Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 4
Lögreglan í Kópavogi þurfti í fyrrakvöld að grípa til þess ráðs að loka fyrir umferð ökutækja á milli Digranesvegar og Dalsmára. Vegkafl- inn sem um ræðir er vestan megin við verslunarhúsið að Smáratorgi en um götuna aka þúsundir bíla á hverj- um sólarhring. Að sögn Rúnars Sig- urðssonar, varðstjóra lögreglunnar í Kópavogi, var ástæða lokunarinnar sú að frágangur verktaka sem þar er við störf var ekki fullnægjandi en sex til sjö metra djúp hola er nokkrum metrum frá veginum. Mikill fjöldi kvartana barst frá veg- farendum sem áttu leið um og ákvað lögreglan að grípa til þess ráðs að loka veginum þangað til verktakinn hefði bætt öryggi svæðisins. „Við vor- um búnir að biðja hann um að ganga almennilega frá þessu því þarna var mikil slysahætta. Það virðist ekki hafa komist til skila,“ segir Rúnar. „Ef einhver hefði misst stjórn á bílnum sínum á þessu svæði þá hefði getað farið mjög illa því holan sem er við veginn er mjög djúp og þverhnípt. Það voru ekki eingöngu ökumenn sem voru í hættu því gangandi veg- farendur voru einnig í mikilli hættu. Vegna þeirrar miklu slysahættu sem var á svæðinu ákváðum við að loka veginum.“ Að sögn Rúnars var ástæðan fyr- ir þessum lélega frágangi sú að ekki voru fáanlegir viðeigandi stein- klumpar sem gjarnan eru notaðir í vegaframkvæmdum. Ekki tókst að útvega þessa klumpa nógu fljótt og var því gatan lokuð í tæpan sólar- hring. Verktakinn sem var við vinnu hafði eingöngu sett gúmmíkeilur sem þóttu ekki fullnægjandi. Í gær- morgun var hins vegar farið í það að útvega steinsteypta klumpa sem var komið fyrir um miðjan dag í gær og gatan því opnuð á nýjan leik seinni partinn. Lokunin á vegarkaflanum olli nokkrum vandræðum fyrir ökumenn í gærmorgun og var mikil umferð hjá Smáralindinni á háannatíma. Allt fór þó vel að lokum og varð lokunin ekki til teljandi vandræða. einar@dv.is föstudagur 20. júlí 20074 Fréttir DV Slapp vel úr bílveltu Ökumaður slapp meira og minna ómeiddur þegar bíll sem hann keyrði valt á Reykjanes- braut til móts við Vogaveg. Atvik- ið átti sér stað rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt fimmtudags. Ökumaðurinn var einn í bíln- um. Hann var fluttur á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja til skoðun- ar hjá lækni og fékk að fara heim að lokinni skoðun. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Mikið veitt af kolmunna og síld Íslensk skip rúmlega 34 þús- und tonn af kolmunna í síðasta mánuði. Þessi afli var veiddur að mestu á íslensku hafsvæði eða um 27 þúsund tonn og rúmlega sjö þúsund tonn á færeysku haf- svæði. Góð veiði var á norsk-ís- lenskri síld í júní og veiddu ís- lensk skip rúmlega 30 þúsund tonn. Þessi afli var að langmestu leyti veiddur á íslensku hafsvæði eða rúmlega 29 þúsund tonn og afgangurinn var veiddur á færeysku hafsvæði. Úthafskarfa- aflinn var rúmlega 10 þúsund tonn og var hann veiddur á al- þjóðlegu hafsvæði. Átján ökumenn voru myndaðir Myndavélarbíll lögreglunnar á Akureyri myndaði og átján öku- menn sem óku of hratt á Borgar- braut og Drottningabraut á Akur- eyri í gær. Flelstir ökumannana óku á 70 og 80 kílómetra hraða. Að sögn lögreglunar á Ak- ureyri sést ökumaðurinn sem ekur bílnum greinilega á þessum myndum og