Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 15
Valsstúlkur rótburstuðu Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ í gær 8-1: Ljóst er að Valsstúlkur mæta firna- sterkar til leiks á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu. Í gær mættust Valur og Breiða- blik í Meistarakeppni KSÍ, en það er leikur milli Íslands- og bikarmeistara síðasta tímabils. Valur fagnaði örugg- um sigri því lokatölur urðu 8-1. Margrét Lára Viðarsdóttir var svo sannarlega á skotskónum. Hún skor- aði tvö fyrstu mörkin og kom Val í 2-0 á fyrstu sjö mínútum leiksins. Blikastúlk- ur náðu að klóra í bakkann tíu mínút- um síðar þegar varnarmaður Vals skor- aði sjálfsmark. Margrét Lára skoraði þriðja mark Vals á 20. mínútu með glæsilegu skoti af um 25 metra færi. Vanja Stefanovic kom Val í 4-1 á 27. mínútu, en hún lék með Breiðabliki á síðustu leiktíð. Fimm mínútum síðar skoraði Rakel Logadóttir eftir góðan undirbúning frá Margréti Láru. Margrét skoraði sjötta mark Vals rétt fyrir leikhlé og staðan í hálfleik var 6-1, Valsstúlkum í vil. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Margrét Lára sitt fimmta mark og sjöunda mark Vals. Guðný Óðinsdóttir innsiglaði svo sigur Vals með áttunda markinu á 83. mín- útu og þar við sat. Valsstúlkur verða illviðráðanlegar í Landsbankadeild kvenna sem hefst 21. maí. Valinn maður er í hverri stöðu og ef marka má leikinn í gær verður hæg- ara sagt en gert að stöðva Valsliðið. Breiðablik hefur misst marga sterka leikmenn frá því í fyrra og ljóst að lið- ið verður að gera mun betur en í gær ef það á að veita Val og KR keppni um Íslandsmeistaratitilinn. DV Sport fimmtudagur 10. maí 2007 15 Sport Fimmtudagur 10. maí 2007 sport@dv.is HK tryggði sér í gær sigur í deildarbiKarKeppni Karla í Handbolta þegar liðið lagði stjörnuna í æsispennandi oddaleiK. bls. 16 Bragðdauft á Brúnni. Margrét Lára skoraði fiMM Mörk HK DeilDar- biKarmeistari Meistarar meistaranna Valsstúlkur unnu öruggan sigur á Breiðabliki í meistarakeppni KSí og verða illviðráðanlegar í sumar. Teitur tekur við Njarðvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.