Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 13
DV Helgarblað föstudagur 20. júlí 2007 13 TF-SIF VAR BYLTING Í BJÖRGUNARSTARFI fyrir flugið. Bogi flaug vélinni rúman kílómetra inn í gilið þar til hann fann hentugan lendingarstað. Þarna var ungi mað- urinn fluttur um borð og ætlunin var að lyfta þyrlunni beint upp úr gilinu, þar eð engum stafaði lengur hætta af grjóthruni vegna niðurstreymis. Bogi náði vélinni í um 40 metra hæð, þeg- ar hana skorti afl til að komast lengra. „Ég bölvaði,“ segir Bogi. Að bakka út úr gili Bogi lét þyrluna hanga í andartak og tók ákvarðanir á ógnarhraða. „Ég stakk upp á því við Tómas Helgason flugmann að við bökkuðum þyrlunni út úr gilinu.“ Þetta varð úr. Magni sigmaður hafði hlerann opinn og sagði Boga til á meðan hann bakk- aði þyrlunni, rúman kílómetra út úr þröngu gili í takmarkaðri birtu. Tóm- as fylgdist með fjarlægð spaðanna frá skriðunum á vinstri hliðinni. Sigurgeir Sigurðsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, var áhorfandi að þessum tilfæringum. „Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Ég óttaðist að eitthvað færi úrskeiðis vegna þess að vindurinn var svo sterkur ofan við gilið. Skyggnið var svo slæmt að varla sá handa skil og gilið var svo þröngt að ekki var hægt að snúa þyrlunni við,“ segir Sigurgeir í bók Óttars Sveinssonar. Bogi og áhöfn hans flugu TF-SIF í nætursjónflugi til Reykjavíkur og slas- aði vélhjólamaðurinn komst á spít- ala. Erfiðleikar í fyrstu „Grunnurinn að björgunarflugi á Íslandi var lagður með menn eins og Pál Halldórsson og Benóný Ásgríms- son í framvarðasveitinni. Fyrstu árin var það okkar helsti vandi að vélarnar voru fremur afllitlar,“ segir Bogi. Bogi segir að þyrluflugið hafi gengið brösuglega fyrstu árin. Menn hafi skort reynslu og fengið sinn skerf af óheppni í ofanálag. „Þarna voru þó línurnar lagðar, bæði hvað varð- ar rekstur, viðhald og framkvæmd. Það var nauðsynlegt að fara í gegnum þetta skeið, jafnvel þó að svartsýn- israddirnar hafi stundum verið yfir- gnæfandi.“ Bogi segir að við ákveðnar aðstæður hafi TF-SIF og sambærileg- ar vélar verið of kraftlitlar. „Það var alltaf verið að bæta útbúnaði í vélina og svo þurfa náttúrulega læknarn- ir sínar græjur. Þegar við vorum full- lestaðir þá mátti oft engu muna með aflið,“ segir Bogi. Hann bendir þó á að minni þyrlur á borð við TF-SIF séu mjög hentugar í styttri verkefni, einkum á landi. Þær séu fljótar í förum og eigi að mörgu leyti auðveldara með að athafna sig en stærri og kraftmeiri vélar. Áfallið í Jökulfjörðum Fyrir tíma TF-SIF höfðu menn reynt fyrir sér með TF-GNÁ, þyrlu af Sikorsky-gerð. „Þetta var heldur kraft- lítil vél en stóð engu að síður fyrir sínu,“ segir Bogi. Þessi þyrla brotlenti á Skálafelli árið 1975 þegar öxull í stél- skrúfu brotnaði. „Það er kaldhæðn- islegt að við skulum hafa setið uppi með verksmiðjugalla í þessari einu þyrlu þegar Bandaríkjaher gerði út 600 sams konar vélar áfallalaust.“ Versta áfallið var þó þegar TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum árið 1983. Fjög- urra manna áhöfn fórst. „Þetta var gríðarlegt áfall fyrir alla. Það er talið að rennihurð á vélinni hafi losnað af og farið í spaða í lítilli hæð með þess- um hörmulegu afleiðingum.“ Næsta bylting í þyrlumálum lands- manna varð svo við komu TF-LÍF, þyrlu af Super Puma-gerð. Bogi segir að þarna hafi Landhelgisgæslan ver- ið komin með kraftmikla björgunar- þyrlu í hendurnar sem sé fær um að takast á við erfið verkefni úti á sjó. TF-SIF á safn Bogi á síður von á því að það verði þess virði að gera TF-SIF flughæfa að nýju. „Það er alveg eins líklegt að það sé kostnaðarsamt verk og hún gæti eins orðið til vandræða eftir slíka að- gerð,“ segir hann. Það hefur hvarflað að honum að þyrlan gæti átt sér annars konar fram- tíð. „Það er nú eiginlega hugmynd Júlíusar Heiðarssonar flugmanns að TF-SIF verði komið fyrir á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli. Þar gæti hún staðið sem minnisvarði um allt sem á henni var afrekað, því hún skip- ar mikilvægan sess í flugsögu lands- manna.