farþeginn sést einn- ig skýrt. Lögreglan segir enn- fremur að myndirnar séu aldrei skyggðar svo að farþegi eða öku- maður sjáist ekki og því getur sá sem bílinn á auðveldlega séð hver ekur honum og hver farþegi bílsins er. Undanfarið hafa vakn- að efasemdir að þetta standist kröfur um persónuvernd. Mál Oddfríðar Helgadóttur og fjöl- skyldu hennar er síður en svo eins- dæmi segir Sigurður Helgi Guðjóns- son, formaður Húseigendafélagsins. Oddfríður sagði frá því í DV í gær að sex manna fjölskylda hennar væri á hrakhólum vegna vanefnda verk- taka. Samkvæmt kaupsamningi átti hún að fá hús í Dalahverfi í Vogun- um afhent í ágúst. Óöryggi hefur ein- kennt líf fjölskyldunnar undanfarið ár. Trésmiðja Snorra hefur enn ekki afhent húsið. „Maður hefur séð fjölskyldur sundrast,“ segir Sigurður um álagið sem fylgir drætti á afhendingu hús- næðis. Væntingar breytast í martröð Sigurður segir að dráttur á afhend- ingu húsnæðis geti haft gífurleg áhrif á fjölskyldur. „Væntingarnar eru mikl- ar í byrjun og allir hlakka til að flytja í nýtt hús. Langar tafir valda mikl- um vonbrigðum og að lokum verð- ur þetta að martröð.“ Almennilegir menn leysa úr málunum skjólstæð- inga sína, segir Sigurður. „Þeir láta þá ekki éta það sem úti frýs. Svona hlutir eiga ekki að gerast.“ Hann segir mál sem þessi allt annað en fátíð. „Einhverra hluta vegna hafa gallar í bygging- um fengið meiri athygli en drátt- ur á afhendingu. Það er þó hann sem leggst meira á fólk og fer verr með það.“ Sigurður bendir á að réttur kaupanda til að fá afhenta nýja eign er mjög ríkur. Lagalega séð eigi hann að standa eins vel og hugsast getur. „En þó að rétt- urinn sé þeirra megin getur þessi afhendingardráttur farið með fjöl- skyldur langleiðina í gröfina. Álag- ið er mikið.“ Sigurður segist þekkja vel til mála sem þessara. „Lýsingin er yf- irleitt mjög svipuð. Verktakar fara sér of hratt, taka að sér of mörg verkefni og komast ekki yfir að sinna þeim öll- um almennilega.“ Hann segir þetta vandamál verða því algengara þeim mun meira sem byggt sé. „Þegar spennan og hraðinn er orðinn eins mikill og raun ber vitni fara að koma upp vandamál.“ Fasteignasalar líka ábyrgir Í samtali við DV í gær segir Odd- fríður að fyrir um mánuði hafi for- svarsmenn Trésmiðju Snorra boðað til fundar þar sem þeir vildu fara yfir kaupsamninginn. Þá hafi þeir sagt að vegna þess hversu mikil bygginga- vísitalan hafi hækkað frá því að skrif- að var undir samninginn myndu þeir stórtapa á að byggja hús fjölskyldunn- ar fyrir umsamið verð. Því vildu þeir rifta samningnum og gera nýjan þar sem Oddfríður og fjölskylda hennar myndu borga 2,5 milljónum króna meira en lagt var upp með. Sigurður gagnrýnir þessi vinnu- brögð harðlega. „Samningum verð- ur ekki rift nema með samþykki beggja aðila eða ef annar þeirra hefur brotið verulega af sér. Það má líkja þessu við ofbeldissam- band. Maðurinn sem lemur kon- una sína biður ekki um skilnað á grundvelli barsmíðanna.“ Hann bendir einnig á að þeim sem starfa í byggingaiðnaðinum sé fullkomlega ljóst að byggingavísi- talan er breytileg. Sigurður segir að fasteigna- salar eigi að standa vörð um rétt- indi fólks. „Þegar menn eru tengd- ir vegna hagsmuna beggja aðila breytir það hins vegar viðhorfum fólks.