnur byggð- arlög. Fjárskortur er eitt af því sem staðið hefur minni íþróttafélögum fyr- ir þrifum og skert möguleika þeirra til æfinga- og keppnisferða. Jöfnun ferða- kostnaðar með öflugum jöfnunarsjóði er því mikið jafnréttis- og byggðamál og slíkur sjóður er líklegur til að auka gleði og árangur íþróttamanna. Vinstri græn styðja tilvist slíks sjóðs og undirstrika mikilvægi þess að hann sé nógu öflugur til að þjóna hlutverki sínu. Til þess verður að tryggja fé á fjár- lögum. Þó seint verði hægt að jafna til fulls, þá er hægt að koma verulega til móts við landsbyggðina hvað þetta varðar og auka möguleika íþrótta- manna úti á landi til að standa jafnfætis þeim sem æfa í félögum á höfuðborgar- svæðinu.“ Sjálfstæðis- flokkurinn Árni Helgason svarar: „Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á veigamikið hlutverk íþrótta- og æskulýðsmála í íslensku þjóðlífi. Íþróttir og annað heilbrigt æskulýðsstarf hafa forvarnargildi og bæta heilsufar einstaklinga. Lands- fundur lýsir yfir stuðningi við drög að íþróttastefnu ríkisins sem mennta- málaráðherra hefur lagt fram. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög haldi áfram stuðningi við íþrótta- og æskulýðsfélög. Frístundakort og aðrir hvatar að ákveðnu hámarki eru líkleg til að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga í íþrótta-, æskulýðsstarfi og listnámi. Landsfundur fagnar þeim skref- um sem stigin hafa verið til efling- ar í íþrótta- og æskulýðsmálum á nú- verandi kjörtímabili og má þar nefna ferðajöfnunarsjóð. Hvetur landsfundur til að haldið verið áfram á sömu braut. Auka þarf enn frekar stuðning við af- reksfólk í íþróttum. Sveitarstjórnir og íþrótta- og æsku- lýðssamtök eru hvött til efla þátttöku innflytjenda í íþrótta- og æskulýðs- starfi. Lögð skal áhersla á að sem flestir sem starfa við skóla, íþrótta- og æsku- lýðsmál stilli saman strengi sína til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustu þeirra.“ Framsóknar- flokkurinn Sigurður Eyþórsson svarar: „Framsóknarflokkurinn boðar stór- átak í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðs- málum. Mikilvægi þessara málaflokka er gríðarlegt, til dæmis hvað varðar lífs- gæði, menntun, forvarnir, heilbrigði og byggðamál. Aukið framboð og aukin gæði eiga saman að stuðla að almenn- ari iðkun. Tryggja þarf jafnan rétt allra til þátttöku. Leiðir Gera auknar faglegar kröfur til þjálf- ara og leiðbeinenda. Ríkið komi að fjármögnun íþrótta- og æskulýðsstarfs og stuðli þannig að almennri iðkun. Stofnsettur verði ferðajöfnunarsjóð- ur fyrir íþróttafélög af landsbyggðinni, til að fara á viðurkennd íþróttamót. Að ríkið beiti sér fyrir því í samvinnu við sveitarfélög að byggja upp að- stöðu fyrir hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkun. Tryggja þarf samvinnu og samráð milli leiðbeinenda til að stuðla að vel- ferð þátttakenda. Mynda þarf heildstæða stefnu um þessi málefni í samvinnu ríkis og sveit- arfélaga. Koma skal á sérstökum félagsmála- sjóði sem sveitarfélög geta sótt í fjár- magn, í samræmi við þá starfsemi sem þau bjóða upp á í þessum málaflokk- um. Félagsmálasjóðurinn stuðlar að jafnrétti til þátttöku, fjölbreyttu fram- boði, almennari þátttöku, auknum gæðum og aukinni samkeppnishæfni sveitarfélaga. Til að geta sótt í opinbera sjóði verð- ur að leggja fram námskrá – lýsingu á því starfi sem fram fer – faglegum kröf- um, mönnun, tryggingum og fleiru. Sérstaklega þarf að vinna með markvissum hætti að því að fá börn og unglinga af erlendum uppruna til að taka virkan þátt í íþrótta- og/eða æsku- lýðsstarfi. Mikilvægt er að hvetja til samstarfs einkaaðila, ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu skíðasvæða landsins. Brýnt er að snjóframleiðsla verði á sem flestum stöðum. Marka þarf stefnu og mynda reglu- verk um úthlutun úr félagsmálasjóði í samvinnu við samtök sveitarfélaga ásamt því að áætla árlega lágmarksfjár- hæð sem rennur frá ríkinu til sjóðsins. Koma af stað markvissu námskeiða- haldi til handa þeim sem leiðbeina í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðs- starfi.“ C 60 M 0 Y 100 K 60 C 50 M 0 Y 100 K 0 fimmtudagur 10. maí 200718 Sport DV Kosningar til Alþingis eru á laugardag. Lítið hefur verið fjallað um stefnu stjórnmálaflokkanna í íþróttamálum. Benedikt Bóas Hinriksson spurði talsmenn flokkanna hvað þeir ætluðu að gera í þessum málaflokki. ÍÞRÓTTASTEFNA STJÓRNMÁLAFLOKKANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.