Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Page 7
DV Fréttir ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 7 „Þær áhyggjur sem ýmsir aðilar í viðskiptalífinu hafa lýst vegna hval- veiða virðast vera studdar nokkuð sterkum rökum. Vísindaveiðarn- ar hafi ekki valdið umtalsverðum áhrifum en sá viðskiptalegi ávinn- ingur sem mætti ná með hvalveið- um í atvinnuskyni er líklegur til þess að verða mun minni en sem nemur því tapi sem fyrirtæki geta orðið fyr- ir út af neikvæðri umfjöllun,“ segir Þorsteinn Sigurlaugsson, rekstrar- hagfræðingur og höfundur skýrslu sem birtist um hvalveiðar og við- skiptahagsmuni Íslendinga. Alþjóðadýraverndunarsamtök- in og Náttúruverndarsamtök Ís- lands létu vinna skýrsluna fyrir sig en í henni er að finna skilaboð til stjórnvalda. „Hvalveiðar Íslend- inga eru líklegri til þess að skaða okkur frekar en hitt. Það er nokkuð sem stjórnvöld verða að taka með í reikninginn,“ segir Þorsteinn. „Markaðurinn fyrir hvalkjöt er frekar lítill hérlendis og það er ekk- ert sem bendir til þess að við náum að flytja það út. Það er bannað að flytja hval inn til annarra landa en Noregs og Japans og Íslendingar hafa ekki enn fengið leyfi til inn- flutnings í Japan. Þetta er mjög lítill markaður og við þurfum að sjá eitt- hvað mikið gerast til þess að þetta svari kostnaði. Ef veiðarnar valda því síðan að um 200 ferðamenn af- bóka ferð til Íslands munu veiðarn- ar ekki svara kostnaði,“ segir Þor- steinn. Í niðurstöðum skýrslunnar kem- ur fram að alvarlegust eru áhrifin á ímynd landsins því hana er erf- itt að byggja upp aftur, áhyggjur viðskiptalífsins af frekari atvinnu- veiðum eru vel rökstuddar. Einn- ig kemur fram að efnahagslegur ávinningur hvalveiða er lítill en lítil áhrif eru af vísindaveiðum. Fram kemur í skýrslu um hvalveiðar og viðskiptahagsmuni Ís- lendinga að áhyggjur viðskiptalífsins af frekari atvinnuveiðum eru vel rökstuddar: Alvarleg áhrif á ímynd Íslands Þorsteinn Sigur- laugsson Er rekstrar- hagfræðing- ur og höfundur skýrslu um hvalveiðar og viðskiptahags- muni Íslendinga. Hvalveiðibátar Mikil andstaða er við hvalveiðar í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Þýskalandi og fleiri Norður- Evrópulöndum. NáttúraN bjargaði lífi míNu um og tekur þátt í sorgum þeirra og gleði. Hún vonaði bara að myndin fældi ekki fólk frá bænum enda eru hús ekki vond, fólk er vont. Pissað í mjólkurbrúsa Bærinn á Breiðavík er fullur af leyndarmálum. Þegar Birna sýndi blaðamanni húsið segir hún frá kjall- ara sem fannst fyrir tilviljun. Hún seg- ir hann hafa fundist þegar þau hjón- in voru að gera upp eldhúsið. Þar hafi lítill kjallari með steyptum hringstiga leynst undir. Herbergin sem börnin sváfu í voru ofurlítil. Ein koja í hverju herbergi. Það er ekki fyrr en hún sýnir svart- holið sem börnin óttuðust mest á Breiðavík sem maður áttar sig örlít- ið á martröð þeirra. Breidd holsins er um metri á hvern veg en Birna hefur rifið vegg þannig að herbergið er orð- ið stærra. Hvítir rimlar eru í steyptum glugga. Mjólkurbrúsi er í öðrum enda herbergisins en hún segir að það hafi verið klósettið sem börnin notuðust við í einangruninni. Í dag er herbergið geymsla fyrir bækur og myndbönd. „Ég vil gera eitthvað gott við her- bergið og eru uppi hugmyndir um að gera lítið safn úr því,“ segir hún en sjálf vill hún að hugmyndirnar komi frá strákunum sem þar dvöldu. Gott andrúmsloft Þrátt fyrir hryllilega fortíð er góður andi á Breiðavík. Hjónin Birna og Ker- an eiga nokkur börn sem hjálpa þeim við búskapinn. Andrúmsloftið er hlý- legt og í raun er það ótrúlegt að stað- urinn skuli vera sársaukafull minning manna sem munu aldrei bíða þess bætur. Það var næstum viðeigandi að á sunnudeginum væri sólskin og hlýtt í veðri. Breiðavíkurstrákarnir fóru til messu í kirkjunni sem stendur fyr- ir ofan bæinn. Sumir höfðu orð á því