Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Side 13
HK heimsótti Keflavík í gær í blíðuna í Bítlabænum. Aðstæður voru góðar til að leika fína knattspyrnu þótt völl- urinn hafi mátt vera betri. HK sótti þó ekki gull í greypar Keflvíkinga því heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik. HK byrjaði þó leikinn af miklum krafti og það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið leiksins á 4. mínútu. Eft- ir baráttu í teig Keflvíkinga skallaði Þórður Birgisson fyrir fætur Kristj- áns Ara Halldórssonar sem skaut en Ómar Jóhannsson, markvörður Kefl- víkinga, sá við honum og varði. Kristján Ari var aftur á ferðinni á 17. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skot hans að þessu sinni fór yfir mark Kefl- víkinga. Fyrsta marktilraun Keflvíkinga leit dagsins ljós á 26. mínútu þegar Jónas Guðni Sævarsson lék laglega á varn- armann HK og skaut af um 25 metra færi en boltinn hafnaði í stöng HK marksins og gestirnir gátu andað létt- ar. HK nýtti ekki færin Tveimur mínútum síðar skoruðu Keflvíkingar svo fyrsta markið. Baldur Sigurðsson átti þá frábæra sendingu á Færeyinginn Símun Eiler Samuelsen sem lék á Stefán Jóhann Eggertsson, varnarmann HK, sendi laglega send- ingu beint á kollinn á Þórarni Kristj- ánssyni sem var einn á auðum sjó og skallaði í markið. 1-0 fyrir Keflavík og HK gat nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki nýtt færin í upphafi leiks. Við þetta róaðist leikurinn örlítið og fátt markvert gerðist næstu mínút- urnar. Það var ekki fyrr en á 42. mín- útu að Keflavík skapaði sér næsta færi. Aðdragandinn að því færi var mjög svipaðu markinu en þá átti Hallgrím- ur Jónasson laglega sendingu á Sím- un sem sendi boltann beint fyrir fæt- ur Þórarins en skot hans var slakt að auðveldlega varið af Gunnleifi Gunn- leifssyni, markverði HK. Þórarinn var aftur á ferðinni tveim- ur mínútum síðar þegar hann skallaði rétt framhjá marki HK. 1-0 var staðan í hálfleik og enn möguleiki fyrir HK að fá eitthvað út úr leiknum. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. Keflvíkingar voru lengi í gang og það voru gestirnir í HK sem fengu hættulegri færi á upphafsmínútun- um. Og aftur var það Kristján Ari sem fékk færi til að skora. Á 49. mínútu fékk hann góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna frá Jóni Þorgrími Stefánssyni og skot hans fór framhjá úr góðu færi. Þremur mínútum síðar fengu HK líklega sitt besta færi í leiknum. Jón Þorgrímur átti þá aftur sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur, nú á Almir Cosic sem fór illa með algjört dauðafæri og skaut framhjá. Ómar gerði hins vegar vel í marki Keflavíkur og lokaði mark- inu. Rothöggið kom svo á 60. mínútu. Branislav Milicevic átti þá sendingu inn á vítateig HK, Baldur skallaði fyrir fætur Símun sem skoraði með því að skjóta á milli fóta Gunnleifs í markinu. 2-0 og nú voru Keflvíkingar komnir með yfirhöndina í leiknum. Þórarinn Kristjánsson lagði upp næsta færi sem kom á 66. mínútu. Hann lék þá laglega upp að endalínu, sendi boltann út í teiginn á Svíann Marko Kotilainen sem skaut rétt yfir mark HK. Fimm mínútum síðar komst Guð- mundur Steinarsson, sem hóf leik- inn á varamannabekknum, einn gegn Gunnleifi en markvörðurinn knái sá við honum og varði. En Guðmundur var ekki búinn að segja sitt síðasta í þessum leik. Á 76. mínútu átti Jónas Guðni sendingu út til vinstri á Símun sem lék laglega á Calum Bett, skaut að marki en Gunn- leifur varði. Það var hins vegar marka- hrókurinn Guðmundur Steinarsson sem hirti frákastið og innsiglaði sigur heimamanna með þriðja markinu. 