Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 37
„Það var áhugi til staðar fyrir og enn meiri eftir þetta. Umboðsskrif- stofan mín í Bandaríkjunum sér al- farið um þetta fyrir mig en þetta er ekkert efst í huga mínum. Ef það kemur hins vegar gott tilboð sem ekki er hægt að hafna, og maður telji að það yrði bæði bókunum hans Arn- aldar og hugsanlega frumgerðinni til framdráttar, þá getur náttúrlega vel verið að maður geri þetta.“ Ef af þessu yrði, hvernig gengur þá slíkt fyrir sig? Selur þú kvikmynda- réttinn bara eins og hverja aðra vöru og hún þá algjörlega komin úr þínum höndum? „Það er bæði hægt að gera það þannig, og þá er yfirleitt keypt svo- kallað „option“. Ef myndin verður svo að veruleika geta orðið ansi stór- ar upphæðir sem um er að ræða. Svo er líka hægt að koma að endurgerð- inni, til dæmis sem framleiðandi og hafa þá áhrif á það hvernig myndin er gerð. Í rauninni er maður í príma- stöðu. Því fleiri sem hafa áhuga á þessu, því meira getur maður ákveð- ið um það hvernig maður vill hafa þetta.“ Það kom líka fram í fjölmiðlum eftir hátíðina í Tékklandi að ýmis spennandi tilboð um leikstjórnar- verkefni væru komin inn á borð til þín. Hvernig standa þau mál? „Ég er stöðugt í viðræðum við fólk og skoða ýmsa hluti en það eru þrjú til fjögur konkrít tilboð á borðinu - og eitt af þeim nokkuð stórt. Banda- rískur framleiðandi sem hefur ný- lega hlotið óskarsverðlaun er á bak við það en þetta er mynd sem á að taka í Asíu. Það á eftir að ráða leik- ara en þau líta ágætlega út nöfnin sem er verið að tala um. En áður en slíkt er komið á hreint er þetta eitt- hvað sem maður vill ekki vera mik- ið að ræða um. Þessi heimur hefur svolítið verið að banka á dyrnar og verðlaunin ýta öllu frekar af stað en á móti kemur að ég er alveg sáttur við það sem ég hef. Ég er því ekkert að flýta mér út.“ Alltaf erfitt að eiga ekki lokaorðið Í ljósi þess að þú ferð frá því að vera „full time“ leikari yfir í að leik- stýra og framleiða má ætla að þú vilj- ir hafa mikið um það að segja hvern- ig hlutirnir sem þú fæst við eru gerðir. Angrar það þig ekki að sá böggull fylgi væntanlega skammrifi að ef þú tekur að þér svona verkefni eins og þú varst að lýsa, þá eigir þú ekki loka- orðið í hinum ýmsu þáttum kvik- myndagerðarinnar? „Það er alltaf erfitt að eiga ekki lokaorðið, hvort sem það er í hjóna- bandsrifrildi eða gerð bíómynda. Raunveruleikinn er hins vegar þannig að maður getur ekki ráðið öllu. Svo er þetta vettvangur sem ég hef ekki ver- ið inn á og er ekki endilega æstur í að fara inn á og þess vegna þarf maður að semja í smáatriðum hvernig hlut- irnir eru, hversu mikið vald þú hefur, og það getur verið allt frá engu yfir í töluvert. Það að leikstjórinn eigi al- gjörlega lokaorðið fyrirfinnst varla í bandarískri kvikmyndagerð nema hann eigi fyrirtækið sjálfur, eins og í tilviki Spielbergs. Það er yfirleitt allt- af peningurinn sem ræður.“ En Hollywood hlýtur að heilla að einhverju marki? „Það heillar náttúrlega að kom- ast í þá aðstöðu að geta gert stærri myndir og eins að fá dreifingu á þeim um allan heim.