Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 20. júlí 200712 Helgarblað DV TF-SIF VAR BYLTING Í BJÖRGUNARSTARFI „TF-SIF boðaði mikla byltingu í björgunarflugi á Íslandi þegar hún kom fyrst til landsins,“ segir Bogi Agnarsson flugstjóri. Bogi starfaði í 23 ár hjá Landhelgisgæslunni, fyrst sem stýrimaður á varðskipum og síðarmeir sem flugmaður og flug- stjóri, bæði á þyrlum Landhelgis- gæslunnar og eftirlitsflugvélinni, TF-SYN. Bogi segir að með tilkomu TF- SIF hafi verið lagt upp með vakt- ir hjá áhöfnunum. Það eitt og sér hafi haft mikið að segja í björgunar- flugi. „Fram að þessum tíma þá voru menn að fikra sig áfram með þyrlu- flugið. Það var algjör bylting þegar TF-SIF kom til sögunnar og ég hef rætt það við félaga mína að réttast væri að koma henni fyrir á Flugsafni Íslands á Akureyri, fyrst svona er fyr- ir henni komið.“ Björguðu barni Þegar talið berst að eftirminni- legum björgunum, þá segir Bogi að hann hafi aldrei dvalið sérstaklega við þau verk sem hann hefur unnið. „Þegar upp er staðið eru það samt ýmsar björgunaraðferðir sem aldrei urðu mjög frægar sem sitja í minn- ingunni,“ segir hann. „Í eitt skiptið björguðum við barni sem hafði dottið á hjóli á Akranesi. Þetta var í rauninni ekki flugafrek að öðru leyti en því að við náðum metútkalli og björguðum lífi barns sem hafði hlotið alvar- lega höfuðáverka. Læknarnir komu hlaupandi út í vél við Borgarspít- alann og byrjuðu aðgerðina strax með því að hleypa út blóði sem safnaðist saman í höfði barnsins. Þarna mátti ekki muna einni ein- ustu mínútu.“ Björgunin úr Steindóri GK Björgun á áhöfninni á Steindóri GK 101, sem strandað hafði í slæmu brimi við Krísuvíkurberg á Reykja- nesi í febrúar 1991, er Boga minn- isstæð. „Það var ekki sérlega vont veðrið, en það var mikill sjógangur. Afl þyrlunnar var í tæpasta lagi og við þurftum að losa eldsneyti í sjó- inn og skilja lækninn eftir á bjarg- brúninni til þess að ráða við þessar aðstæður,“ segir Bogi. Í áhöfninni á Steindóri voru átta manns. Í bókinni Útkall alfa TF-SIF lýsir Sævar Ólafsson skipstjóri til- finningunni þegar þyrlan kom og áhöfnin áttaði sig á því að björgin var nærri. „Allt í einu heyrðum við í þyrlunni. Tilfinningin var svo stór- kostleg að ég var sem lamaður. Létt- irinn var algjör. Þetta var okkar eina von,“ segir Sævar. Áhöfnin var þá orðin köld og þrekuð og Sævar hafði hugleitt að láta fólkið binda sig við skipið stjórn- borðsmegin vegna þess að sjógang- urinn var orðinn óbærilegur. Fimm metra frá bjarginu Einsýnt var að fara yrði fleiri en eina ferð með mannskapinn upp á bjargbrúnina og við brúnina var hætta á niðurstreymi, jafnvel þótt vindur væri aðeins um fimm til átta metrar á sekúndu. „Þetta leit hrika- lega út. Báturinn lét svo illa í brim- inu að ég hafði aldrei séð annað eins,“ segir Bogi. Hann þurfti á öllu afli vélarinnar að halda til þess að halda henni hangandi við bjarg- brúnina vegna niðurstreymis. Ekki var enn orðið bjart af degi. Til þess að bjarga mætti áhöfn- inni varð Bogi að halda þyrlunni kyrri þannig að aðalspaðarnir voru aðeins í um fimm metra fjarlægð frá bjarginu. Í fyrstu atrennu tók áhöfn- in á TF-SIF tvo menn upp á bjargið. Á hálfri klukkustund voru skip- verjarnir sex sem eftir voru hífðir upp í tveimur atrennum. Allan tím- ann þurfti Bogi að keyra þyrluna á mesta mögulega afli, þannig að ekk- ert mátti fara úrskeiðis. Hógværð og einbeiting „Ég hef aldrei gengið með frægð- ina í maganum,“ segir Bogi. Til marks um það þá vill hann ekki dvelja lengi við eina af þeim ævin- týralegustu björgunarferðum sem farin var á TF-SIF. Ungur vélhjóla- maður hafði misst stjórn á hjóli sínu og endað slasaður á gilbotni þar sem Ásgarðsá rennur í Kerlingarfjöllum. Þyrlan var kölluð til og þegar Bogi og áhöfn hans komu á staðinn varð þeim ljóst að ekki yrði unnt að nálgast slysstaðinn ofan frá. Bjarki Þórarinsson læknir og Magni Ósk- arsson spilmaður fóru úr þyrlunni á hentugum stað og gengu niður í gil- ið til þess að undirbúa hinn slasaða Bogi Agnarsson flugstjóri vann fjölda björgunarafreka á þyrlum Landhelgis- gæslunnar. Það var Bogi sem afrekaði það að bakka TF-SIF út úr þröngu gili í Kerlingarfjöllum með slasaðan