Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós fimmtudagur 10. maí 2007 25 Óður til Gisele Forkeppni Eurovison fer fram í kvöld þar sem 28 þjóðir berjast um 10 sæti í úrslitum á laugardag. Þegar teknar eru saman spár fjölmargra veðbanka kemur í ljós hvaða þjóðir munu veita Íslandi hörð- ustu samkeppnina um toppsætin 10. ÍSLANDS HELSTU KEPPINAUTAR Ísland Lag: Valentine Lost Flytjandi: Eiríkur Hauksson Gamla rokkbrýnið snýr aftur heim og ætlar að redda Íslendingum úr Eurovision- krísunni. Eiríkur sigraði undankeppnina hér heima en sjaldan hafa jafnmargir sterkir söngvarar tekið þátt í forkeppninni hér heima og nú. Eiríkur hefur margoft gefið það út að aðalmarkmið hans sé að komast í úrslit til að Íslendingar fái skemmtilegt Eurovision-kvöld. Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á Eiríki en veðbankarnir eru honum ekki jafnhliðhollir. Honum er spáð sautjánda sæti í forkeppninni. Ekki má þ�� afskrifa rauðhærða reynsluboltann sem er að taka þátt í þriðja skipti. Sviss Lag: Vampires Are Alive Flytjandi: Dj BoBo René Baumann sem er betur þekktur undir nafninu Dj BoBo gerði það gott á tíunda áratugnum og var fastagest- ur á safnplötum eins og Reif í runnann og fleiri g��ðum. T��nlistin hans flokkast undir svokallað Europop. Honum er spáð þriðja sæti í forkeppninni og því fimmta í úrslitum Serbía Lag: Marija Šerifovic Flytjandi: Molitva Marija er aðeins 22 ára gömul söngkona frá Serbíu sem kemur úr mikilli t��nlistarfjöl- skyldu og kom fyrst fram þegar hún var t��lf ára. Hún hefur vakið mikla athygli á æfingum og er búist við miklu af henni í keppninni. Henni er spáð fyrsta sæti í forkeppninni og öðru sæti í úrslitum. Hvíta-Rússland Lag: Work Your Magic Flytjandi: Dmitry Koldun Dmitry „Dima“ Koldun er að- eins 21 árs söngvari frá Minsk í Hvíta-Rússlandi. Hann sigraði þáttinn Star Factory í Rússlandi árið 2006 en rússneska atriðið í ár, stúlknasveitin Serebro, var einnig uppgötvuð í þeim þætti. Honum er spáð öðru sæti í for- keppninni og fj��rða í úrslitum. Búlgaría Lag: Water Flytjandi: Elitsa Todorova & Stoyan Yankulov Þau Elitsa og Stoyan eru einhverjir þekktustu ásláttarhlj��ð- færasérfræðingar Búlgaríu. Þau hafa bæði unnið til fjölda t��nlistarverðlauna og þykja virkilega öflug á sviði þegar þau flytja lagið sitt Water. Þeim er spáð fj��rða sæti í forkeppninni og því sjöunda í úrslitum. Andorra Lag: Salvem el m��n Flytjandi: Anonymous Hér er á ferðinni hlj��msveit sem var stofnuð af nokkrum sk��lafélögum árið 2004 og eru þeirra helstu fyrirmyndir Blink 182 og Sum41. Þeir spila svokallað hásk��larokk. Þeim er spáð fimmta sæti í forkeppninni og tíunda í úrslitum. Kýpur Lag: Comme ci, comme ça Flytjandi: Evridiki Hin 39 ára gamla Evridiki Theokleous er enginn aukvisi þegar kemur að Eurovision. Hún hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt fyrir hönd Kýpur í keppninni, árin 1992 og 1994. Henni er spáð sjötta sæti í forkeppninni og því áttunda í úrslitum. Malta Lag: Vertigo Flytjandi: Olivia Lewis Olivia hefur reynt að komast í Eurovison í mörg ár og hefur keppt alls ellefu sinnum í undankeppninni á Möltu. Nú er hún loksins komin á áfangastað með laginu Vertigo. Henni er spáð sjöunda sæti í forkeppninni og því þrettánda í úrslitum. Slóvenía Lag: Cvet z juga Flytjandi: Alenka Gotar Alenka er s��pransöngkona og hefur háa og kraftmikla rödd. Hún er með meistara- gráðu í söng og kemur oft fram í SNG-��perunni. Henni er spáð áttunda sæti í forkeppn- inni og því tuttugasta og fimmta í úrslitum. Danmörk Lag: Drama Queen Flytjandi: DQ DQ heitir í raun Peter Andersen og er 34 ára gamall Dani. DQ var síðastur til að komast inn í úrslit dönsku forkeppn- innar og var svokallað „wildcard“ inn í úrslit. Það kom því mikið á ��vart þegar hann sigraði. DQ er spáð níunda sæti í forkeppninni og því ellefta í úrslitum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.