Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 6
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skrifað undir níu kostnaðarsama samninga á síðustu tveimur mánuðum að heildar- verðmæti vel yfir 600 milljónum króna. Guðjón Arnar Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, telur augljóst að ráðherrann sé að nota opinbert fé til eigin kosningabaráttu. Þetta sé mis- munun af verstu gerð gagnvart stjórn- arandstöðuflokkunum. Sex hundruð milljónir Um er að ræða sjö samninga um menningartengda ferðaþjónustu að andvirði 588 milljónir, auk þess sem Þróunarsjóður grunnskóla fær tutt- ugu milljónir króna og Hvalasafnið fær aðrar tuttugu milljónir. Þorgerð- ur hefur einnig skrifað undir fjöl- marga aðra samninga á sama tíma sem ekki hafa verið verðmetnir. Samstarfsfólk Þorgerðar í ríkis- stjórninni, þau Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra hafa bæði skrifað undir fjölmarga samninga á síðustu vikum. Sagt var frá því í DV í gær að Siv Friðleifsdóttir hafi skrifað undir samninga fyrir tæpan milljarð króna. Magnús Stefánsson hefur einn- ig verið duglegur við að gera samn- inga í aðdraganda kosninga. Hann hefur þegar úthlutað nærri 450 millj- ónum króna á síðustu átta vik- um. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, segir félagsmálaráðherra nota ráðuneytið sem kosn- ingaskrifstofu. Ráðherr- ann vísar þessu á bug. Banna samninga Samanlagt verðmæti þeirra samninga sem Magn- ús Stefánsson og Siv Frið- leifsdóttir hafa afgreitt á síðustu dög- um er nálægt 1,3 milljörðum króna. Hvorugt þeirra handsalaði einn ein- asta samning á sama tímabili í fyrra. Vinstri græn vilja banna ráðherr- um að gera samninga um fjárhags- legar skuldbindingar, síðustu þrjá mánuði fyrir kosningar. Þingflokkur þeirra kynnti í gær lagafrumvarp um þetta. Þetta á við um alla samninga ráðherra sem í felst skuldbinding, vilyrði eða fyrirheit um ný útgjöld ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri grænna, telur mikilvægt að lögin öðlist þegar gildi. „Efni frum- varpsins skýrir sig sjálft og tilefnið er öllum ljóst sem fylgst hafa með frétt- um undanfarna daga og vikur,“ segir Steingrímur. Ráðherrar eða jólasveinar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokks- ins, segir kosningalykt af öllum þessum samningum. „Það er iðulega verið að tína samninga út á síðustu dögum fyrir kosningar, þegar ekki einu sinni er ljóst hvort ríkisstjórn- in heldur velli. Það er ekki hægt að líta öðruvísi á en að ráðherrar séu að leggja fé úr ríkissjóði í sína eigin kosningabaráttu,“ segir Guðjón. Egill Helgason stjórn- málaskýrandi vakti athygli á því á heimasíðu sinni í lok janúar að kosningabar- áttan væri þegar hafin af krafti. Hann sagði greini- legt að ráðherrar notuðu ráðuneytin til þess að koma verkum sínum á framfæri við kjósendur. „Kosninga- baráttan er í raun komin á fullt. Ráðherrar eru í jóla- sveinaleik í ráðuneytum sín- um, þau hafa breyst í kosn- ingaskrifstofur með tilheyrarandi útdeil- ingu gjafa,“ sagði Eg- ill. „Maður veit ekki hvort maður á að fyllast þakklæti eða fussa.“ Misnota aðstöð- una „Mjög mikið hefur verið gert af þessu núna fyrir kosningar og ósamræmið er svo hróplegt þegar tekið er mið af öðrum árum kjörtíma- bilsins. Menn eru greinilega akkúrat að safna þessu upp fyrir baráttuna. Mér þyk- ir það leiðinlegt að ráðherrar mis- noti þannig aðstöðu sína í stað þess að leggja í heiðarlega kosningabar- áttu við okkur hin,“ heldur Guðjón áfram. Hann segir mun meira um það að ráðherrar nýti sér ráðuneyt- in en áður. „Þarna blasir við mismunur þeirra sem eru í stjórnarandstöð- unni. Ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar hafa vanið sig á þetta form. Það versta við þetta er að þeim virðist finnast þetta eðlilegt. Þetta er bara ekkert eðlilegt.“ Tilraunir til að ná tali af mennta- málaráðherra báru engan árangur. fimmtudagur 10. maí 20076 Fréttir DV TRauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is 600 MILLJÓNA SAMNINGAR ÞORGERÐAR KATRÍNAR „Ráðherrar eru í jóla- sveinaleik í ráðuneytum sínum, þau hafa breyst í kosningaskrifstofur með tilheyrandi útdeil- ingu gjafa. Maður veit ekki hvort maður á að fyllast þakklæti eða fussa.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur skrifað undir fyrir meira en 600 milljónir á síðustu tveimur mánuðum. Guðjón Arnar Kristjánsson segir aug- ljóst að ráðherrann sé að útdeila opinberu fé í þágu eigin kosningabaráttu. Steingrímur J. Sigfússon vill banna þessa samninga með lögum. VeRðMeTniR SaMninGaR: n Sjö samningar um menningartengda ferðaþjónustu víða um land, 588 milljónir n Þróunarsjóður grunnskóla, 20 milljónir n Menningarsamningur við hvalasafnið, 20 milljónir ÓVeRðMeTniR SaMninGaR: n nýtt húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands n orkuháskóli í tengslum við uppbyggingu háskólans á akureyri n háskóli á Suðurnesjum Steingrímur J. Sigfússon Vinstri græn hafa kynnt frumvarp þess efnis að samningagleði ráðherra fyrir kosningar verði bönnuð. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherrar megi ekki skrifa undir fjárhags- skuldbindingar síðustu níutíu dagana fyrir kosningar. Guðjón arnar Kristjáns- son formaður frjálslynda flokksins segir augljóst að ráðherrarnir séu að misnota aðstöðu sína með því að útdeila fé úr opinberum sjóðum í aðdraganda kosninga. Þannig noti þeir opinbert fé til sinnar eigin kosningabar- áttu. níu samningar Þorgerður Katrín gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skrifað undir mikilvæga samninga á síðustu mánuðum og er heildarverðmæti þeirra yfir 600 milljónum króna. tilraunir til að ná tali af Þorgerði báru ekki árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.