Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 12
neytendur
fimmtudagur 10. maí 200712 Neytendur DV
Munu keppa
Meira
Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra telur óhjákvæmlegt
að íslenskur landbúnaður muni
þurfa að keppa við innfluttar
afurðir í meira mæli en áður
hefur þekkst. Þetta kemur fram
í pistli ráðherra um neytenda-
mál á heimasíðu talsmanns
neytenda. Guðni segir að það sé
neytendum framtíðarinnar fyrir
bestu að skipulag mjólkuriðnað-
arins haldist óbreytt, því þannig
ríki ekki einokun eða fákeppni
á markaðnum. Þá segir hann
núverandi kerfi vera síðasta vígi
kaupmannsins á horninu.
Mundu!
almenna reglan er að verðlagning á vöru og
þjónustu er gefin frjáls á íslandi og á öllu evrópska
efnahagssvæðinu. Hafi kaupandi og seljandi
komið sér saman um verð þá er það gildandi. Hafi
ekki verið samið um verð þarf kaupandinn að
greiða það verð sem seljandinn setur upp.
Hvetja til niður-
fellingar
Samtök verslunar og þjón-
ustu hvetja stjórnvöld til þess að
fella niður vörugjöld á raftæki.
Samtökin telja að niðurfellingin
myndi örva neytendur til að taka
í notkun sparneytnari raftæki og
vernda þannig umhverfið betur.
Í Evrópu eru í notkun 188 millj-
ónir hvítvörutækja, sem eru eldri
en 10 ára. Samtökin benda á að
ef öllum þeim tækjum yrði skipt
út fyrir ný, myndi orkunotkun
þeirra minnka um 40 prósent
á ári, sem svarar til útblásturs 6
milljóna bíla.
Tjaldsvæði landsins eru flest að opna um þessar mundir. Verð fyrir gistingu á tjald-
svæðum er misjafnt, en tjaldsvæðið í Laugardal er áberandi dýrast af þeim svæðum
sem DV kannaði verð á. Algengt er að gestir greiði aðeins fyrir afnot af tjaldsvæðinu,
en þurfi síðan að greiða fyrir sturtu og annað slíkt aukalega. Víðast hvar er ókeypis
fyrir börn yngri en tólf ára.
Mest kvartað
yfir ferðaþjón-
ustu
Leiðbeininga- og kvörtunar-
þjónustu Neytendasamtakanna
berast á sumrin fjöldi mála sem
varða ferðaþjónustu, en sam-
kvæmt Hildigunni Hafsteinsdótt-
ur lögfræðingi hjá samtökunum
er ferðaþjónustan stærsti ein-
staki málaflokkurinn á þessum
tíma árs. Algengt er að neytend-
ur leggi fram kvartanir vegna
seinkana á flugi, ófullnægjandi
hótelherbergja og vanefnda á
samningum um bílaleigubíla.
Tjaldsvæði landsins eru mörg hver
að opna um þetta leyti árs. Straum-
ur erlendra ferðamanna til Íslands
eykst með ári hverju og hugsa flest-
ir Íslendingar sér jafnan til hreyfings
yfir sumartímann. Verð fyrir gistingu
á tjaldsvæðum er mjög misjafnt þótt
boðið sé upp á sömu þjónustu. Flest
tjaldsvæði hafa þegar opnað hluta
svæðisins fyrir gesti og eru fyrstu
tjaldgestir sumarsins þegar farnir að
reka niður hæla í grasrótina.
DV kannaði verð og þjónustu á
nokkrum tjaldsvæðum umhverfis
landið.
Opnar ekki strax á Þingvöllum
Tjaldsvæðið við farfuglaheimilið
í Laugardal er annasamt á sumrin,
en formleg opnun þess er ekki fyrr
en miðvikudaginn 16. maí. Verð á
tjaldsvæðinu í Laugardal er eitt þús-
und krónur á hvern gest fyrir nóttina,
óháð fjölda tjalda og er innifalið í því
verði að tjaldsvæðisgestir geta notað
sturtuaðstöðuna á farfuglaheimilinu.
Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn er
eitt fjölfarnasta tjaldsvæði landsins.
Tjaldsvæðið hefur þegar verið opnað
almenningi og en verð fyrir nóttina
er sjö hundruð krónur á hvern gest.
Innifalið í verðinu eru afnot af sturtu
og rafmagni, fyrir þá gesti sem þurfa
að nýta sér slíkt. Börn yngri en sextán
ára borga ekkert.
Samkvæmt upplýsingum frá
starfsmönnum tjaldsvæðisins á Þing-
völlum, er ekki gert ráð fyrir því að
svæðið opni fyrr en í lok mánaðarins
eða í byrjun júní. Verð fyrir hvern gest
er fimm hundruð krónur á sólarhring
og eru afnot af snyrtingu með sturtu
og þvottavél innifalin í gjaldinu.
Eldri borgarar og öryrkjar greiða tvö
hundruð og fimmtíu krónur og ekk-
ert gjald er fyrir börn og unglinga.
Verð hækkar seinna í sumar
Tjaldsvæðið við Varmárhlíð
verður opnað fyrir gesti um næstu
mánaðamót. Verð fyrir hvern full-
orðinn er fimm hundruð krónur á
nótt og er innifalið í því verði, að-
gangur að sturtu, heitum potti, sal-
ernisaðstöðu og skemmu sem hef-
ur verið innréttuð sem matsalur.
Tjaldsvæðið við Hótel Geysi, er
einn fjölfarnasti ferðamannastað-
ur á landinu. Verð fyrir hvern gest
er sjö hundruð krónur og er inni-
falið í verðinu aðgangur að sund-
laugar- og pottaaðstöðu við hót-
elið.
Hjá ferðaþjónustunni Bjargi við
Mývatn er verðskráin tvískipt. Sex
hundruð krónur kostar að tjalda
á svæðinu á fyrstu dögum ferða-
mannatímabilsins, en um næstu
mánaðamót hækkar verðið upp
í sjö hundruð og fimmtíu krónur
þegar fullkominni eldunaraðstöðu
verður komið upp. Þá er aðgang-
ur að heitum sturtum innifalinn í
verðinu.
Á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum
kostar nóttin sjö hundruð krónur á
hvern gest, en rukkað er aukalega
fyrir afnot af rafmagni fyrir felli-
hýsi. Ókeypis er fyrir börn yngri en
tólf ára og börn frá tólf til fimmtán
ára borga þrjú hundruð krónur.
Á tjaldsvæðinu við Menntaskól-
ann á Ísafirði er öðruvísi gjaldskrá
en víðast hvar annars staðar. Verð
fyrir tjald og einn gest í tjaldinu er
sex hundruð og fimmtíu krónur á
nóttina og kostar fjögur hundruð
krónur aukalega fyrir hvern gest
í tjaldinu. Gestir á tjaldsvæðinu
hafa aðgang að salernisaðstöðu
en greiða aukalega fyrir aðgang að
sturtuaðstöðu.
Á tjaldsvæðinu á Höfn í Horna-
firði gista börn í fylgd með full-
orðnum frítt. Sex hundruð og
fimmtíu krónur kostar nóttin á
tjaldsvæðinu fyrir fullorðna, en
gestir greiða aukalega fyrir afnot af
sturtuaðstöðu. Í Vaglaskógi hefur
hluti tjaldsvæðisins verið opnað-
ur fyrir gesti, en stærstur hluti þess
verður opnaður um næstu mán-
aðamót. Aðgangseyrir að tjald-
svæðinu er sex hundruð krónur
fyrir hverja nótt og innifalið í því
eru afnot af salernisaðstöðu, en
gestir greiða tvö hundruð krónur
aukalega fyrir heita sturtu.
SamBÆRILEG þjónuSta
En mISjafnt vERð
Valgeir Örn ragnarssOn
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Tjaldsvæði Á akureyri er
mikið um að vera á sumrin.