“ Hann segir fjölskyldur oft lítils megnunar gegn stórum verk- tökum. „Það er afar mikilvægt að fasteignasalar standi sig í stykkinu. Verktakar vita að fjölskyldur hafa gert ráðstafanir í tengslum við húsakaup- in og geta nýtt sér neyð þeirra. Fyrir- tæki sem eru í miklum viðskiptum við fasteignasala geta sett þá í vanda.“ Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í Snorra Hjaltasonar hjá Tré- smiðju Snorra. Ekki náðist heldur í Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra Voga, eða Birgi Örn Ólafsson, forseta bæjar- stjórnar, til að fá staðfestingu á fjölda þeirra lóða sem trésmiðjan hefur fengið úthlutað til bygginga. Formaður Húseigendafélagsins segir að þó lagalegur réttur húskaupenda eigi að vera tryggður geti álagið við drátt á afhendingu valdið gífulegri streitu og álagi. Hann gagn- rýnir vinnubrögð Trésmiðju Snorra í samskiptum við Oddnýju Helgadóttur. ÁLAGIÐ FER MEÐ FÓLK Lögreglan þurfti að grípa til þess ráðs að loka fyrir umferð vegna lélegs frágangs: Kæruleysi verktakans Stórhættulegt Eins og sjá má er holan mjög djúp og stutt frá veginum. Þrjú prósent án atvinnu Þrjú prósent voru án at- vinnu í apríl, maí og júní sam- kvæmt Hagstofunni. Það er þrefalt meira en skráð atvinnu- leysi hjá Vinnumálastofnun Sigurður P. Sigmundsson, hjá Vinnumálastofnun segir mælingarnar ólíkar. „Hagstofan er með úrtak og spyr um stöðu fólks. Er það í vinnu eða ekki í vinnu? Það þýðir að námsmaður sem er ekki byrjaður í vinnu telur sig vera atvinnulausan á því augnabliki.“ fréttir Krabba- meins- sjúklingar bíða fjölskyldan sundruð eftir húsa- kaupin F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 19. júlí 2007 dagblaðið vísir 107. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 Dansar regn- dans á fjöllum keypti hús í byggingu og afhending hefur dregist mánuðum saman: >>Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um helgina. DV ræddi við fólk sem hefur ólíkar hugmyndir um hvernig verja skal helginni. Einn viðmælandi eltir sólina, annar fer í sumarbústað og sá þriðji snýr heim úr brúðkaups- ferðinni. Dauðinn fylgir f amförum >>Hátt í 30 þúsund kínversk börn deyja árlega vegna mengaðs vatns. >>Sumarfrí starfs- manna verða til þess að krabba- meinssjúklingar þurfa að bíða viku til tíu dögum lengur eftir geislameðferð. – sex manna fjölskylda þarf nú að hafast við á þremur stöðum eftir að verktaki skilaði nýbyggingu ekki á tilsettum tíma. töfin er að verða eitt ár. sjá bls. 2 fréttir Öruggt hjá FH >> Íslandsmeistarar FH áttu ekki í teljandi erfiðleikum gegn færeyska liðinu HB í gær og unnu 4-1 sigur. Þetta var fyrri leikur liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Í DV- Sport er fjallað ítarlega um leikinn og einnig um leik Íslands og Spánar í Evrópukeppni U-19 landsliða kvenna. Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Fimmtudaginn 19. júlí „Það er afar mikilvægt að fast- eignasalar standi sig í stykk- inu. Verktakar vita að fjöl- skyldur hafa gert ráðstafanir í tengslum við húsakaupin og geta nýtt sér neyð þeirra.“ Sigurður Helgi guðjónsson formaður Húseig- endafélagsins segir fjölskyldur oft mega sín lítils í baráttunni við stórtæka verktaka. Hann bendir á að fasteignasalar beri ábyrgð gagnvart kaupanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.