“ Allar fjórar myndirnar sem þú hefur leikstýrt hingað til, fyrir utan A Little Trip to Heaven, eru byggðar á öðru verki. Er það með vilja gert hjá þér að reyna að finna einhvern kvik- myndalegan flöt á bókum og leikrit- um sem þú lest eða sérð? „Alltaf þegar ég les eitthvað er ég að hugsa og skoða verkið þannig. Það er bara eðli mitt. Ég lít ekki eins mikið á mig sem rithöfund eins og kannski dramatúrg. Það er ekki þar með sagt að ég komi ekki til með að skrifa og ég er til dæmis núna að skrifa hand- rit að mynd sem gerist á Íslendinga- sagnatímanum. Þar er vitanlega Ís- lendingasagnaminnið til staðar en handritið er algjörlega uppdiktað eins og er. Þetta er alla vega ekkert útpælt heldur bara hvað vekur áhuga minn á hverjum tíma.“ Þú hefur oft verið spurður að því eftir frumsýningu Mýrinnar hvort til tals hafi komið að þú gerir aðra mynd byggða á bók eftir Arnald Indriðason. Ég get ekki sleppt þér við þeirri spurn- ingu. „Við Arnaldur erum byrjaðir að ræða saman um þá möguleika og það virðist vera áhugi af beggja hálfu að finna einhvern flöt á því. En eins og ég hef margoft tekið fram þá á Arnaldur þetta og stjórnar því svolít- ið ferðinni.“ Enda kannski sem fjárbóndi í Skagafirðinum Sagt var frá því ekki alls fyrir löngu að þú vinnir nú að mynd sem ber heitið Brúðguminn. Hvað get- urðu sagt um hana? „Þetta er mannleg gamanmynd ef svo má segja, gamanmynd um mannlega breyskleika, sem tekin verður upp í Flatey í ágúst. Mynd- in gerist í bjartri sumarnóttinni og segir svolítið frá því brjálæði sem getur gripið Íslendinga undir þeim kringumstæðum og vandræðalegum uppákomum þegar miðaldra karl- menn fara að giftast ungum stúlkum. Ég held að þetta geti orðið fyndið og skemmtilegt - en hlýlegt.“ Brúðgum- inn þróaðist út frá vinnu Baltasars við uppfærslu á leikritinu Ivanov eft- ir Anton Tsjekov sem frumsýna á í Þjóðleikhúsinu um næstu jól. Hann tekur fram að myndin standi algjör- lega sjálfstæð og fólk þurfi því alls ekki að sjá bæði verkin. Þú fórst vægast sagt ótroðnar slóð- ir í uppfærslunni á Pétri Gaut í hitt- eðfyrra. Má búast við einhverju svip- uðu með Ivanov? „Já, ég kann ekkert annað. Fólk heldur kannski að maður sé að reyna að vera eitthvað frumlegur, en það er ekki þannig. Þetta er bara eins og ég sé hlutina. Ég hugsa bara: hvað vekur áhuga minn, hvað langar mig að sjá og hvað finnst mér fallegt? Ég hugsa ekki: ég verð að gera eitthvað við þetta sem enginn hefur gert áður. Enda spái ég voðalega lítið í það hvað aðrir hafa gert við þessi verk.“ Þrátt fyrir velgengi þína í kvik- myndageiranum þá ertu alltaf með annan fótinn í leikhúsinu, að minnsta kosti á síðustu árum. Sérðu fyrir þér að þú munir alltaf reyna að hafa það þannig? „Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist, kannski enda ég bara sem fjárbóndi í Skagafirðinum. En ég held að ég eigi margt ógert í leik- húsinu og er reyndar með tilboð um stóra sýningu í Barbican Center í London og uppfærslu á Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu í Litháen. Ég held líka að það þroski mann ágætlega sem kvikmyndaleikstjóra að vinna jöfnum höndum í kvikmyndum og leikhúsi. Margir góðir leikstjórar, til dæmis Ingmar Bergman, hafa gert það án þess að ég ætli að líkja mér við hann. Að ákveðnu leyti flækt- ist þetta meira fyrir mér til að byrja með en í dag er mér alveg sama. Ég held að enginn hugsi um leikhús þegar hann horfir á Mýrina, og ef einhver kemur til með að hugsa um leikhús þegar hann horfir á Brúð- gumann þá er það bara allt í lagi.