Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 16
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200716 Helgarblað DV Þyrlan hékk í 40–50 feta hæð yfir Barðanum og sterkur vindurinn tók í tengilínuna þegar Sigurður Stein- ar lét hana síga: „Þegar við byrjuðum að slaka niður tengilínunni fannst mönnum þetta heldur vonlítið. Það komu mikil brot yfir bátinn. Páll var með hugann allan við að halda þyrlunni kyrri. Ég var í rauninni augu hans og eyru því ég horfði niður í bát- inn úr dyrunum og talaði stöðugt við hann. Hermann Sigurðsson flugmaður, sem er vanur sjómaður, fylgdist með fjörunni og lét okkur vita þegar ólögin voru að koma yfir bátinn. Þó að ég horfði niður gat ég ekki haft augun af flakinu sjálfu. Ég náði strax í fyrstu tilraun að koma línunni niður og í gegnum dyrnar á brúnni. Við höfðum æft þetta svo stíft tæp tvö árin á undan að segja má að við hefðum verið að upp- skera eins og til var sáð. Þegar við létum sjálfa björgunarlykkjuna síga niður í Barðann vorum við hrædd- ir um að eitthvað færi úrskeiðis. Ég hafði beyg af því sem var að gerast þarna og við áttum enga möguleika á að koma boðum niður til mann- anna. Kunnu ekki á björgunarlykkjuna Við vissum ekki hvort þeir kynnu að fara rétt í björgunar- lykkjuna og sáum ekki hvernig þeir báru sig að við það innan við brúardyrnar. Þegar við töldum að fyrsti mað- urinn væri kominn í björgunar- lykkjuna þorðum við ekki að nota spilið. Fyrstu metrana hífðum við manninn upp á höndum. Um leið og við sáum hann koma út um brú- ardyrnar greip okkur mikil skelf- ing. Maðurinn sat í lykkjunni. Hann átti að smeygja henni undir handarkrikana og draga hök á lykkjunni niður að brjósti. Við höfðum einmitt óttast að einhver myndi setjast í lykkjuna. Ég hafði aldrei áður híft neinn upp sem sit- ur í lykkjunni enda er það í raun- inni stranglega bannað. Ég lýsti því fyrir Páli flugstjóra þegar ég sá manninn koma sitj- andi í lykkjunni. Páli brá en hann gerði sér auðvitað grein fyrir að ekki yrði aftur snúið. Það var úti- lokað að láta manninn síga niður aftur því hann var kominn út úr brúnni. Menn gerðu sér grein fyrir að þetta var mikið hættuspil. Ekki var um annað að ræða en að gera það sama og karlinn sagði á togaranum í gamla daga: „Hífa, slaka eða gera bara eitt- hvað.“ Maðurinn hékk þarna sitj- andi í lykkjunni og allt virtist kom- ið í óefni. Hvað voru margir eftir á lífi um borð? Ég vissi hvernig hag- aði til í þessum báti og að pláss- ið væri ekki mikið þarna fyrir níu menn miðað við hvernig báturinn lá. Við sáum þó í gegnum gluggann á kortaklefanum að þar voru aðrir skipbrotsmenn. Á þessari stundu fannst okkur þó útilokað að fleiri en tveir eða þrír væru á lífi. Við hífðum fyrsta manninn upp með spilinu þar sem hann sat í lykkjunni. Þetta var yngsti skip- verjinn. Þegar við vorum búnir að ná honum inn um dyrnar spurðum við: „Hvað eru margir lifandi menn um borð?“ Hann svaraði: „Átta eða níu.“ Við áttum ekki til eitt aukatekið orð. Við vorum alveg steinhissa á því hvernig all- ir þessir menn gátu við þessar að- stæður rúmast í þessum litla korta- klefa – eina afdrepinu sem eftir var þarna niðri. Eftir að hafa séð brak- ið í sjónum og þessar ömurlegu að- stæður við bátinn var tilfinningin ólýsanleg. Það lá við að við öskruðum all- ir: Húrra, húrra, þeir eru allir lif- andi!’’ Hífðu þá úr Kappbuxunum Sigurður Steinar hugsaði á þess- ari stundu að við þessar hættulegu aðstæður yrðu vinnubrögðin að vera markviss en það var útilokað að reyna að flýta sér. Ekkert mátti fara úrskeiðis. Hann slakaði nú björgunarlykkjunni í annað skipt- ið niður að flakinu og vonaði að næsti maður kæmi ekki sitjandi í henni þegar híft yrði upp. Sú von brást. Næsti maður var sitjandi í lykkjunni þegar Sigurður Steinar og Kristján sigmaður horfðu nið- ur að brúardyrum Barðans. Þeim tókst að hífa hann upp á sama hátt og þann fyrsta. Mennirnir í áhöfn þyrlunnar fóru nú að verða mjög áhyggju- fullir. Þó að þeim hefði tekist slysa- laust að hífa tvo menn með þess- um hætti var ljóst að eitthvað yrði til bragðs að taka til að ekki færi illa fyrir þeim sjö sem eftir voru. Sigurður Steinar sá að þeir voru blautir og þrekaðir og óvíst hvort þeir gætu haldist í lykkjunni með sama hætti og fyrstu tveir menn- irnir höfðu gert: „Til að reyna að koma í veg fyr- ir að næsti skipbrotsmaður settist í lykkjuna datt okkur í hug að hægt væri að koma boðum til mannanna með því toga í vírinn um það bil sem hann væri að setjast í lykkjuna og rykkja í hún myndi þá renna upp undir handarkrikana á manninum. Við rykktum nú í vírinn þegar við töldum næsta mann vera að setjast í lykkjuna. Þetta bar árangur. Skip- verjarnir virtust átta sig á hvernig standa bar að þessu. Þetta fór nú að ganga betur og við hífðum þriðja skipbrotsmann- inn upp með lykkjuna undir hand- arkrikunum. Þegar við vorum búnir að hífa fjórða manninn upp úr brúnni kom sláttur á vírinn. Ég varð smeykur því maðurinn sveiflaðist til. Ég hélt ég myndi missa hann utan í togg- álga á aftanverðum bátnum. En maðurinn var heldur betur lifandi og bjargaði þessu sjálfur. Hann kom með fæturna að gálganum og spyrnti sér frá honum eins og hann væri í bjargsigi. Skipstjórinn kom næstur, en hann var orðinn mjög kaldur. Þetta var farið að ganga ágæt- lega en við skildum ekkert í því að sumir skipbrotsmannanna komu á nærbuxunum upp í þyrluna. Þá kom í ljós að þeir höfðu ver- ið í svokölluðum Kappgöllum sem urðu mjög þungir þegar þeir blotn- uðu. Þegar lykkjan var síðan kom- in utan um mennina og við tókum þá upp, hífðum við þá hreinlega úr Kappbuxunum.“ Dáðist að áhöfn þyrlunnar Þegar Kristján og Sigurður Stein- ar hífðu skipbrotsmennina upp í þyrluna einn af öðrum heyrðu Páll flugstjóri og Hermann flugmað- ur allsérstakar lýsingar í gegnum talkerfi áhafnarinnar sem er inni í hjálmunum sem allir hafa á höfð- inu. Þetta átti sérstaklega við þeg- ar skipverjarnir voru togaðir inn í þyrluna: „Úff, aah, já, komdu hérna, þetta ert fínt, sestu hérna, gott hjá þér,“ heyrðist þegar mennirnir voru tog- aðir um borð og þeir hlunkuðust blautir inn á gólf þyrlunnar. Flug- mennirnir tveir heyrðu ánægjust- unurnar í Kristjáni og Sigurði Stein- ari aftur í. Bergþór stýrimaður var sá sem hafði borið hitann og þungann af því að taka við björgunarlykkjunni sem þyrlumenn létu síga niður. Hann var orðinn svo þrekaður að allar hreyfingar hans voru eins og í kvikmynd sem er sýnd hægt. Úlnliðir hans voru stokkbólgn- ir. Á meðan hann var að athafna sig stóð hann á innanverðum BJARGVÆTTUR NÍU MANNA „Við vorum alveg steinhissa á því hvernig allir þessir menn gátu við þessar aðstæður rúmast í þessum litla kortaklefa – eina afdrepinu sem eftir var þarna niðri. Eftir að hafa séð brakið í sjónum og þessar ömurlegu aðstæður við bátinn var tilfinningin ólýsanleg. Það lá við að við öskruðum allir: Húrra, húrra, þeir eru allir lifandi!’’ Steindór GK Báturinn fórst undir Krísuvíkurbjargi og enn og aftur var það áhöfn á TF-SIF sem bjargaði mönnunum áður en báturinn barðist varnarlaust í hart bergið. Nákvæmni Sigurður Steinar spilmaður tilbúinn. MYND RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.