Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200756 Helgarblað DV TÓNLIST Hreyfir við fólki Maynard James Keenan, forsprakki hljómsveitanna Tool og A Perfect Circle, vinnur nú að nýju tónlistar- verkefni. Inni á milli þess sem hann túrar með hljómsveit- inni Tool, sem er nú í alheims- ferðalagi til að fylgja eftir nýjustu afurð sinni 10.000 Days, heldur Keenan sig innan veggja Electro Lady-stúdíós- ins og tekur upp það sem hann vill meina að sé tónlist sem hreyfi við fólki. „Þungarokk er að deyja út, nú er það tónlist með takti sem fær fólk til að hreyfa sig sem lætur því líða vel,“ segir söngvarinn en þetta nýja elektróverk- efni hans hefur hlotið heitið Puscifer. Tónlistarakademía DV segir HLUSTAÐU Á ÞESSAR! We Are the Night - Chemical Brothers Super Scissors - Barbara Manning With Lasers - Bonde De Role Icky Thump - The White Stripes 23 - Blonde Redhead Corgan myndaði Hilton Innan á plötuumslagi nýjustu afurðar hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins má sjá mynd af hótelerfingjanum og fyrrverandi fanganum Paris Hilton. Billy Corgan söngvari sveitarinnar greindi í nýlegu viðtali frá því að upphaflega hafi hugmyndin verið að fá mynd af Lindsay Lohan, Britney Spears og Paris Hilton en þar sem hann og Paris þekkist persónulega hafi hún verið sú eina sem var til í myndatökurnar. „Paris var frábær. Hún mætti klukkan tíu á sunnudagsmorgni í myndatökuna og eftir að hún hafði farið í förðun tók ég myndirnar af henni,“ segir hinn fjölhæfi Corgan. Tónleikar í 12 Tónum Í dag mun tónlistarmaðurinn Þórir, einnig þekktur sem My summer as a salavation soldier leika lög af væntanleg- um geisladisk sem kemur út hjá 12 Tónum í haust. Áður hefur hann gefið út diskana I Believe in this og My summer as a salavation soldier. Í vor hélt Þórir á tónleikaferðalag um Evrópu þar sem hann hlaut gríðarlega góðar móttökur. Tónleikarnir fara fram í verslun tólf tóna við Skólavörðustíg og hefjast klukkan 17. Páll Óskar Segir auðvelt að ná upp stemningu á NASA. A nnað kvöld, nánar tiltekið laug- ardaginn 21. júlí, stendur Vífil- fell fyrir brjáluðu Burn-partíi á NASA. Það er plötusnúðatríó- ið Plugg‘d sem startar gleðinni og svo er það enginn annar en diskókonungur Íslands, sjálfur Páll Óskar, sem tekur við plötu- spilaranum og skemmtir fólki fram á rauða nótt. „Þessi Burn- partí hafa verið haldin með reglulegu millibili og öllu til tjaldað svo þau verði sem glæsileg- ust. Þegar Burn-liðar höfðu samband við mig og báðu mig að vera plötusnúð sagði ég já með því skilyrði að ég fengi sprengjur, blöðrur, eldgleypi og gógódansara,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ekki var lengi verið að bregðast við ósk Palla og mega gestir eiga von á öllum þeim atriðum sem Palli óskaði eftir. „Eldgleypirinn er náttúrulega alveg ómissandi í Burn-partíi og við erum búin að raða konfettisprengjum eftir öllu loftinu sem koma til með að springa á ákveðnum tímapunkti í lögunum sem ég spila. Það er því alveg ljóst að djammið á laugardaginn verður á NASA,“ segir Palli og bætir því við að hann hlakki mjög mikið til að spila á NASA. „Það er alltaf svo auðvelt að ná upp stemningu þar og NASA er einn fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu.“ Fyrsta dansplatan í átta ár Palli hefur nú unnið hörðum höndum að gerð nýrrar plötu og hefur fyrsta smáskífan, Allt fyrir ástina, hlotið mikla spilun á útvarps- stöðvum landsins upp á síðkastið auk þess sem myndbandið við lagið er nú komið í sýningar á sjónvarpsstöðvunum. „Platan kemur út í okt- óber en nú þegar er önnur smáskífan og mynd- bandið tilbúið. Það er lagið International sem kemur til með að vera Gay Pride-lagið í ár. Lagið kemur út þann fyrsta ágúst en Gay Pride er þann ellefta.