Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Side 7
DV Fréttir miðvikudagur 30. maí 2007 7 BÍLSTJÓRAR SKIKKAÐIR TIL AÐ SÆKJA NÁMSKEIÐ breytingar á reglugerðinni. Þetta er alls ekki aðlaðandi fyrir stéttina. Ég er alveg viss um það að menn hugsa sig tvisvar um ef þeir eru skikkaðir á eitthvað námskeið og er sannfærð- ur um að þetta muni fæla frá,“ segir Valdimar. „Ég hef trú á því að þetta sé aðeins til þess fallið að valda enn frekari vandræðum í stéttinni. Ég óttast að þetta verði frekar til þess að fæla íslenska bílstjóra frá og fjölga erlendum bílstjórum. Þeir hugsanlega standa frekar í þessu. Ég er viss um að menn nenni ekki að sækja endalaus námskeið. Það er bara ekki á vandræðin í stétt- inni bætandi og því líst mér ekkert á þetta.“ Þrátt fyrir tilraunir fengust ekki svör frá Umferðarstofu vegna breyt- inganna. Tveir menn sýknaðir af ákæru um fíkniefnasmygl: Missti vitið og var sýknaður Tveir menn voru sýknaðir fyrir að smygla inn tæplega 800 alsælutöflum til Íslands frá Hollandi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Annar maðurinn sagði að sér hefði verið hótað lífláti myndi hann ekki taka við pakkan- um sem sendur var frá Hollandi. Þá sýndi hann geðrofaeinkenni í gæslu- varðhaldi og vildi meina að einhver hefði borað inn í höfuðið á sér og komið þar fyrir tæki. Það var síðasta haust sem tollur- inn í Hollandi stoppaði pakkasend- ingu til Íslands. Í pakkanum reyndust vera tvö tímarit og 800 alsælutöflur. Samkvæmt dómsorði voru töflurnar í sterkara lagi. Fíkniefnalögreglan á Íslandi skipti út töflunum og setti gervi- efni í staðinn. Pakkinn var sendur á heimili hins ákærða. Svo kom ann- ar maður sem átti að sækja send- inguna. Hann varð var við að búið var að eiga við sendinguna. Hann flúði þá húsið og var handtekinn um leið. Maðurinn sem sendingin var send til var úrskurðaður í gæslu- varðhald. Við yfirheyrslur neitaði hann sakargiftum sterklega. Skyndi- lega hélt hann því fram að einhver væri búinn að bora inn í höfuð sitt. Hann vildi meina að sá hinn sami og boraði inn í höfuðið hefði kom- ið þar fyrir einhvers konar tæki sem olli minnisleysi. Lögreglan kallaði á geðlækni í kjölfarið. Maðurinn reyndist sakhæfur en hann sýndi samt einkenni um geðrofa á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Í héraðsdómi segir að ekki hafi verið hægt að sakfella mennina fyrir innflutninginn þar sem ekki þótti sannað að þeir hefðu skipu- lagt hann. Þá var ekki hægt að sýna með óyggjandi hætti að þeir hafi haft hugmynd um hvað væri í pakk- anum. Voru þeir því sýknaðir. Máls- kostnaður upp á sjöhundruð þús- und krónur fellur á ríkissjóð. valur@dv.is Sýknaður í héraði maður missti vitið í gæsluvarðhaldi og hélt því fram að mað- ur hefði borað inn í höfuðið á honum. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra og að á sumarþingi verði lögð áhersla á þau mál sem þar eru tilgreind. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, telur mál ríkisstjórn- arinnar harðsoðin HARÐSOÐIÐ SUMARÞING Alþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti eftir kosningar. Formenn stjórnarflokkanna funduðu í gær með formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna um skipulag sumarþings. Þar var farið yfir hvernig þinghaldið verður. Greinilega samið jafnóðum Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að sér sé ekkert að vanbúnaði til að mæta til þings. „Ég held að það sé frek- ar ríkisstjórn- in sem er með sín mál dálít- ið harðsoðin, og í ein- hverjum mæli virðast stjórnarflokk- arnir vera að, eða eiga eftir að, semja um nánari útfærslu á þessu. Stjórn- arsáttmálinn er nú, eins og kunnugt er, mjög almennt orðaður, ekki mjög skýr eða handfastur, þannig að það er greinilega verið að semja þessa hluti jafnóðum.“ Steingrímur lætur engan bilbug á sér finna. „Við tökum á móti stefnuræðu forsætisráðherra sem verður flutt hér á fyrsta kvöldi, tökum þátt í þeim umræðum að sjálfsögðu og tökumst þar á við stjórnarstefn- una í fyrsta sinn.“ Líst ekki á sameiningu ráðuneyta Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segist hlakka til að takast á við nýja ríkisstjórn. „Ég held að hún sé innbyrðis veik þrátt fyrir þennan mikla mannfjölda. Ég er auð- vitað mjög efins um að allt það sem í bakherbergjunum liggur í handa- bandi þeirra Geirs og Ingibjargar sé orðið þingflokkum þeirra ljóst. Þess vegna verður þetta mun óljósara þing en ég bjóst við sem er fram undan.“ Á sumarþinginu hyggst ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um ráðuneyti þar sem verk- efni færast á milli. „Hér hefur lengi verið umræða um eitt atvinnuvegaráðuneyti,“ segir Guðni, „Landbúnaður og sjávarút- vegur eru auðvitað okkar grunnat- vinnuvegir í gegnum aldir og eru þýð- ingarmiklir enn, þannig að í sjálfu sér geta þeir farið saman. Það sem mér þykir auðvitað verst í því er að það eigi að taka af landbúnaðinum, að mér heyrist, hvað landgræðslu og skógrækt varðar. Ég trúi því reyndar ekki því þetta eru framkvæmdastofn- anir sem hljóta að vera undir land- búnaðarráðuneyti og eiga að vera þar. Mér líst ekki á þessa sameiningu en ég verð auðvitað að taka þeim rökum að ég ræð ekki ferðinni. “ Stjórnarsáttmálinn skýr Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, kom af fundinum ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, formanni Samfylkingarinnar, en þau höfðu haldið fundinum áfram í um hálfa aðra klukkustund án for- manna hinna þingflokkanna. „Við gerðum stjórnarandstöð- unni grein fyrir okkar hugmynd- um hvað sumarþingið varð- ar, þannig að þeir viti svona nokkuð hvað við erum að hugsa,“segir Geir, „Stjórnar- sáttmálinn er skýr og frek- ar hefðbundinn miðað við þess háttar skjöl undan- farinna ára: það er margt afgerandi í honum. Þau mál sem við höfum í hyggju að leggja áherslu á koma auð- vitað upp úr stefnuyfirlýsingunni, það eru breytingar á stjórnarráðslög- um, þingsályktun um aðgerðaáætl- un varðandi börn og ungmenni, og hugsanlega málefni aldraðra.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylking- arinnar, lét það eitt uppi um fund sinn með Geir að þetta hafi verið „almennt spjall“. Flokksformenn funda Forsætisráð- herra segir stjórnarflokkana ætla að leggja áherslu á aðgerðaáætlun um börn og ungmenni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Segir stjórnarsáttmálann óskýran. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks Er efins um það sem rætt er í bakherbergjunum. ERLA HLYNSDÓTTIR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Mér líst ekki á þessa sameiningu en ég verð auðvitað að taka þeim rökum að ég ræð ekki ferðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.