Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 20
LífsstíLL BláBerjayndi Frábær morgundrykkur! 9 cl appelsínusafi 1/4 bolli fersk bláber Mixað í blandara og framreitt í háu glasi með nokkrum heilum berjum. South Beach- kúrinn Nýjasta megrunarkúraæðið er South Beach-kúrinn sem allar heitustu stjörnurnar í Hollywood virðast vera á. Þar má kannski helst nefna hina þrusuflottu Jennifer Aniston sem segist ná að halda líkamanum flottum með hollu mataræði South Beach-kúrsins og góðri hreyfingu. Kúrinn er þrískiptur og gengur fyrsta skrefið út á það að losa sig við aukakílóin með ströngu og hollu mataræði í fjórtán daga. Næsta skref er svo að ná markmiðum sínum og má þá byrja að bæta inn aðeins fjölbreyttara fæðuúrvali en á fyrsta stigi, maður stendur fastur á öðru stigi þangað til óskaþyngdinni er náð. Þegar það hefur gengið upp færir maður sig yfir í þriðja skrefið sem heitir einfaldlega mataræði fyrir lífstíð og gengur út á það að viðhalda kjörþyngd og hollu mataræði það sem eftir er ævinnar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni southbeachdiet.com. húðin fær perluáferð Öll viljum við hafa heilbrigða og glansandi húð og nú þegar sumarið er að ganga í garð og veðurfars- breytingarnar eru miklar er mikilvægt að nota gott rakakrem. Strobe-kremið frá snyrtivöruframlei ðandanum MAC virkar einstaklega vel að sögn snyrtifræðinga þar sem kremið er fullt af vítamínum og grænu tei sem gefur húðinni raka og hressir hana við. Strobe-kremið er rakakrem sem gefur húðinni svokallaða perluáferð og fallegan glans og hægt er að nota kremið hvort sem er eitt og sér eða undir farða. Kremið hentar fyrir allar húðtegundir og alla aldurshópa. Óbyggðagöngur í áttatíu ár Ferðafélag Íslands er áhuga- mannafélag með rúmlega sjöþús- und félagsmenn, en þeim hefur fjölgað mjög undanfarið. „Á þessu ári erum við um áttatíu talsins sem vinnum statt og stöðugt að sömu markmiðum og í upphafi en það er að hvetja landsmenn til að ferðast meira um Ísland, veita upplýsingar af öllu tagi til ferðamanna og bæta ferðamannaaðstöðu í landinu,“ seg- ir Páll Guðmundsson framkvæmda- stjóri Ferðafélagsins. Á þessu ári verður félagið áttatíu ára en það var stofnað í nóvember árið 1927 í húsi Eimskipafélags Íslands „Við verðum að sjálfsögðu með sérstakar afmælis- ferðir í sumar, afmælishátíðarútgáfu af ferðabókinni okkar og svo verður afmælið haldið hátíðlegt í haust.“ Auðvelt að gerast meðlimur Ferðamannafélagið rekur nú og leigir út um þrjátíu og sex skála á hálendinu og í óbyggðum fyrir ferðamenn. „Þar er öllum sem ferð- ast um hálendið velkomið að gista gegn vægu gjaldi. Sumir skálarnir eru minni og þar af leiðandi er gjald- ið lægra fyrir þá,“ segir Páll og bæt- ir því við að félagsmenn fái afslátt af gistingu í skálunum sem og af ferð- unum. „Það er mjög auðvelt að gerast meðlimur í félaginu. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur hérna í Ferðafélagi Íslands. Meðlimir borga svo árgjald sem er 4.600 krónur en innifalið í verðinu er vegleg árbók með helstu upplýs- ingum um landið og afsláttur í fjölda verslana og ferðir svo gjaldið er fljótt að borga sig.