Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 22
Síðasta fimmtudag var heil um- ferð í Landsbankadeild karla. Íslands- meistarar FH héldu áfram á sigurbraut og tóku nýliða HK í kennslustund í Kaplakrikanum. Boðið var upp á stór- leik á Laugardalsvelli þar sem Reykja- víkurveldin Valur og KR áttust við. Þar voru það Hlíðarendapiltar sem fögn- uðu sigri en bæði mörk liðsins skor- aði Helgi Sigurðsson. Valur Fannar Gíslason var hetja Fylkis sem lagði Víking að velli en hinir leikirnir fóru báðir 2-2. DV hefur valið úrvalslið umferð- arinnar og kemur ekki á óvart að þar eru FH-ingar fyrirferðamiklir. Aðeins þrjú lið eiga fulltrúa í úrvalsliðinu að þessu sinni. Alls eru sjö FH-ingar í liðinu, Valsmenn eiga þrjá leikmenn og þá kemur einn frá ÍA. Markvörður Daði Lárusson (FH): Varamarkvörður íslenska lands- liðsins var traustur þegar FH rúll- aði yfir HK-inga og hélt hreinu. Daði fékk þrjú mörk á sig í fyrstu þremur umferðunum. Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson (Valur): Birkir er einn af okkar efnilegustu knattspyrnumönnum og fagnaði hann sæti í A-landsliðinu með góð- um varnarleik gegn KR-ingum og þá var hann einnig sprækur þegar hann tók þátt í sóknarleiknum. Sverrir Garðarsson (FH): Er kominn aftur í FH-liðið eftir erfið meiðsli og er ekki að sjá á hon- um að hann hafi verið lengi frá. Spil- ar fullur sjálfstrausts og er öryggið uppmálað. Tommy Nielsen (FH): Daninn sterki heldur áfram að spila lykilhlutverk með Íslands- meisturunum. HK-ingar áttu erfitt uppdráttar gegn honum. Freyr Bjarnason (FH): Freyr stendur alltaf fyrir sínu og það sama var uppi á teningnum gegn HK-ingum. Freyr er ótrúlega stöðug- ur leikmaður og bregst sjaldan. Miðjumenn: Baldur Aðalsteinsson (Valur): Baldur kemur vel út í nýrri stöðu sem djúpur miðjumaður. Hann braut niður margar sóknarlotur KR- inga og var öflugur í loftinu. Davíð Þór Viðarsson (FH): Davíð er oft vanmetinn en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í FH-liðinu og átti hann miðjuna í leiknum gegn HK. Jón Vilhelm Ákason (ÍA): Ungur leikmaður sem stóð sig frá- bærlega með Skagamönnum gegn Fram á fimmtudag. Var arkitektinn á bak við sóknir heimamanna. Sóknarmenn: Arnar Gunnlaugsson (FH): Arnar hefur farið feikilega vel af stað með FH-ingum. Þessi frábæri fótboltamaður er í fantaformi og smellpassar inn í Hafnarfjarðarliðið. Tryggvi Guðmundsson (FH): Skoraði tvö mörk fyrir Íslands- meistarana gegn HK. Fór oft illa með varnarmenn HK í leiknum. Helgi Sigurðsson (Valur): Sýndi hvers hann er megnugur gegn KR. Skoraði bæði mörk Vals- manna en hann var sífellt ógnandi í fremstu víglínu. ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 200722 Sport DV Fjórðu umferð Landsbankadeildarinnar lýkur í kvöld: Íslandsmeistararnir fara í Laugardal Fjórðu umferð Landsbankadeild- ar karla lýkur í kvöld þegar Fram og FH eigast við í Laugardalnum. Viður- eignir þessara tveggja liða hafa verið stórskemmtilegar í gegnum tíðina og vonandi verður engin undantekning á því í kvöld. Garðar Örn Hinriksson mun dæma leikinn en hann hefst klukkan 20 á þjóðarleikvangnum. Sjónvarpsstöðin Sýn mun verða með leikinn í beinni. Íslandsmeistarar FH hafa unn- ið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa og áttu ekki í vandræðum með að leggja HK að velli í síðustu viku. Þeir mæta hinum nýliðum deildarinnar í kvöld. Safamýrarlið- ið hefur gert jafntefli í tveimur af þremur leikjum sínum til þessa og eru því í leit að fyrsta sigurleiknum. Það eru þó ekki margir sem reikna með því að hann finnist í kvöld. Síðast mættust þessi lið í Íslands- mótinu 2005 en þeim leik vilja Fram- arar líklega gleyma. Liðin mættust í lokaumferðinni á Laugardalsvellin- um og vann FH 5-1 sigur. Framarar féllu í kjölfarið. FH vann 3-1 þegar liðin léku í Kaplakrikanum það ár en hins vegar náði Fram sigri þegar lið- in mættust í bikarkeppninni. Í dag eru tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, sem hafa leikið með hinu liðinu. Í Fram er það Jónas Grani Garðarsson, sem lék með FH 2000-2004, en hann gerði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Fram í síð- ustu umferð. Meðal FH-inga