vélhjóla- mann innanborðs. Hann segir að sjónar- sviptir sé að TF-SIF. Hún hafi verið fyrsta stóra framfaraskrefið í þyrlumál- um Landhelgisgæslunnar. Hann vill að henni verði komið fyrir á Flugsafni Ís- lands á Akureyri. SiGtryGGur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Bogi Agnarsson að bakka þyrlu út úr þröngu gili í litlu skyggni er talið nánast óhugsandi. Það er meðal þeirra afreka sem Bogi agnarsson framkvæmdi á tf-sIf, þyrlunni sem hrapaði í sjóinn á mánudaginn. Bogi vann í 23 ár hjá landhelgisgæslunni. NEFNDI DÓTTUR MÍNA SIF Bergþóri Ingibergssyni og átta félögum hans af Barðanum GK 475 var bjargað úr lífsháska um borð í TF-SIF eftir að báturinn strandaði í vonskuveðri við Snæfellsnes. Hann segir að um sig hríslist gæsahúð og sælutilfinning í hvert sinn sem hann heyri hvininn í þyrluspöðum. Berg- þór vill að TF-SIF verði varðveitt til minningar um þau afrek sem unnin hafa verið. „Í hvert skipti sem ég heyri hvin- inn frá þyrluspöðum þá hríslast um mig gæsahúð og sælutilfinning,“ segir Bergþór Ingibergsson. Hann var stýrimaður á netabátnum Barð- anum GK 475 þegar hann rak upp í klettana við Hólahóla á Snæfells- nesi þann 14. mars 1987. Bergþór ber sterkar tilfinningar til þyrlunnar TF-SIF, sem bjargaði lífi níu manna áhafnar eftir miklar hrakningar og vonleysi í brotsjóum og éljum þessa vetrarnótt fyrir tutt- ugu árum. „Mér liggur við að segja að þetta sé eins og að missa fjöl- skylduvin,“ segir hann. Sem þakk- lætisvott fyrir lífgjöfina gaf hann dóttur sinni millinafnið Sif, tveimur árum eftir atvikið. Spriklaði af hamingju „Okkur hafði rekið þarna upp í klettana og eina von okkar var að þyrlan kæmi á staðinn. Það voru reyndar áhöld um það hvort hún kæmist vegna veðurs. Meira að segja bandarísku þyrlurnar í Keflavík gátu ekki lagt upp í leiðangurinn eins og veðrið var,“ segir hann. Þegar Berg- þór var kominn í vírinn og fæturn- ir héngu lausir þá spriklaði hann af hamingju. „Þetta var eitthvað sem ég réði ekkert við.“ Áhafnarmeðlimir á Barðanum voru orðnir kaldir, þrekaðir og held- ur vondaufir þegar björgin barst. Báturinn hafði lagst á hliðina og hver brotsjórinn á fætur öðrum gekk yfir. Allir níu skipverjarnir höfðu komið sér fyrir í litlum klefa inn af brúnni, þar sem sjórinn flæddi inn og út og mennirnir lágu hver um annan þveran, þegar Páll Halldórs- son flugstjóri og áhöfn hans komu á staðinn. Aftur á sjóinn „Við vorum hífðir upp, einn og einn í einu, og svo þurfti þyrlan að fara með hluta af mannskapnum upp á bjargið áður en hægt var að halda áfram,“ heldur Bergþór áfram. Hann segir að sér hafi virst verkið vinnast létt, þetta hafi litið út eins og þyrlan væri á skaki með vírinn. „Því er hins vegar ekki að leyna að úthaldið hjá okkur var orðið lítið og það var margt sem rann í gegnum hugann á okkur í bátnum. Skipstjór- inn Eðvald Eðvaldsson var orðinn mjög kaldur og það þurfti að fljúga með hann beint suður á sjúkrahús.“ Þegar leið frá strandinu liðaðist Barðinn að lokum í sundur í brim- inu og hvarf í djúpið. Bergþór hélt áfram sjómennskunni og réri á sömu mið, þótt ekki sé laust við að lífssýnin hafi verið nokkuð breytt. „Það vildi meira að segja svo ólík- lega til að nokkru seinna varð ég vél- arvana á bát á svipuðum slóðum. Þá náðist að draga okkur út á haf áður en illa fór, en það vakti upp ýmsar minningar.“ Varðveitum tF-SiF „Það má aldrei gleymast að þess- ir menn sem vinna á þyrlunum hafa lagt meira á sig en nokkurn tíma er hægt að krefja menn um,“ seg- ir Bergþór. Hann vill líka koma á framfæri hamingjuóskum til áhafn- arinnar sem var um borð í TF-SIF, þegar hún fór í sjóinn síðastliðinn mánudag, með að hafa komist svo giftusamlega frá óhappinu. „Það er búið að bjarga einhverj- um ósköpum af fólki með þyrlun- um í gegnum tíðina. Það skiptir líka engu máli hvar fólk er eða hver á í hlut, það eiga allir sama réttinn á að vera bjargað og lifa lífinu.“ Bergþór er viss um að TF-SIF hafi skapað þáttaskil í íslenskri björgunarsögu. Honum þykir það merkilegt, eftir á að hyggja, að svo erfitt hafi reynst að fá þessa þyrlu í flotann til að byrja með. „Það kost- aði blóð, svita og tár að fá þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.