“ Palli segir jafnframt að þegar forsvars- menn Hinsegin daga höfðu samband við hann og báðu hann að vera með lagið í ár hafi honum fundist International eiga vel við boðskap Gay Pride. „Textinn í laginu smellpassar við þennan kærleiksboðskap Gay Pride um sjálfsvirðingu og þá staðreynd að ástin á sér engin takmörk. Þetta er rosalegt partídanslag og ég hlakka bara til að sjá hvernig fólk tekur þessu.“ Að sögn Palla líður honum eins og hann sé kominn heim við gerð þessarar plötu þar sem þetta er fyrsta dansplat- an sem hann sendir frá sér í heil átta ár. „Þetta er algjör „commercial“ teknóplata sem er far- in að hljóma mjög evrópsk en við leggjum nótt og dag í upptökur til að hún hljómi sem best því það er ekkert auðvelt að gera diskótónlist. Ég er búin að halda tryggð við diskógyðjuna í öll þessi ár og mér finnst æðislegt hvað fólk kann vel að meta danslögin mín og allir kunna þau utan að og syngja með. Ég held svei mér þá að Stanslaust stuð verði bráðum skráð sem íslenskt þjóðlag hjá STEF.“ Forsala á NASA í dag Eins og áður kom fram er Burn-partíið hald- ið á NASA og verður húsið opnað klukkan ellefu. Forsala fer fram á NASA við Austurvöll í dag milli eitt og fimm og kostar einungis þúsund krónur inn. „Ég kem til með að spila þangað til síðasti maður fer úr húsi og eins og venja er á tónleik- um hjá mér þá býð ég áhorfendum upp á svið að dansa með mér í lokin svo það verður dans- að úti um allt á NASA,“ segir Páll Óskar sem lof- ar stanslausu stuði og taumlausri gleði. Að lok- um er áhugasömum bent á MySpace-síðu Palla þar sem hægt er að fylgjast með plötunni fæð- ast og kíkja á myndböndin við lögin en slóðin er myspace.com/palloskar. krista@dv.is Annað kvöld verður haldið brjálað Burn- partí á NASA við Austurvöll. Það er plötusnúða- þríeykið Plugg‘d sem byrjar að æsa upp lýðinn og svo tekur sjálfur Páll Ósk- ar Hjálmtýsson við og spilar þar til síðasti maður fer úr húsi en hann vinnur nú hörðum höndum að gerð nýrrar dansplötu. ELDGLEYPAR, SPRENGJUR OG GÓGÓDANSARAR Ívar er rappari í hljómsveitinni Original Melody, kennir glímu í hjáverkum og stefnir á lögfræði í haust: Ívar Schram er rappari í hljómsveit- inn Original Melody en kennir auk þess glímu á leikjanámskeiðum ÍTR. „Ég ásamt þremur öðrum krökk- um fer á vegum ÍTR og Glímusam- bands Íslands á leikjanámskeið og kenni ungum krökkum glímu. Þetta er mjög sniðugt verkefni og þar sem ég er gamall glímumeistari leist mér helvíti vel á að taka þátt í þessu þeg- ar haft var samband við mig,“ seg- ir Ívar og bætir því jafnframt við að hann hafi gaman af því að rifja upp gamla glímutakta. „Ég er gam- all glímumeistari og finnst það vera sniðugt að kynna þessa þjóðar íþrótt fyrir krökkum sem eyða mestum tíma í sjónvarp og tölvuleiki.“ Ívar byrjaði sjálfur glímuferilinn þeg- ar nokkrir glímukappar mættu í skólann til hans og kenndu nokkur brögð. „Ég ákvað að mæta á æfingu því mér fannst þetta svo skemmti- legt en í leiðinni fékk ég áskorun frá einum glímukappanum sem lofaði að gefa mér glímubelti ef ég ynni Ís- landsmeistaratitilinn, sem ég reynd- ar vann síðar en fékk þó aldrei belt- ið.“ Inn á milli þess að kenna glímu vinnur Ívar að gerð nýrrar plötu með hljómsveit sinni Original Melody. „Við erum langt komnir með hana og hún kemur út á þessu ári. Svo tók ég líka nýlega upp lag með hljómsveit- inni Lödu Sport sem heitir Gene Pac- man og má heyra það á nýútkominni plötu sveitarinnar.“ Það er greinilega nóg um að vera hjá Ívari því auk þessa hyggst hann nema lögfræði í Háskól- anum í Reykjavík í haust. Aðspurður hvernig glíma, rapp og lögfræði fari saman segir Ívar að lokum: „Þetta fer jafn vel saman og hamborgari, kók og franskar.“ krista@dv.is Glímurappari á leið í lögfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.