Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Qupperneq 8
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 20078 Fréttir DV Verði tillögur Roberts Mugabe, for- seta Simbabve, að lögum verða öll erlend fyrirtæki í landinu skylduð til að afhenda ríkinu fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í fyrirtækj- unum. Stjórnvöld í landinu færu þá með meirihlutaeign í þeim og hefðu tögl og haldir í stjórn þeirra. Þessi aðferð til að rétta við bágan efnahag landsins hljómar fram- andi í eyrum erlendra sérfræðinga og ekki eru allir ráðherrar Muga- bes sammála honum um ágæti hennar. Lærir ekki af reynslunni Efnahagsástandið í Simbabve er ömurlegt um þessar mund- ir. Heimsmet eru sett í verðbólgu í hvert skipti sem hún er reiknuð og áttundi hver landsmaður er at- vinnulaus. Þannig var ástandið ekki áður en Mugabe hrakti hvíta bænd- ur af jörðum þeirra í kringum alda- mótin. Þá var landið stór útflytjandi landbúnaðarafurða en í dag er það háð innflutningi og matargjöfum frá hjálparstofnunum. Til dæm- is hafa stjórnvöld varað við brauð- skorti í haust þar sem kornuppskera verður langt undir þeim mörkum sem vonast var til að hún yrði. Samkvæmt frétt breska blaðs- ins The Guardian í gær óttast sér- fræðingar að nýju lögin um eignar- hald erlendra fyrirtækja muni hafa sömu afleiðingar. Þau muni fæla erlenda fjárfesta frá landinu sem er mjög slæmt á þessum tímapunkti þegar landið sárvantar erlendan gjaldeyri. Simbabve er fyrrverandi nýlenda Breta og eru mörg bresk fyrirtæki með starfsemi í landinu. Breski bankinn Barclays er með- al þeirra sem kynnu að verða fyr- ir barðinu á lögunum og eins tvö námufyrirtæki sem skráð eru í kauphöllinni í London. Haft hefur verið eftir Mugabe að öll fyrirtæki sem hefðu með dólgslegum hætti reynt að koma á stjórnarskiptum í landinu yrðu tekin eignarhaldi. Dauðadómur yfir fyrirtækjum Innlendur hagfræðingur sem rætt er við í grein blaðsins seg- ir tilgang Mugabes með lögun- um eingöngu vera þann að umb- una stuðningsmönnum sínum líkt og hann gerði þegar landbúnað- arjarðirnar voru teknar. Hann tel- ur að nýju lögin jafngildi því að þjófnaður yrði lögleiddur í land- inu og þetta verði til þess að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana. Und- ir það taka erlendir viðskiptamenn sem segja mikla hættu á spillingu og óskilvirkni í rekstri fyrirtækj- anna í kjölfar breytts eignarhalds. En samkvæmt nýju lögunum verð- ur meirihlutaeignin færð innfædd- um íbúum landsins sem eru stuðn- ingsmenn flokks Mugabes. Tillögur stjórnar forsetans koma hins veg- ar ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafa nokkur erlend fyrirtæki búið sig undir að eitthvað þessu líkt kynni að gerast. Hafa þau því dreg- ið úr starfsemi sinni jafnt og þétt síðustu ár. Í tilkynningu frá Barcl- ays á sunnudag segir að enn sé of snemmt að meta hvaða áhrif meint löggjöf kunni að hafa á starfsemi bankans í landinu. Um þúsund manns vinna hjá Barclays í Simb- RÍKIÐ VERÐI MEIRIHLUTAEIGANDI Í ÖLLUM ERLENDUM FYRIRTÆKJUM Nýjustu aðgerðir Roberts Mugabe, forseta Simbabve til að rétta við efna- hag landsins eru taldar hafa þveröfug áhrif. Efnahagsástandið versnar stöðugt og fjöldahandtökur stjórnarandstæðinga halda áfram. Stjórnin býr sig undir kosningar með því að stórefla lögregluna: Útibú Barclays-bankans Bankinn hyggst endurmeta umfang starfsemi sinnar í Simbabve verði ný lög um eignarhald erlendra fyrirtækja samþykkt í sumar. Robert Mugabe, forseti Simbabve Vill að stuðningsmenn sínir fái meirihlutaeign í öllum erlendum fyrirtækjum í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.