Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 28
altasar Kormák- ur er einn af þessum einstakl- ingum sem virð- ast þeim hæfi- leikum gæddir að allt sem þeir snerta verður að gulli. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1990 og átti farsælan feril sem leik- ari, bæði á sviði og í kvikmyndum, og leikur reyndar eitt og eitt hlutverk enn í dag. Þegar leið á tíunda áratuginn fór Baltasar hins vegar sífellt að láta meira að sér kveða í leikstjórahlut- verkinu í leikhúsinu. Árið 2000 var svo frumsýnd fyrsta kvikmyndin í hans leikstjórn, 101 Reykjavík, sem byggð var á hinni geysivinsælu bók Hallgríms Helgasonar. Myndin er ein sú sigursælasta í íslenskri kvik- myndasögu. Fjórða mynd Baltasars, Mýrin, var svo frumsýnd á síðasta ári og er á góðri leið með að fara enn meiri frægðarför en 101. Á dögunum vann hún aðalverðlaunin, Kristalhnött- inn, á Karlovy Vary-hátíðinni í Tékk- landi og varð þar með fyrst íslenskra mynda til að hljóta aðalverðlaunin á svokallaðri A-kvikmyndahátíð en í þeim flokki eru til að mynda hátíð- irnar í Cannes, Toronto og Feneyj- um. Blaðamaður DV hitti Baltasar á Gráa kettinum í vikunni. Verðlaunin á Karlovy Vary-hátíð- inni hljóta að vera toppurinn á þín- um ferli, að minnsta kosti leikstjórn- arferli? „Já, það er óhætt að segja það. Mér skilst líka að íslensk mynd hafi ekki áður hlotið slík verðlaun á A- kvikmyndahátíð. En það er alltaf erf- itt að bera hluti saman.“ Og þetta er í fyrsta sinn í rúm- lega 40 ára sögu hátíðarinnar sem spennumynd vinnur þessi verðlaun, ekki rétt? „Jú, og kynnirinn á verðlauna- afhendingunni tók sérstaklega til þess að þetta væri í fyrsta sinn sem spennumynd vinnur aðalverðlaunin. Þegar ég var spurður að því í viðtali skömmu fyrir hátíðina hvaða líkur ég teldi á því að vinna sagði ég að þær væru nú kannski takmarkaðar. Það var alveg rétt metið hjá mér vegna þess að þetta er spennumynd og þær eiga síður upp á pallborðið hjá dóm- nefndum á svona hátíðum. Þegar kannski sjö manna dómnefndir eru að ræða mikilvægi mynda þá detta þær oft í eins konar pólitík, til dæm- is hvort einhver mynd fjalli um erfiða hluti eða hvort mynd sé mjög athygl- isverð en það þurfi að hjálpa henni því hún eigi hugsanlega í erfiðleikum með að fá áhorfendur. Ég hef ver- ið í dómnefnd og það eru alls konar hlutir í gangi í þeim þannig að það er ekki gefið mál að Mýrin, sem hlaut góðar viðtökur hérna heima og er af þessari tegund kvikmynda, hljóti þessa náð fyrir augum dómnefndar- innar. En það má líka líta til þess að í öllum þeim dómum sem ég hef séð um myndina í stórum kvikmynda- blöðum er tekið sérstaklega til þess að hún sé mikið meira og merkilegra en einhver meðal þriller, hún sé líka mjög dramatísk, sé kannski ekki það sem sýnist á yfirborðinu og svo fram- vegis. Og það var mjög ánægjulegt að lesa þetta því þannig fór ég inn í gerð myndarinnar.“ Úr takkaskóm í smóking Geturðu lýst því hvernig þér leið þegar þú fékkst símtalið þar sem þér var tilkynnt að Mýrin fengi verðlaun- in? „Ég var að keppa í fótbolta á Polla- mótinu á Akureyri. Við vorum búnir að vinna einn leik og ég var bara að hugsa um næsta leik og hvernig ég gæti spilað betur. Þá var hringt í mig og sagt að það væru einhver verð- laun á leiðinni, það er að segja ein- hver góð verðlaun, en ekki einhver af þessum minni, og ég þyrfti því eigin- lega að fara til Tékklands. Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með að fá einhver verðlaun, en á sama tíma þyrfti ég að svíkja félaga mína ef ég færi út,“ segir Baltasar og bætir við, aðpurður hvort hann hafi verið mik- ilvægur leikmaður í liðinu, að hann hafi alla vega litið svo á. „En mér tókst að leggja þetta upp þannig að ég gat klárað daginn og flogið um nóttina og svo fékk ég bara að vita á afhendingunni um kvöldið að Mýrin fengi aðalverðlaunin. Þetta var mjög ánægjulegt allt saman. Maður gleðst alltaf yfir því góða og reynir að láta það slæma ekki eyðileggja of mikið fyrir sér. Þú lærir það líka að þú ert ekki snillingurinn sem besti gagn- rýnandinn segir að þú sért og þú ert heldur ekki fíflið sem versti gagn- rýndandinn segir að þú sért.“ Nú er kannski stórt spurt, en í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem ís- lensk mynd vinnur aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, sérðu fyrir þér að þessi verðlaun eigi eftir að marka ein- hver tímamót í íslenskri kvikmynda- sögu? „Ég er kannski ekki bestur til að dæma um það en ég held að það sé bara ótrúlegt að við eigum kannski tvær til þrjár myndir sem hafa ferð- ast svona víða. Og fólki úti finnst það ótrúlegt miðað við hvað landið er lít- ið, en við gleymum því stundum sjálf. Við erum kannski með jafn margar myndir og stórþjóðir á einni svona hátíð. Þetta er töluvert athyglisvert og fólk gleymir stundum hversu mik- ilvægt það er að vera sýnileg, að ís- lensk menning sé sýnileg.“ Er að þínu mati hægt að leggja að jöfnu, eða yfir höfuð gera einhvern samanburð, á þessum árangri Mýr- arinnar og óskarsverðlaunatilnefn- ingu Barna náttúrunnar á sínum tíma? „Þetta er svo ólíkt og ég vil alls ekki fara í einhvern svoleiðis meting. Sú tilnefning stendur sem einstak- ur þáttur í íslensku kvikmyndasög- unni og er frábær árangur, og von- andi tekst okkur einhvern tímann að jafna það met, en það er ekki hægt að bera þetta saman. Og tilnefning er ekki það sama og að vinna. En Óskarinn er náttúrlega það sem alla kvikmyndagerðarmenn dreymir um að vinna.“ Spennandi tilboð óskarsverð- launaframleiðanda Þú sagðir í samtali við fjöl- miðla eftir hátíðina í Tékklandi að þó nokkrir aðilar hafi sýnt áhuga á að endurgera myndina. Hvað er að frétta af þeim málum? Föstudagur 20. júlí 200728 Helgarblað DV dv mynd karl „Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist, kannski enda ég bara sem fjárbóndi í Skagafirðinum. En ég held að ég eigi margt ógert í leikhúsinu og er reyndar með tilboð um stóra sýningu í Barbican Center í London og uppfærslu á Pétri Gaut í Þjóð- leikhúsinu í Litháen.“ Í stöðugum viðræðum um verkefni „Ég er stöðugt í viðræðum við fólk og skoða ýmsa hluti en það eru þrjú til fjögur konkrít tilboð á borðinu - og eitt af þeim nokkuð stórt. Bandarískur framleiðandi sem hefur nýlega hlotið óskarsverðlaun er á bak við það en þetta er mynd sem á að taka í asíu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.