3-0 og heimamenn gátu andað léttar. Eftir það reyndu HK að sækja en sóknir þeirra runnu út í sandinn, yfirleitt eftir slaka sendingu fram á sóknarmennina sem fengu litla hjálp. Símun bestur á vellinum Keflvíkingar léku á köflum skín- andi fínan sóknarleik og sýndu að þegar sá gállinn er á þeim er erfitt að stoppa þá. HK-menn hafa nú fengið sjö mörk á sig í síðustu tveimur leikj- um og ljóst að slík frammistaða mun ekki hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt því þeir fengu svo sannarlega færi til að skora bæði í upphafi fyrri hálfleiks og síðari hálfleiks. En þeim var illilega refsað af sprækum Keflvík- ingum. Símun Eiler Samuelsen var mað- ur leiksins en hann sýndi oft á tíðum skemmtileg tilþrif og lék Stefán Jó- hann Eggertsson, varnarmann HK, sundur og saman hvað eftir annað í leiknum. Kristján Guðmundsson, þjálf- ari Keflvíkinga, hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna í gær því Derby County, lið hans í enska boltanum, tryggði sér sæti úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og lærisveinar hans í Keflavík kórónuðu svo daginn fyrir hann með góðum sigri. Hann sagði að þetta gæti varla ver- ið betra. „Ekki í dag allavega. Og við héldum líka hreinu. Við settum það upp fyrir leikinn. Það var eitt af mark- miðunum í þessum leik að ná að halda markinu okkar hreina. Það tókst og það var mikilvægt,“ sagði Kristján en Keflavík fékk á sig tvö mörk í leiknum á undan, gegn Breiðabliki í Kópavogi. Hann var þó ekki alltof sáttur við spilamennsku Keflavíkurliðsins í heildina séð í gær. „Ég er ánægð- ur með hana á köflum. HK spilaði þokkalega vel á móti okkur og olli okkur erfiðleikum á ákveðnum svæð- um á vellinum. Þeir fengu sín færi en það vantaði kannski reynsluna í að klára færin. Það var mjög mikilvægt að skora á undan.“ Kristján bætti við að örlítil þreyta væri í sínum mönnum eftir leikjatörn- ina sem hefur verið að undanförnu. „Það örlar á smá þreytu og við höfum ekkert verið að slá mikið af á æfingum milli leikja. Þeir hafa talað um að það sé smá þreyta,“ sagði Krisján. Jónas Guðni Sævarsson, miðju- maður Keflavíkur, var ekki sáttur með spilamennsku liðsins þrátt fyr- ir góðan sigur. „Þetta gekk ekki alveg eins og við ætluðum. En við lögðum upp fyrir leikinn að halda hreinu og vinna leikinn. Og við náðum því. Við erum auðvitað mjög sáttir við þrjú stig. Við vorum bara heppnir að fá ekki á okkur mark eftir fimm mínútna leik. Ómar varði vel og smám sam- an hrukkum við í gang. Síðan eftir svona 20 mínútna leik hleyptum við þeim ekkert inn í leikinn,“ sagði Jónas Guðni eftir leikinn. DV Sport ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 13 3 0 KEFLAVÍK HK Mörk: Þórarinn Brynjar Kristjánsson (28.), Símun Samuelsen (60.), Guðmundur Steinarsson (76.) 7 7 7 7 8 4 9 8 7 7 6 9 13 2 4 3 1 Ómar Jóhannsson Guðmundur Viðar Mete Guðjón Árni Antoníusson Jónas Guðni Sævarsson Þórarinn Kristjánsson (73.) Einar Einarsson (46.) Símun Eiler Samuelsen (85.) Baldur Sigurðsson Marco Kotilainen Hallgrímur Jónasson Branislav Milicevic BGunnleifur Gunnleifsson Stefán Eggertsson (73.) Ásgrímur Albertsson Finnbogi Llorenz Davíð Magnússon Almir Cosic Rúnar Sigmundsson (52.) Jón Þ. Stefánsson Eyþór Guðnason Kristján Ari Halldórsson Þórður Birgisson (68.) TÖLFRÆÐI SKOT Á MARKIÐ SKOT AÐ MARKI SKOT VARIN UNNAR HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 2 9 5 4 8 2 7 3 5 6 5 5 6 6 5 7 4 VARAMENN: (46.) Guðmundur Steinarsson 7, Stefán Arnarson -, Ingvi Guðmundsson - VARAMENN: (52.) Bjarki Sigvaldason 5, (68.) Ólafur Júlí- usson 5, Calum Bett - Dómari: Eyjólfur M Kristinsson - 8 Áhorfendur: 1849 MAÐUR LEIKSINS: Símún Samuelsen Ómar Gunnleifur GuðjónHallgrímurGuðmundur MeteBranislav Símún Jónas Guðni Baldur KotilainenÞórarinn Einar Stefán Ásgrímur Finnbogi Davíð Kristján Ari FinnurRúnar Páll Jón Þorgrímur Eyþór Þórður Keflavík sýndi mátt sinn og meginn á köflum í gær þegar liðið lagði nýliða HK að velli 3-0. Keflavík náði þar með að halda hreinu í fyrsta sinn í sumar en HK hefur fengið á sig sjö mörk í tveimur leikum. LéttLeikandi kefLvíkingar Lögðu Hk Bjargvætturinn Þórarinn Kristjánsson hefur skorað þau nokkur mörkin á Keflavíkur velli. dagur Sveinn dagBjartSSon blaðamaður skrifar: dagur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.