Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 54
Leikurinn Wario: Master of Disguise byggist upp á því að Wario, erkióvinur Marios, gerir hvað hann getur til þess að verða ríkur. Honum dettur það snjall- ræði í hug að finna upp á tæki sem gerir honum kleift að komast inn í sjónvarps- þætti. Þar hittir hann fyrir meistaraþjóf sem heitir Silver Zephyr og notast við töfrastaf til að ræna því sem hann girn- ist. Wario rænir stafnum og gerist sjálf- ur þjófur. Wario kallar sig í framhaldinu The Pur- ple Wind, silent but deadly. Það má segja að leikurinn sé í svipuðum dúr og þessi prumpubrandari. Mér fannst ég aldrei komast almennilega í takt við leikinn. Kannski vegna þess að ég naut hans ekki mikið. Snertipinninn er mikið notaður til að leysa þrautir og skipta um búninga og mér fannst hann svolítið pirrandi á köflum. Það sem fór líka í taugarnar á mér, eins og í sumum öðrum DS-leikjum, eru endalaust löng samtöl milli sögupersóna. Ekki bara löng heldur mjög tíð líka. Leikurinn hefur þó klárlega kosti líka. Það gefur honum ferskan blæ hversu marga mismunandi bún- inga Wario getur brugðið sér í og hver og einn hefur mismun- andi eiginleika. Það hélt smá spennu í leiknum að fá næsta búning. Aftur á móti þarf maður að teikna viðeigandi merki á skjá- inn til að komast í viðeigandi bún- ing og getur þetta orðið mjög þreytt. Þar sem það er hægara sagt en gert að teikna rétt merki og þegar tíminn er naumur verður það þreytt. Þegar upp er staðið er Wario: Master of Disguise ekki eins sterkur leikur og margir af Wario-leikjunum eru oft og tíðum. Ásgeir Jónsson DÓRI DNA SEGIR: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200754 Helgarblað DV LEIKIRTÖLVUR Shrek The Third - PSP Resident Evil 4 - Wii Scareface - Wii Civilization IV: Beyond the Sword Worms Open Warfare 2 - NDS/PSP Kíktu á þessa LEIKJATÖLVUR Nýja PSP-vélin var kynnt til leiks á E3-tölvuleikjaráðstefnunni. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á tölvunni sem er nú þriðjungi léttari. BORÐTENNIS Á WII Leikjaframleiðandinn Rockstar hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að gera borðtennisleik fyrir Nintendo Wii. Þar verður að sjálfsögðu notast við sérstöðu stýrikerfis Wii. Um er að ræða leik sem hefur áður komið út á Xbox 360 og fékk nokkuð góðar móttökur. Talsmaður Rockstar segir að aðdáendur leiksins hafi beðið mikið um Wii-útgáfu af leiknum þar sem hægt verður að líkja náið eftir alvöru borðtennis með hreyfigetu stýripinnans fræga. MILLJÓN SELD Í JAPAN Sony hefur tekist að selja eina milljón PS3 í Japan. Í janúar hafði Sony komið milljón tölvum á markað í Japan og hefur nú hálfu ári seinna tekist að selja þær allar. Japan er síðasta stóra markaðs- svæðið sem nær þeim áfanga að hafa selt milljón eintök af PS3. Jafnvel þó að vélin hafi verið þar lengst á markaði. Norður-Ameríka var fyrst til að ná áfanganum enda seldust þar um 700.000 eintök yfir jólin. Evrópa og Ástralía fylgdu svo í kjölfarið. MADDEN HRINGIR Í Madden NFL 08 sem kemur út í haust verður hægt að kaupa sér sérstakan Madden-meistarahring líkt og tíðkast í alvöru amerískum fótbolta. EA hefur náð samkomulagi við skartgripari- sann Jostens, sem hefur gert 27 af 41 Super Bowl-hring, um gerð Madden- hringjanna. Hægt verður að fá þá með öllum 32 merkjum liðanna sem eru í leiknum. Til þess að geta keypt hringina þurfa spilendur að yfirstíga vissar hindranir í leiknum og fá þá aðgang að sérstakri vefsíðu. Verð hringjanna verður á bilinu 10.000 til 300.000 krónur. Sony sýndi loksins nýju PlayStation- Portable, eða PSP-leikjatölvuna, á E3- leikjaráðstefnunni sem er nýyfirstað- in. Lengi hefur verið beðið eftir nýju módeli af PSP en þó nokkuð er síðan Nintendo, sem er helsti samkeppnis- aðilinn, sendi frá sér bætta útgáfu af DS-leikjavélinni. Það eru þó nokkr- ar breytingar á nýju PSP-vélinni frá þeirri gömlu. Bæði í útliti sem og í tæknikostum. Nýja vélin er töluvert þynnri en sú gamla, svarta. Hún verður fáanleg í ýmsum litum, svo sem silfruðu, hvítu, svörtu og kremlituðu í sérstakri Star Wars-útgáfu. Þá er hún um þriðj- ungi léttari og nettari að öllu leyti. Sony hefur tekist að minnka batterí- ið í vélinni án þess þó að skerða end- ingartíma þess. Þá mun vera hægt að nota batteríið úr gömlu PSP-vélinni sem kemur sér mjög vel í ferðalög- um. Batteríshlífin á tölvunni mun þó reyndar ekki passa á hana en hægt verður að fá sérstaka hlíf fyrir gamla batteríið. Flestir takkar og hólf eru á sama stað á vélinni en smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sumum tengjum og öðrum bætt við. Til dæm- is bætist við tengi fyrir fjarstýringu. Einn helsti kosturinn við nýju vélina er að hægt er að tengja hana við sjón- varp og spila þannig tölvuleiki, kvik- myndir og skoða ljósmyndir á sjón- varpsskjánum. Þó svo að tölvan sé smá sendir hún frá sér myndir í ótrú- legum gæðum. Skjárinn á vélinni er jafnstór og áður. Annar stór kostur við nýju tölvuna er að innra minni vélarinnar hefur verið aukið um helming, úr 32 MB í 64. Þá hefur tíminn sem tekur að hlaða í leikjum verið styttur með því að tölvan geymi UMD-gögn í flýti- minninu. Þá verður einnig hægt að hlaða nýju tölvuna í gegnum USB- tengi, sem er stór kostur. asgeir@dv.is SLAKUR FRETDJÓKUR PS Í SJÓNVARPI Fjölbreytt útlit Vélin verður fáanleg í nokkrum litum. Star Wars PSP Chewbacca kynnti sérstaka útgáfu nýju vélarinnar á E3. Mun nettari Nýja vélin er þriðjungi léttari. Wario: Master of Disguise Þrautaleikur Nintendo DS TÖLVULEIKUR ★ ★ ★ ★ ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.