Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 12
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 200712 Sport DV 2 2 FYLKIR ÍA Mörk: Valur Fannar Gíslason, Christian Christiansen Mörk: Jón Vilhelm Ákason , Vjekoslav Svadumovic 7 6 6 8 3 7 6 5 7 8 7 14 4 2 4 3 2 1 Fjalar Þorgeirsson Kristján Valdimarsson Guðni Rúnar Helgason Ólafur Stígsson (84.) Peter Gravesen Haukur Ingi Guðnason (79.) Víðir Leifsson David Hannah Halldór Arnar Hilmisson Christian Christiansen Valur Fannar Gíslason Páll Gísli Jónsson Árni Guðmundsson Bjarni Guðjónsson Heimir Einarsson Helgi Pétur Magnússon (65.) Ellert Jón Björnsson Andri Júlíusson (56.) Jón Vilhelm Ákason Guðmundur Guðjónsson (56.) Dario Cingel Vjekoslav Svadumovic TÖLFRÆÐI SKOT Á MARKIÐ SKOT AÐ MARKI SKOT VARIN UNNAR HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 15 4 2 8 1 2 0 7 5 6 6 6 6 5 7 6 6 8 VARAMENN: (79.) Albert Ingason -, (84.) Páll Einarsson VARAMENN: (56.) Ragnar Leósson 6, Gísli Brynjarsson 6, (66.) Kári Steinn Reynisson 6 Dómari: Kristinn Jakobsson - 8 Áhorfendur: 1207 MAÐUR LEIKSINS: Ólafur Stígsson Fjalar Páll Víðir Hannah Kristján Guðni HalldórValur FannarÓlafurGravesen Haukur Ingi Christiansen Árni Cingel Heimir Ellert Jón Jón Vilhelm Helgi Bjarni Guðmundur Svadumovic Andri Leikur Fylkis og ÍA, í Árbænum í gær, var fjörugur og bauð upp á mikla skemmtun fyrir áhorfend- ur. Aðstæður til þess að leika knatt- spyrnu voru afskaplega góðar, 14 gráðu hiti, sólskin og hægur vindur. Skagamenn komu ákveðnir til leiks og höfðu frumkvæði fyrstu mín- útur leiksins. Liðin áttu í vandræð- um með að brjótast í gegnum varnir mótherjana enda þéttur varnarleikur í fyrir rúmi og það var í raun ekki fyrr en á 20 mínútu leiksins sem virkilegt fjör færðis í hann. Þá gaf Fylkismað- urinn Peter Gravesen Skagamannin- um Ellert Jóni Björnssyni olnboga- skot í baráttu um boltann og Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, átti ekki annars úrkosta en að senda hann af velli með rautt spjald. Við þetta opn- aðist leikurinn töluvert og bæði lið áttu ágætis sóknir sem hefðu getað endað með mörkum. Á 37. mínútu leiksins dró svo til tíðinda. Nýr leikmaður ÍA, sóknar- maðurinn Vjekoslav Svadumovic, fékk þá boltann í vítateig Fylkis og lagði boltann laglega fyrir Jón Vil- helm Ákason sem kom Skagamönn- um yfir með góðu skoti hægra meg- in úr vítateignum. Fast skot ofarlega í hornið fjær sem Fjalar Þorgeirsson átti litla möguleika í. Mínútu síðar komst Fylkismaður- inn Haukur Ingi Guðnason í dauða- færi er hann slapp einn inn fyrir vörn ÍA en skot hans hafnaði rétt fram hjá stönginni vinstra megin. Hauk- ur hefði mátt vera vera óeigingjarn- ari í þetta skiptið, því samherji hans Christian Christiansen var einn á auðum sjó fyrir opnu marki ÍA. Á 42. mínútu jöfnuðu heima- menn. Þar var að verki Valur Fannar Gíslason með góðu skoti utan úr miðjum teig ÍA. Heiðurinn af þessu marki átti Halldór Arnar Hilmirsson sem lék á tvo Skagamenn í vinstra horni vallarins og sendi svo boltann út á Val Fannar sem var einn á auð- um sjó. Undir lok hálfleiksins rákust Fylkismaðurinn Halldór Arnar og Skagamaðurinn Helgi Pétur Magn- ússon saman og þurftu báðir að yf- irgefa völlinn vegna meiðsla sinna. Fylkismenn skiptu þá Mads Bei- erholm inn fyrir Halldór sem fór á sjúkrahús en Helgi sem fékk skurð undir hökuna var plástraður í hálf- leik og kom aftur til leiks. Fyrri hálfleikur rann sitt skeið og jafnt á komið með liðunum 1-1. Það var verðskulduð staða því Fylk- ismenn börðust eins og ljón, héldu bolta vel og voru áræðnir í sínum aðgerðum. Skagamenn voru hins- vega í vandræðum með að skapa sér góð færi þrátt fyrir að vera leik- manni fleiri. Síðari hálfleikur reyndist hin besta skemmtun. Liðin skiptust á að sækja og Fylkismenn gáfu ekk- ert eftir. Það var varla hægt að sjá marktækan mun á liðunum þrátt fyrir rauða spjaldið. Á 57. mínútu ákvað Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, að gera breytingu á liði sínu. Þeir Gísli Freyr Brynjarsson og Ragn- ar Leósson komu þá í stað Guð- mundar Böðvars Guðjónssonar og Andra Júlíussonar. Á 65. mínútu kom svo Kári Steinn Reynisson inn í stað Helga Péturs Magnússonar og ÍA búið með allar sínar skiptingar. Þessar breytingar reyndust Skaga- mönnum vel. Sóknarleikur liðsins varð snarpari og pressan á heima- mönnum jókst