Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 32
„Það vita allir að pólitískar stöðu- veitingar eiga sér stað hér á landi og Björn hefur sjálfur legið undir ámæli,“ segir Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórnmálafræði. Viðmælendur DV hafa undrast það að Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hafi ákveðið að seinka skip- un ríkissaksóknara án skýringa. Er það talið benda til þess að Jón H.B. Snorrason hreppi hnossið en hann er talinn sá eini sem vont hefði ver- ið að skipa viku fyrir kosningar. Gunnar Helgi segir pólitískar stöðuveitingar algengar hér á landi, algengari en í löndunum í kring- um okkur. Björn hefur sagt það ekki hafa verið ákveðið frá fyrsta degi hver verði skipaður í embættið og að honum hafi ekki verið kunn- ugt um umsókn Jóns fyrr en dag- inn sem umsóknarfresturinn rann út. „Það er ekki hægt að láta sem áhyggjur af pólitískum stöðuveit- ingum séu óþarfar því þær eru full- komlega skiljanlegar. Ráðherra þarf að bregðast við þessum áhyggjum því það er hans skylda sem stjórn- málamanns að svara og útskýra fyr- ir landsmönnum að áhyggjurnar séu óþarfar,“ segir Gunnar Helgi. Gunnari Helga finnst þau svör sem Björn hefur gefið hingað til hafa verið frekar þunn. Honum finnst það ekki nægileg útskýring af hálfu Björns að segja að vanda verði til skipunarinnar því það hafi hann líka vitað þegar hann sagði umsækjendum að skipað yrði um síðustu helgi. Sjálfur hefur Gunnar Helgi gert rannsókn á pólitískum stöðuveitingum og þar kom í ljós í verulegum hluta þeirra lágu pólit- ísk sjónarmið að baki. Einn af fimm umsækjendum, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dró umsókn sína til baka eftir að til- kynnt var að skipun í embættið yrði frestað. hrs@dv.is fimmtudagur 10. maí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Var þetta nokkuð á sprengidaginn? EÐLILEGT AÐ FÓLK HAFI ÁHYGGJUR Prófessor í stjórnmálafræði um skipun nýs ríkissaksóknara: samhugur Slökkviliðsmenn á frívakt gengu frá Slökkvistöðinni í Hafnarfirði til Keflavíkur til að safna fé fyrir hjartveika stúlku. DV mynd Karl Lokað fyrir fæðingar Ekki verður hægt að fæða á fæð- ingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í júlí eða í um fjórar til fimm vikur. Mæður geta þó komið með börn sín eftir að hafa fætt ann- arsstaðar og nýtt sér aðra þjónustu sem fæðingardeildin bíður upp á. Drífa Sigfúsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, segir þessa skerðingu á þjón- ustu vera minni en þegar loka þurfti fæðingar- deildinni alveg um tíma síðasta sumar. Þar sem ekki er til tvöfalt skurðstofuteymi verður ekki hægt að fæða um tíma á staðnum og er sú leið valin til að fyllsta öryggis sé gætt. Þá er mönn- un fyrir sumarið ekki lokið en helst vantar hjúkrunarfræðinga en einnig er skortur á svæfingarlæknum. Drífa segir þó búið að ráða nóg til þess að hlutirnir bjargist í sumar en enn eru skörð sem hún vill gjarnan fylla. Piltur á hjóli varð fyrir bíl Drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á gatnamótum Höfðabakka og Bílds- höfða klukkan hálf fjögur í gær. Drengurinn var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild en reyndist ekki vera alvarlega slasaður þegar þangað var komið. Hann var ekki einn á ferð heldur var með honum annar drengur á hjóli. Sá meiddist ekki en honum var verulega brugðið eftir slysið sem hann var vitni að. Ekki lá fyrir í gær, þegar rætt var við lögreglu, hvort ekið hafi verið á drenginn eða hvort hann hafi hjólað í veg fyrir bílinn. Rann niður Gilið Enginn slasaðist þegar bíll rann stjórnlaust niður Gilið á Akureyri skömmu eftir klukkan tvö í gærdag. Eftir að ökumaður bílsins, sem var eldri kona, stöðvaði bílinn í brekkunni rann hann stjórnlaust aft- ur á bak án þess að hún gæti brugð- ist við. Bíll hennar hafnaði ofan á vélarhlíf bíls sem stóð í bílastæði við húsaröð skammt frá kirkjunni. Sá bíll skemmdist talsvert. Þótt kon- an sem ók bílnum hafi sloppið án meiðsla var henni talsvert brugðið þegar lögregla kom á staðinn. Matgæðingur dæmdur Matgæðingur var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur en