Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Síða 8
miðvikudagur 30. maí 20078 Fréttir DV
Giftingum hefur fjölgað hlutfalls-
lega undanfarna áratugi en fjöldi
skilnaða staðið í stað á sama tíma.
Í fyrra gekk 1.681 par í hjónaband
en 498 hjón skildu. Fólk er líka orð-
ið eldra þegar það gengur í hjóna-
band en áður var. Í fyrra voru konur
að meðaltali 31 árs og átta mánaða
gamlar og karlar áttu að meðaltali
eftir mánuð fram að þrítugasta og
fjórða afmælisdegi sínum.
Sveiflur í brúðkaupum
„Þetta er ánægjulegt að sjá þess-
ar tölur því það virðist vera að fólk
sé að gifta sig í meira mæli en áður
og sé síður að skilja. Líklegt er að
það sé tengt því að giftingaraldur er
að hækka,“ segir Hjörtur Magni Jó-
hannsson fríkirkjuprestur. Í nýjum
tölum frá Hagstofunni kemur fram
að skilnaðartíðnin hefur haldist
frekar jöfn í yfir tvo áratugi, á með-
an giftingartíðni hefur sveiflast mik-
ið og hækkað frá því á áttunda ára-
tug síðustu aldar. Hjörtur segir að
það hafi verið mikið um brúðkaup
síðustu ár. Á sjöunda áratugnum
og í upphafi þess áttunda gengu að
meðaltali átta af hverjum þúsund
landsmönnum í hjónaband ár hvert.
Þetta breyttist svo mikið í kring-
um 1990 þegar giftingum fækkaði
og þá náðu þær sögulegu lágmarki
þegar aðeins 4,5 af hverjum þúsund
landsmönnum gengu í hjónaband.
Frá miðjum 10. áratug 20. aldar hef-
ur giftingum fjölgað aftur. Giftingar-
tíðni varð áberandi há 2000, eða 6,3
af hverjum þúsund íbúum, en mörg
pör ákváðu að ganga í það heilaga á
aldamótaárinu.
Þróunin á Norðurlöndunum
Árið 2006 var giftingartíðni hér-
lendis 5,5 á hverja 1.000 íbúa en það
var mjög svipað og árið áður. Í Nor-
egi og Finnlandi er giftingartíðn-
in álíka há og hér á landi. Hins veg-
ar er þróunin öðruvísi í Danmörku
og er giftingartíðni hæst þar af öllum
Norðurlöndum, nær sjö af þúsund
íbúum ganga í hjónaband ár hvert.
Svíar eru einnig frekar ólíkir Íslend-
ingum á þessu sviði en þar er gifting-
artíðnin mun lægri eða um fjórir af
þúsund íbúum.
Skilnaður í skorpum
„Að vísu er ég með mörg skiln-
aðarmál inni á borði hjá mér núna,
þrátt fyrir þessa þróun, en mér
finnst eins og þetta geti verið svolít-
ið árstíðabundið. Það er mikið um
skilnaði á vorin og í byrjun sumars
og svo aftur á haustin. Ég veit ekki
hvort það séu einhverjar geðlægð-
ir sem hafa áhrif en það virðist vera
frekar á ákveðnum tímum ársins
sem fólk leitar sér skilnaðar,“ segir
Hjörtur.
Hins vegar telur Hjörtur hugar-
far fólks til hjónabands og skilnaðar
hafa breyst mikið á undanförnum
árum. „Það er mín reynsla að fólk
sem leitar til prests vegna skilnað-
ar, eða allavega þeir sem hafa leit-
að til mín, koma í einlægri leit að
sátt. Það var hins vegar ekki svo hér
áður og ég man það vel enda búinn
að vera prestur í 20 ár, því þá komu
flestir bara til þess að fá skilnaðar-
pappírana. Nú vill fólk byggja upp
það sem hefur farið illa og kemur
jafnvel til þess að gera góð hjóna-
Staða hjónabandsins er betri en hún hefur oft
verið. Fólk giftist eldra en áður og þá gjarnan
eftir að hafa búið lengi saman. Niðurstaðan er
sú að þótt hjónaböndum fjölgi standa skilnaðir
í stað. Ánægjuleg þróun, segir Hjörtur Magni
Jóhannsson fríkirkjuprestur.
ELDRI BRÚÐHJÓN LENGUR SAMAN
Hjörtur Magni Jóhannsson
Telur það jákvæða þróun að
fólk gifti sig síðar á lífsleiðinni
en áður var, því
þá sé komin reynsla á
sambandið.
kriStíN HrefNa HalldórSdóttir
blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is