töluvert. Á 71. mínútu fengu Skagamenn auka- spyrnu um það bil 30 metrum fyrir framan mark Fylkis. Bjarni Eggert Guðjónsson, fyrirliði ÍA, tók spyrn- una og boltinn barst til Svadumovic sem skoraði með föstu skoti í slánna og inn. Óverjandi fyrir Fjalar mark- vörð Fylkismanna. Á 82.mínútu skoraði Christiansen frábært mark fyrir Fylki eftir að hafa leikið laglega á vörn ÍA. Christiansen lagði boltann í hægra horn Skagamarksins, fram hjá Páli Gísla Jónssyni markverði. Í uppbótartíma slapp Christians- en einn inn fyrir vörn ÍA og átti að- eins eftir að mæta Páli markverði þegar hann var felldur í vítateig ÍA. Góður dómari leiksins dæmdi rétti- lega vítaspyrnu og skyndilega áttu heimamenn góða möguleika á öll- um stigunum þrem. Það var David Hannah sem fékk það hlutverk að taka spyrnuna. Páll Gísli varði frekar slaka vítaspyrnu Hannah, sem sendi boltan frekar laust á mitt mark ÍA. 2-2 jafntefli staðreynd og verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit, þar sem Skagamönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn í þær 70. mínútur sem þeir voru fleiri. Fylkis- liðið fær marga plúsa fyrir leik sinn í dag. Liðið virkaði mjög þétt í gær og greinilegt að liðið nýtur góðs af reynslu miklum leikmönnum sín- um. Miðjumenn liðsins, þeir Ólaf- ur Stígsson og Valur Fannar Gísla- son, höfðu góða stjórn á leik liðsins og voru bestu menn vallarins í gær. Varnarleikur Fylkis virkar sterkur þrátt fyrir að þeir hafi fengið á sig tvö mörk í þessum leik og haldi Fylkis- menn öllum sínum leikmönnum innan vallar í næstu leikjum, verða þeir að teljast líklegir til afreka. Hið unga lið ÍA virðist enn vanta aðeins upp á sjálfstraust til að klára leiki sína. Leikmenn liðsins virka frískir og dugnaðurinn er vissulega til staðar. Takist Guðjóni að berja meira sjálfstrausti í liðið er ljóst að ekki verður langt að bíða fyrsta sigurs þeirra í sumar. Liðinu hefur borist liðsstyrkur í tveim Króötum sem eru nýkomnir til liðsins og fóru beint í byrjunarliðið. Svadumovic virkaði vel í framlínu liðsins, skor- aði eitt mark og lagði hitt upp. Dar- io Cingel stóð sig ágætlega í vörn liðsins og ætti að vera mikill styrkur fyrir liðið þegar honum hefur tekist að stillt saman strengi sína við aðra leikmenn liðsins. Leifur þjálfari Fylkis var að von- um ánægður með leik liðsins í gær, „Við vorum einum færri í 70. mínútur af 90 og vorum samt sem áður betra liðið á vellinum. Spiluðum boltan- um oft á tíðum mjög vel á milli okk- ar og opnuðum Skagavörnina hvað eftir annað. Ég afskaplega sáttur við mína menn, það vinnulag sem var í gangi og þá baráttu sem þeir sýndu. Þeir voru frábæir dag”. Aðspurður um framhaldið þá er Leifur nokkuð bjartsýnn. “Mitt lið er þannig saman sett að menn eru tilbúnir að vinna hver fyrir annan, það skiptir ekki máli hver er inná það eru allir að vinna þetta saman. Sú samstaða og vinna sem einkennir liðið sást ber- lega í dag og ég get lofað þér að þetta lið leggur sig alltaf fram í verkefnin“, sagði Leifur að lokum. Guðjón þjálfari ÍA var ekki nógu sáttur við eitt stig í Árbæn- um í gær, „Við vorum í stöðu til að vinna þennan leik en náum ekki að klára það. Það eru ákveðnar stöð- ur í leiknum sem við hefðum get- að unnið betur úr og ég tel að þegar við erum manni fleiri í þetta lang- an tíma þá verðum við að vinna betur úr því en við gerðum. Fylkis- menn brugðust mjög vel við þeg- ar þeir misstu Gravesen útaf, börð- ust af krafti og lögðu mikla vinnu í leikinn. Þeir eiga hrós skilið. En af sama skapi vorum við allt of fum- kenndir í okkar aðgerðum og vor- um ekki nógu markvissir í uppspil- inu“. Aðspurður um nýju leikmenn liðsins sagðist Guðjón vera nokkuð sáttur við þá, „Það tekur þá þrjá til fjóra leiki að komast inn í þetta og það var ekki eftir neinu að bíða með að tefla þeim fram. Við eigum góða daga framundan sem við getum æft vel og stillt saman strengi okkar. Ég er alveg klár á að þeir eiga eftir að vaxa og dafna hjá okkur. Það er mikil vinna framundan og við þurfum að leggja mikið á okkur“, sagði Guðjón að lokum. Kristinn Guðmundsson Skagamenn fengu stig í Árbæ þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Fylki á 40 ára afmæli Fylkis. Heimamenn klúðr- uðu vítaspyrnu undir lokinn Páll Gísli hetja ÍA Hetjan Páll gísli Jónsson var hetja skagamanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.