“ Heilmikið félagsstarf fer fram hjá Ferðafélaginu og mik- il sjálfboðavinna, meðal annars í kringum viðhald á skálunum. „Það eru tíu deildir í félaginu úti um allt land, meðal annars á Akureyri og Eg- ilsstöðum, sem starfa samhliða fé- laginu,“ segir Páll. Ganga í Viðey í fyrramálið Í þessari viku hefur félagið staðið fyrir morgungöngum á fjöll rétt fyr- ir utan höfuðborgarsvæðið en allt að fimmtíu manns hafa tekið þátt í göngunum. „Við hittumst hérna í Mörkinni klukkan sex á morgnana og það er ókeypis að taka þátt. Það hefur verið gríðarlega góð aðsókn í ferðirnar svo greinilegt er að nógu margir Íslendingar eru það klikkað- ir að rífa sig upp klukkan hálf sex og ganga á fjöll,“ segir Páll kíminn. „Síð- asta ferðin er svo í Viðey í fyrramál- ið, við tökum bátinn út að eyjunni og göngum svo aðeins þar um.“ Jónsmessujóga og unglingaferðir Það er alltaf nóg um að vera hjá Ferðafélaginu og segir Páll að í boði séu bæði dagsferðir, lengri ferðir og sumarferðir auk fjölda nýjunga. „Það eru þessir klassísku staðir sem allt- af verða vinsælir eins og Laugvegur- inn sem er aftur að koma sterkur inn núna og Hornstrandirnar en þangað fer fólk í lengri bakpokaferðir. Vin- sælustu dagsferðirnar eru svo meðal annars Langisjór og Þórsmörk.“ Í fyrra var byrjað með ferð sem kallast Jónsmessujóga og gekk hún vonum framar svo stefnan er að fara í aðra slíka ferð í ár að sögn Páls. „Jógaferðin var mjög vinsæl, þá er sérstakt jógaþema í ferðinni og jóga- kennari sem fer með og stendur fyr- ir ýmsum skemmtilegum jógaæfing- um í náttúrunni. Önnur nýjung hjá okkur eru unglingaferðirnar sem eru fyrir unga krakka á aldrinum fjórtán til átján ára.“ Fyrir utan þann fjölda Íslendinga sem slæst í hópinn með Ferðafélag- inu eru alltaf þó nokkrir túristar sem skrá sig í ferðir en þeir eru þó í minni- hluta. „Það eru allir velkomnir í ferð- ir hjá okkur í Ferðafélaginu og það er alltaf gaman að sjá hvað stemn- ingin er góð í ferðunum þegar ald- urshópurinn er sem breiðastur. Það er allt frá börnum upp í sjötugt fólk sem tekur þátt í ferðunum og þegar svo fjölbreyttur hópur kemur saman verður alltaf skemmtileg stemning,“ segir Páll og hvetur að lokum sem flesta til að mæta í gönguna í Viðey í fyrramálið stundvíslega klukkan sex. krista@dv.is GanGa á úlfarSfell Það er öllum fært að taka sér pásu frá sjónvarpinu eða tölvunni í rétt rúman klukkutíma og skella sér í gönguferð upp á Úlfarsfell. Gangan alla leið upp á tind og niður aftur tekur ekki nema tæplega einn og hálfan tíma og er gríðarlega hressandi. Úlfarsfell er rétt utan við Reykjavík, nánar tiltekið í næsta nágrenni við Grafarholt svo leiðin að fjallinu er ekki löng. Það er um að gera að skella sér með vinkonunum eða vinunum og spjalla á leiðinni upp og áður en þið vitið af hafið þið komist á tindinn. Slíkar göngur eru hin besta líkamsrækt og ekki spillir fyrir að finna ilminn af íslensku fjallalofti og ferskan blæinn leika við lokkana þegar tindinum er náð. FiMMtudAGuR 10. MAí 200720 Fréttir DV Ferðafélag Íslands heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt í ár og í tilefni þess er mikið um að vera hjá félaginu. Auk sívinsælla ferða í Þórsmörk og á Laugaveginn er nú boðið upp á Jónsmessujóga og unglingaferðir. Páll Guðmundsson Segir auðvelt að gerast meðlimur í Ferðafélaginu. Gönguhópur Mikil stemning myndast í ferðum hópsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.