Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 4
varðar rekstur og tilfærslur ríkissjóðs eru laun og aðrir þættir sem ráðast af kjarasamningum og það segir sig sjálft að ef það á að vera aðhald í rík- isfjármálum, þá þarf það að koma fram þar á einhvern hátt.“ Árni telur jafnframt að laun op- inberra starfsmanna þurfi að vera í takt við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu og aðhald á almenna markaðinum sé því ekki síður nauð- synlegt en hjá hinu opinbera. Sem olía á eld Hart var deilt á launahækkun seðlabankastjóra á Alþingi í gær og krafðist Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Frjálslynda flokksins, skýringa á því hvað mönnum gengi til með slíkri hækkun. Helgi Hjörvar þing- maður Samfylkingarinnar tók und- ir gagnrýnina og sagði þessar hækk- anir vera sem olíu á eld í viðkvæmu ástandi. Þá sagði Lúðvík Bergvinsson hækkanirnar vera óhóflegar og senda fráleit skilaboð út í samfélagið. Árni Mathiesen kvaðst í samtali við DV ekki hafa sérstaka skoðun á hækkuninni. „Seðlabankinn er sjálf- stæður og hluti af sjálfstæði hans er að ákveða laun sinna starfsmanna og ég hef ekkert með það að gera.“ miðvikudagur 13. júní 20074 Fréttir DV Ætlar að kæra úrskurð Farbann Viggós Þóris Þóris- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra verðbréfasjóðs Spari- sjóðanna, var framlengt um tvo mánuði í gær. Sagðist Viggó ætla að kæra úrskurðinn til Hæsta- réttar. Hjá efnahagsbrotadeild Ríkis- lögreglustjóra fengust þær upp- lýsingar að verið væri að skoða tengsl málsins við önnur lönd og að það væri sérlega þungt í vöfum að þurfa að leita yfir landamæri til að fá upplýsingar. Viggó var vikið fyrirvaralaust úr starfi í apríl vegna meintra bókhaldssvika. Enn í haldi vegna skotárásar Mál karlmanns sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal á föstudagskvöld er enn í rannsókn. Maðurinn var úr- skurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Vopnuð sérsveit var kölluð út eftir að tilkynning barst um byssumanninn og ríkti umsátur- sástand um hús hans í nokkrar klukkustundir. Eiginkonan hlaut minniháttar áverka í andliti eftir að hann hleypti af skoti. Viðbúið er að þegar lögreglan hefur lokið rannsókn verði málið sent til saksóknara. Einkavæða ekki Íbúðalánasjóður verður hvorki einkavæddur né lagður niður í nánustu framtíð, segir Árni Mathiesen fjármálaráð- herra. Framtíð sjóðsins er hins vegar í skoðun. Að mati sendinefndar Al- þjóða gjaldeyr- issjóðsins, sem kynnti skýrslu sína í vikunni eru vextir hér á landi of háir og það skrifast að hluta til á Íbúðalána- sjóð. Nefndin hvatti til að sjóðurinn verði lagð- ur niður í núverandi mynd. Árásarmaðurinn er enn ófundinn Árásarmaður sem reyndi að nauðga konu við Þjóðleikhús- ið aðfaranótt laugardags er enn ófundinn. Engin vitni hafa gefið sig fram. Rannsókn er í fullum gangi og lýsir lögregla eftir árásarmann- inum. Hann er talinn vera um þrítugt, 185 til 190 sentímetrar á hæð, grannvaxinn, með stutt mjög dökkt hár og svarta skegg- brodda eða svart skegg. Þeir sem hafa upplýsingar um árásina eru beðnir að hafa sam- band við lögreglu í síma 444 1000 eða 444 1100. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að halda þurfi aftur af hækkun launa hjá hinu opin- bera. Seðlabankinn kynnti ráðleggingarnar viku eftir að laun seðlabankastjóra hækk- uðu um tvö hundruð þúsund krónur. Ekki sömu lögmál fyrir almenna launþega og seðlabankastjóra segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Ný ríkisstjórn þarf að sýna sterka forystu í kjaraviðræðum á kjör- tímabilinu og halda aftur af hækk- un launa hjá hinu opinbera. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sendi- nefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á hagkerfi Íslands. Þetta þarf ríkis- stjórnin að gera þrátt fyrir skort á vinnuafli. Seðlabankinn kynnti út- tekt sendinefndarinnar viku eft- ir að bankaráð Seðlabanka Íslands samþykkti umdeilda launahækkun til handa seðlabankastjóra um tvö hundruð þúsund krónur. Þar var sú skýring meðal annars gefin að mikil samkeppni væri um hæfustu starfs- menn í fjármálageiranum. Þarf að ná til allra stétta Halldóra Friðjónsdóttir formað- ur Bandalags háskólamanna seg- ir skýrslu sendinefndarinnar vera nokkur vonbrigði. Ennþá séu laun hjá hinu opinbera og á almennum mark- aði ekki sambærileg. „Það er ekki hjá hinum almenna launamanni sem mestar hækkanir hafa orðið á síðasta samningstímabili. Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu hækkanna hjá Seðlabankanum.“ Hún undrast jafnramt rökfærslur fyrir hækkuninni um að samkeppnin um starfsmenn sé hörð. „Það virðast ekki gilda sömu lögmál þegar kemur að heilbrigðis- og umönnunarstéttum. Framboð og eftirspurn virðast ekki hafa nein áhrif þar. Launahækkun seðlabankastjóra er jafn há því sem nemur mánaðar- launum hjá starfsfólki í umönnunar- og hjúkrunarstéttum.“ Aðhald á almenna markaðnum Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist ánægður með niðurstöðu Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf. Skýrslan sé jákvæð, bæði hvað varðar stöðu efnahagsmálanna í heild sem og ríkisfjármálastjórnina. Árni var hins vegar varkár í tali eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun um kröfur sendinefndarinnar um að halda þurfi aftur af launahækkunum opinberra starfsmanna í kjarasamn- ingum. „Tveir þriðju hlutar þess hvað VAlgeir Örn rAgnArSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is FrÁlEit skilaboð út í samFélagið „laun opinberra starfsmanna þurfa að vera í takt við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu.“ Seðlabanki Íslands Launahækkun seðlabankastjóra nemur mánaðar- launum starfs- manna í umönnun- arstéttum. Óvirk eftirspurn „Það virðast ekki gilda sömu lögmál þegar kemur að heilbrigð- is- og umönnunarstéttum. Framboð og eftirspurn virðast ekki hafa nein áhrif þar,“ segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Sjálfstæður Seðlabanki „Seðlabank- inn er sjálfstæður og hluti af sjálfstæði hans er að ákveða laun sinna starfsmana og ég hef ekkert með það að gera,“ segir fjármálaráðherra. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um nágrannavörslu gefur góða raun: Fleiri vilja vera með „Verkefnið hjá okkur hefur gefið mjög góða raun og því þótti okkur alveg sjálfsagt að bera út þennan já- kvæða boðskap. Þegar sveitarfélög- in byrjuðu að setja sig í samband við okkur ákváðum við að best væri að afhenda Sambandi íslenskra sveit- arfélaga merkið. Þaðan er hægt að dreifa boðskapnum um allt land,” segir Anna G. Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi á skrifstofu borgarstjóra. Í gær afhenti Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórði Skúlasyni, merki tilraunaverkefnis borgarinnar í ná- grannavörslu. Fyrir vikið fá öll sveit- arfélög í landinu afnot af verkefni og geta hafið tilraunir innan sinna bæj- armarka. Í samvinnu við hverfamiðstöðv- ar borgarinnar var ákveðið að hleypa verkefninu af stokkunum í ákveðn- um götum í tilraunaskyni. Þær götur eru; Blesugróf, Brekkustígur, Dverg- hamrar, Freyjugata, Malarás, Ritu- hólar, Starrahólar og Trönuhólar. Íbúar þeirra fengu fræðslu um inn- brotavarnir og bundust óformlegu samkomulagi um að líta eftir húsum og eignum nágranna sinna í götunni í tímabundnum fjarvistum. Lág- marks nágrannavarsla felur í sér að íbúi taki að sér að skrá grunsamlega hegðun, bifreiðanúmer og lýsingu á fólki og tilkynni til lögreglu með því að hringja í símanúmerið 112. Aðspurð á Anna von á því að verk- efnið Nágrannavarsla verði stækkað út hjá Reykjavíkurborg og vonandi víðar um land. Hún ítrekar mikil- vægi þess að ekki er ætlast til þess að þátttakendur taki að sér löggæslu- hlutverk með því að grípa inn í at- burðarrás innbrota. „Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin. Við erum sérlega ánægð með hvernig til hefur tekist. Bæði hefur þetta aukið öryggi í þeim götum sem þetta hef- ur verið prófað í ásamt því að þjappa íbúum gatnanna saman. Þannig eru möguleikar á áframhaldandi sam- stöðu íbúanna í framtíðinni,” segir Anna. trausti@dv.is Allir saman nú í samstarfi við lögregluembætti landsins stefna sveitarfélög á útbreiðslu nágrannavörslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.