er Sig- urvin Ólafsson sem lék með Fram seint á síðustu öld. Hann lék með Fram í 2 ár og svo KR en skipti í FH 2006. Mætir fyrrverandi samherjum Jónas grani garðarsson verður í eldlínunni með Fram í kvöld. ÚRVALSLIÐ 3. UMFERÐAR Í LANDSBANKADEILD KARLA Daði Lárusson Freyr Bjarnason Sverrir Garðarsson Tommy Nilsen Davíð Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Arnar Gunnlaugsson Jón Vilhelm Ákason Baldur Aðalsteinsson Birkir Sævarsson Helgi Sigurðsson LIÐ ÞRIÐJU UMFERÐAR DV VALUR 3, FH 7 OG ÍA 1 Kominn aftur Sverrir garðarsson er kominn aftur eftir meiðsli og hefur leikið vel. Í nýrri stöðu Baldur aðalsteinsson fann sig vel í leik Vals og KR. ÚRSLIt LEIKjA og EINKUNNAgjöF Í 3. UMFERÐ LANDSBANKADEILDARINNAR BreiðaBliK - KeflaVÍK 2-2 Kristján Óli Sigurðsson, Magnús Páll gunnarsson - Marco Kotilainen, guðjón Árni antoníusson. lið Breiðabliks: Hjörvar Hafliðason 6, Árni Kristinn gunnarsson 5, guðmann Þórisson 5, Srdjan gasic 6, Kristján Óli Sigurðsson 7 (gunnar Örn Jónsson 5), arnar grétarsson 7, Magnús Páll gunnarsson 8, Olgeir Sigurgeirsson 6, Ellert Hreinsson 5 (Steinþór Freyr Þorsteinsson 6), Nenad Zivanovic 6. lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson 6, guðmundur Mete 6, guðjón Árni antoníusson 6, Jónas guðni Sævarsson 6 (Ingvi Rafn guðmundsson 6), Nicolai Jörgensen 5, guðmundur Steinarsson 5 (Þórarinn Brynjar Kristjánsson 5), Simun Samuelsen 6, Marko Kotilainen 7, Hallgrímur Jónasson 6, Branislav Miliceviv 7. Valur - Kr 2-1 Helgi Sigurðsson 2 - guðmundur Reynir gunnarsson. lið Vals: Kjartan Sturluson 6, Rene Carlsen 7, atli Sveinn Þórarinsson 7, Barry Smith 7, Birkir Már Sævarsson 7, Sigurbjörn Hreiðarsson 6 (dennis Bo Mortensen 5), Baldur aðalsteinsson 8, Pálmi Rafn Pálmason 6, Baldur Bett 5, guðmundur Benediktsson 5 (Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6), Helgi Sigurðsson 9. lið Kr: Kristján Finnbogason 6, Skúli Jón Friðgeirsson 4, Tryggvi Bjarnason 4 (Rúnar Kristinsson 6), gunnlaugur Jónsson 6, Ágúst gylfason 3, Pétur Marteinsson 6, Bjarnólfur Lárusson 5, grétar Hjartarson 5, Sigmundur Kristjánsson 4, guðmundur Reynir gunnarsson 6, Björgólfur Takefusa 6. Ía - fraM 2-2 Árni Thor guðmundsson, gísli Freyr Brynjarsson - Jónas grani garðarsson, Ívar Björnsson. lið Ía: Páll gísli Jónsson 5, Árni Thor guðmundsson 6, guðjón Heiðar Sveinsson 4, Heimir Einarsson 5, Helgi Pétur Magnússon 4, Ellert Jón Björnsson 5, andri Júlíusson 4 (gísli Freyr Brynjarsson 6), Kári Steinn Reynisson 6, Jón Vilhelm Ákason 7, Björn Bergmann Sigurðarson 4, guðmund- ur Böðvar guðjónsson 4. lið fram: Hannes Þór Halldórsson 5, Óðinn Árnason 4, Eggert Stefánsson 5, Reynir Leósson 5, daði guðmundsson 4, Jónas grani garðarsson 6, Hjálmar Þórarinsson 4 (alexander Steen 5), Patrik Redo 4, Hans Mathiesen 5, Igor Pesic 4 (Ingvar Ólason 7), Ívar Björnsson 6. VÍKingur - fylKir 0-1 Valur Fannar gíslason. lið Víkings: Magnús Þór Magnússon 5, Jón guðbrandsson 3, grétar Sigfinnur Sigurðarson 6, Valur Úlfarsson 6, Hörður Sigurjón Bjarnason 6, Jón Björgvin Hermannsson 5, Jökull Elísabetarson 6, Sinisa Kekic 5, Stefán Kári Sveinbjörnsson 5, gunnar Kristjánsson 5, Egill atlason 4. lið fylkis: Fjalar Þorgeirsson 5, guðni Rúnar Helgason 4, Kristján Valdimarsson 6, david Hannah 6, Víðir Leifsson 5, Peter gravesen 6, Valur Fannar gíslason 6, Ólafur Stígsson 6 (Páll Einarsson 5), Halldór arnar Hilmisson 5, Christian Christiansen 4, Haukur Ingi guðnason 4. fH - HK 4-0 Tryggvi guðmundsson 2, Matthías guðmundsson, arnar gunnlaugsson. lið fH: daði Lárusson 7, guðmundur Sævarsson 7, Tommy Nielsen 8, Sverrir garðarsson 8, Freyr Bjarnason 8, davíð Þór Viðarsson 8, Sigurvin Ólafsson 6, Bjarki gunnlaugsson 6 (Ásgeir gunnar Ásgeirsson 7), Tryggvi guðmundsson 9, Matthías guðmundsson 7, arnar gunnlaugsson 8. lið HK: gunnleifur gunnleifsson 6, davíð Magnússon 3, Finnbogi Llorenz 4, Ásgrímur albertsson 3, Stefán Eggertsson 5, Rúnar Sigmundsson 6, almir Cosic 5, Ólafur Júlíusson 4, Finnur Ólafsson 4, Kristján ari Halldórsson 6, Jón Þorgrímur Stefánsson 5, Oliver Jaeger 3 (Þórður Birgisson 5).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.