að geislabaugarnir þeirra væru orðn- ir ansi ryðgaðir og því viðeigandi að endurnýja þá á þessum góða degi. Þegar messu lauk kom í ljós að ým- islegt hafði gengið á. Hleri hjá kirkju- klukkunni féll niður á jörðu. Þá bilaði orgel sem var þar og einn Breiða- víkurstrákurinn klemmdi sig. Menn töldu atburðina í kirkjunni dularfulla þótt þeir hafi frekar hlegið að óförun- um heldur en lesið of mikið úr þeim. Gleðin tekur völdin Þegar blaðamaður var að yfirgefa þennan fræga bæ höfðu Breiðavík- urstrákarnir ásamt gestum á bænum tekið upp hljóðfæri. Páll Elísson for- maður Breiðavíkursamtakanna spil- aði á gítar og Víglundur Víglunds- son á harmonikku. Fólk sat og drakk kaffi í sólinni og hlustaði á skemmti- lega tóna. Þá sást að þrátt fyrir hrika- lega reynslu þá verður andi mannsins seint brotinn niður. Og þótt margir eigi eftir að koma fram og aðrir eftir að takast á við sársaukafullar minningar, þá er það ljóst, að í dag er Breiðavík góður staður til þess að vera á. Blaða- maður fékk það á tilfinninguna að hálfur sigur væri unninn þegar hann yfirgaf bæinn. Húsfreyjan í Breiðavík Birna atladóttir hefur tekið þátt í sorgum og sigrum Breiðavíkurstrákanna í gegnum tíðina. Á góðri stundu Páll Elísson og Konráð Ragnarsson á góðri stundu á Patreksfirði sama kvöld og myndin um Breiðavík var sýnd þar. Breiðavíkurkirkja Mennirnir sem dvöldu í Breiðavík fara til kirkju en dularfullir atburðir áttu sér stað við messu. „Umræðan um friðun arnarins er ansi einsleit enda eru bændur ekki nógu góðir í að koma skoðunum sínum á framfæri við fjölmiðla,“ seg- ir Jón Sveinsson æðarbóndi í Reyk- hólahreppi í Barðastrandasýslu. Jón er einn margra bænda sem hafa þurft að bægja erni frá varpi og vekja slíkar fréttir jafnan hörð viðbrögð almennings í ljósi þess að örninn er friðaður. Jón bendir á að æðarbændur berjist við marga varga, svo sem máva, tófur og ekki síst minkinn sem Jón vill að sé fjar- lægður úr íslenskri náttúru. Jón seg- ir að æðarbændum hafi verið stillt upp við vegg og nú sé svo komið að ný kynslóð náttúruverndarsinna líti á þá sem óvini náttúrunnar. „Ég tel að slík hegðun sé meira í ætt við Grænfriðunga og Sea Shephard, sérstaklega í ljósi þess að hegðun bænda hefur ekkert breyst á þess- um tíma,“ segir Jón. Bændum fækkar „Æðarbændum er alltaf að fækka og hefur landsframleiðslan minnkað um 30 prósent á stuttum tíma aðal- lega af sökum vargs. Ef minkurinn kemst í varpland getur hann drepið tugi fugla enda er hann rándýr sem drepur ekki af nauðsyn heldur nátt- úru,“ segir Jón og bendir einnig á hvað íslenski haförninn getur verið mikil aflakló þrátt fyrir að vera heig- ull, eins og Jón orðaði það. „Sum- ir líta á haförninn sem konung dýr- anna á Íslandi, en ég lít á hann sem terrorista dýranna. Hann étur hvað sem er sem er, fugla og fiska, en rússneski haförninn étur til dæmis bara fisk,“ bendir Jón á. Jón telur að mikilvægast sé að ekki sé farið offari í dýravernd því mikilvægt sé að jafnvægi sé haldið í náttúrunni. „Engin ein tegund á að hafa yfirhöndina, eins og minkurinn hefur haft í áratugi, enda hefur hann eytt silungi í flestum lækjum lands- ins og mun að óbreyttu gera út af við æðarfuglinn“. Jón tók við búi af föður sínum, sem sjálfur stuðlaði að uppgangi arnarstofnsins og kom upp 25 ung- um. Æðardúnsframleiðsla á Íslandi veltir um 200 milljónum á ári og eru um 1,8 tonn af dún flutt út, og fer það nánast allt til Japans og Þýskalands. Hann safnar dúninum frá 80 bænd- um hér á landi og selur um 400 kíló. Æðarbændum fækkar og dúntekja hefur dregist saman að mestu leyti sökum ágangs vargs. Jón Sveinsson æðarbóndi er ósáttur við ágang arnar. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon HaförNiNN er skaðræðisdýr Jón Sveinsson æðarbóndi Ég lít á haförninn sem terror- ista íslenskrar náttúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.