alls var hann ákærður fyrir 25 afbrot. Það al- varlegasta var til- raun til innbrots í höfuðstöðv- ar Kaupþings banka í Borgar- túni í febrúar. Þá stal hann einnig þremur London- lambalærum auk Bayonne-skinku og saltkjöts. Einnig braust hann inn í bílskúr þar sem hann tók silfurborð- búnað að verðmæti hundrað þús- und krónur. Ekki er ljóst hvort hann hafi ætlað að halda veglega veislu en hann hafði vissulega allt til þess. Dæmd fyrir að hindra ekki sölu Kona var dæmd í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að aðhafast ekki vegna fíkniefnasölu manns síns en hún var meðvituð um að hann seldi hass. Maðurinn játaði á sig brotið en konan sagðist hafa verið mótfallin fíkniefnasölu hans. Hún gerði hins vegar ekkert í því og þess vegna sér héraðsdómur ástæðu til þess að sak- fella hana fyrir óbeina aðild að mál- inu. Henni er ekki gerð nein sérstök refsing vegna málsins enda lagðist hún gegn brotum manns síns. „Mér þykir vænt um framtakið og það er ómetanlegt,“ segir Ari El- íasson, slökkviliðsmaður hjá Bruna- vörnum Suðurnesja. Félagar hans gengu frá Slökkvistöðinni í Hafnar- firði til Keflavíkur til að safna pen- ingum fyrir hjartveika dóttur Ara. Hún heitir Lilja Líf og er þriggja mánaða gömul en hún greindist með alvarlegan hjartagalla skömmu eftir fæðingu. Foreldrar Lilju Lífar þurfa að fara alla leiðina til Bandaríkjanna með stúlkuna og þar þarf hún að gang- ast undir erfiða og kostnaðarsama aðgerð. Félagar Ara láta ekki sitt eft- ir liggja frekar en við slökkvistörf. Þeir hafa opnað söfnunarreikning til þess að sýna honum og fjölskyldu hans stuðning í verki. Fyrir utan að ganga um 30 kílómetra fyrir Lilju Líf þá gerðu þeir það með reykköfunar- tæki á bakinu. „Það er mikill samhugur á slökkvistöðinni og mér finnst þetta ákaflega fallegur ásetningur,“ segir Ari, en honum þykir vænt um fram- lag vinnufélaga sinna. Sjálfur benti hann þó á að það væru fleiri sem ættu um sárt að binda og vildi ekki gera mikið úr eigin aðstæðum í fjöl- miðlum. „Það er mikill samhugur hérna hjá okkur,“ segir Gylfi Ármannsson, vaktstjóri hjá Brunavarnaliði Suður- nesja. Aðspurður hvort það sé nú ör- ugglega ekki einhver á vaktinni þrátt fyrir að menn séu að leggja hendur á plóg segir hann að þeir sem áttu frívakt hafi gengið. Því sé ekkert að óttast, menn séu tilbúnir til þess að eyða frítíma sínum til þess að að- stoða Lilju Líf og fjölskyldu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að að- stoða Lilju þá geta þeir lagt inn á söfnunarreikning númer 1109-05- 420000 í Sparisjóðnum í Keflavík. Kennitalan er 030773-4469. Fólk er hvatt til að sýna þessari ungu fjöl- skyldu stuðning með því að leggja inn á reikninginn eftir efnum og að- stæðum hvers og eins. valur@dv.is Slökkviliðsmenn sýna samhug í verki og safna fyrir veika telpu: Gengu til styrktar hjartveikri stúlku Ökufantur í Grafarvogi Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn fyrir hraðakstur í Grafar- vogi um miðnætti í gær. Bíll hans mældist á 134 km hraða á Gullin- brú en þar er leyfður hámarkshraði 60. Ökumaðurinn hefur áður verið staðinn að hraðakstri en þó ekkert í líkingu við þetta. Hann verður nú sviptur ökuleyfi til þriggja mánaða og fær jafnframt 110 þúsund króna sekt. Fimmtán aðrir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta sólar- hring. Tveir þeirra verða sömu- leiðis sviptir ökuleyfi en báðir óku langt yfir leyfðum hámarks- hraða í íbúðargötum. Krassarar þrífa veggi Þrír piltar á þrettánda aldursári voru staðnir að verki við veggjakrot í miðborginni eftir hádegi á mánu- dag. Þeim var gert að þrífa veggja- krotið af en forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Skömmu síðar var 10 ára piltur gripinn við sömu iðju í Breiðholti og var honum ekið til síns heima. Sá iðraðist sáran samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni en foreldrum hans var gert við- vart. Veggjakrot kostar skattborgara milljónir króna á hverju ári og því ekkert spaug að krassa á veggi. Björn Bjarnason Segist skipa ríkis- saksóknara þegar hann hefur tíma til þess. Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.