“ Baltasar kveðst ekki geta sagt meira um sýninguna í Barbican Center eins og sakir standa en það sé afar spennandi verkefni. Þurr í fimm ár Nú áttu fjórar myndir að baki; er ekki óhætt að segja að þú sért orð- inn betri leikstjóri en þegar þú gerð- ir fyrstu myndina þína (101 Reykja- vík)? „Ég ætla að vona það jú að ég sé orðinn mikið betri. Það er samt svo- lítið merkilegt að 101 hefur gengið einna best af myndunum mínum. Í dag sé ég hlutina öðruvísi, vinn öðruvísi og legg áherslu á aðra hluti og það á líka við um leikhúsið. Ég vona líka að það sé komin meiri hlýja í verkin mín, meiri ást á mannkyn- inu. Maður verður minna kaldhæð- inn, minnkar hótfyndnina, og verð- ur kannski manneskjulegri án þess að vilja verða linur. Ég held að þetta sé oft þannig með leikstjóra sem fá tækifæri til að vinna vel úr sjálfum sér og lífinu. Það má til dæmis sjá þetta í myndum Almodovar. Hann var nán- ast á klámmyndalínunni á tímabili en bestu verkin fóru að koma þegar hann slakaði aðeins á, leyfði listinni að njóta sín og fór að þykja aðeins vænna um persónurnar sínar.“ Þannig að þú bindur vonir við að verða sífellt betri? „Ég sé enga ástæðu til annars. Clint Eastwood hefur alla vega bætt sig al- veg til áttræts. Ég held að það sé líka alveg agalegt að gera sínu bestu mynd fyrst og ná ekki að vaxa. Þegar Robert de Niro var þrítugur var hann flottast- ur í heimi á meðan Eastwood gekk alveg ágætlega en hann þótti aldrei merkilegur leikari eða mikill lista- maður. Í dag er Eastwood einhvern veginn orðinn miklu meiri listamað- ur á meðan de Niro er að leika í Meet the Parents eða einhverju álíka. East- wood er búinn að vinna miklu betur úr hlutunum á meðan mér finnst de Niro alltaf í sömu klisjunni nú til dags og svona tuttugu ár síðan hann var virkilega góður. Það er betra að fara vel með litlar gjafir en illa með stórar. Ef fólki tekst það þá held ég að það lifi sælla lífi.“ Þú sagðir í sjónvarpsviðtali síð- asta vetur eitthvað á þá leið að þú hafir tekið þá ákvörðun fyrir nokkr- um árum að hafa sjö daga í vik- unni í stað fimm. Myndirðu segja að sú ákvörðun hafi mikið með það að gera að þú hafir náð þeim árangri sem raunin er? „Ég held að það sé engin spurn- ing. Ég held að misnotkun á áfengi sé það sem komi helst í veg fyrir þroska hjá fólki. Það sé eiginlega eins og inntaka á lyfjum til þess að þroskast ekki; til þess að þurfa ekki að horfast í augu við sjálfan sig, til þess að þurfa ekki að horfast í augu við vonbrigði sín og taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég held að það sé mikilvægasta glím- an í lífinu að læra að bera ábyrgð á eigin gjörðum og kenna öðrum um vonbrigði og mistök.“ Fórstu í meðferð? „Nei, ég tók þessa ákvörðun sjálf- ur í baði um miðja nótt. Án þess að gera lítið úr þeim sem þurfa á hjálp að halda eða þeim stofnunum sem veita þá hjálp, þá held ég að rosalega margir viti ekki af því að innra með þeim er stór ákvörðun sem þeir geta tekið.“ Hvað er langt síðan þú tókst þessa ákvörðun? „Ætli það séu ekki fimm ár. En ég er hættur að telja.“ kristjanh@dv.is DV Helgarblað Föstudagur 20. júlí 2007 37 dv mynd kArl „Við Arnaldur erum byrjaðir að ræða sam- an um þá möguleika og það virðist vera áhugi af beggja hálfu að finna einhvern flöt á því. En eins og ég hef margoft tekið fram, þá á Arnaldur þetta og stjórnar því svolítið ferðinni.“ Baltasar kormákur „Ég held að misnotkun á áfengi sé það sem komi helst í veg fyrir þroska hjá fólki. Það sé eiginlega eins og inntaka á lyfjum til þess að þroskast ekki; til þess að þurfa ekki að horfast í augu við sjálfan sig, til þess að þurfa ekki að horfast í augu við vonbrigði sín og taka ábyrgð á eigin gjörðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.