“ Þarna er að finna samhljóm með hugmyndum Bergþórs Ingibergsson- ar, sem var einn þeirra sem bjargað var um borð í TF-SIF þegar Barði GK strandaði við Skarðsnes í mars 1987. „Við náðum metútkalli og björguðum lífi barns sem hafði hlotið alvar- lega höfuðáverka.“ Bókin Útkall alfa TF-SIF byggist að miklu leyti á viðtölum við flugstjórana Pál Halldórsson, Benóný Ásgrímsson og Boga Agnarsson. Höfundur bókar- innar, Óttar Sveinsson blaðamaður, vann um árabil hjá DV. Hann hafði kynnst flugstjórum Landhelgis- gæslunnar ágætlega í störfum sínum sem blaðamað- ur. „Það var alltaf alveg skýrt hjá þessum mönn- um að þeir vildu aldrei að ég kallaði þá hetjur, und- ir neinum kringumstæðum,“ segir Óttar. Hann telur að mörg erfiðustu björgunarafrek síðari ára hafi ein- mitt verið unnin á TF-SIF, ekki síst í ljósi þess að hana skorti stundum afl til þess að ráða við sumar af þeim aðstæðum sem menn neyddust til þess að vinna við. „Þessir menn eru fyrst og fremst fagmenn. Þeir eru skipulagðir og yfirvegaðir og það er þægilegt að vinna með þeim. Þeir fjölmörgu sem var bjargað um borð í þyrluna lýstu þessum mönnum gjarnan eins og þeir væru annað hvort guðir eða vélmenni,“ seg- ir Óttar. Hann segir að margir beri vafalaust miklar tilfinningar í brjósti gagnvart TF-SIF og segist sjálfur hafa átt erfitt með sig þegar hann frétti af því að þyrl- an hefði endað í sjónum. „Það eru margir sem horfa þarna á eftir lífgjafanum.“ Óttar telur, eftir á að hyggja, að vel sé mögulegt að TF-SIF eigi stærstu og fjölbreyttustu flugbjörgun- arsögu í Norður-Atlantshafi. „Svona er þetta í það minnsta í mínum huga,“ segir hann. „Þegar ég var að skrifa þessa bók þá var þetta í rauninni eina vélin sem við áttum. Það komu upp aðstæður á borð við þær þegar bjarga þurfti manni úr 1.850 metra hæð í Vatnajökli. Hvað áttu menn að gera? Þessi þyrla hafði ekki flugeiginleika til þess að framkvæma þetta verk.“ Óttar segist hafa kynnst þessum flugstjórum vel og kynnin vari enn þann dag í dag. „Þessir menn eru meðal þess besta sem íslenska þjóðin á, það er engin spurning.“ EINS OG GUÐIR EÐA VÉLMENNI Óttar Sveinsson segir þyrluflugstjórana aldrei hafa viljað láta kalla sig hetjur: Útkall alfa TF-SIF Óttar sveinsson blaðamaður skrásetti frásagnir af björgunum sem framkvæmdar voru á tf-sIf. Hann segir þyrluflugstjórana vera skipulagða fagmenn sem ekki vildu vera hetjur. þyrlu á sínum tíma og það var eins og menn væru að reyna að kría síð- ustu krónuna út úr ríkissjóði. Nú koma þyrlurnar bara á færibandi, blessunarlega. Það tók bara þennan tíma fyrir bæði almenning og ráða- menn að átta sig á því hversu nauð- synleg þessi tæki eru.“ Hann stingur að lokum upp á því að TF-SIF verði varðveitt til minningar um þau afrek sem unnin hafa verið. „Mér þætti það ekki ónýtt einhern tímann í ell- inni að geta rölt og klappað henni aðeins.“ „Það kostaði blóð, svita og tár að fá þessa þyrlu á sín- um tíma og það var eins og menn væru að reyna að kría síðustu krónuna út úr ríkissjóði.“ Stýrimaður á Barðanum Bergþór segist alltaf líta upp með nokkurri lotningu þegar hann sér landhelgisgæsluþyrlu fljúga yfir. Áhöfninni á Barðanum var bjargað upp í tf-sIf í aftakaveðri við snæfellsnes fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Bergþór gaf dóttur sinni millinafnið sif í kjölfar björgunarinnar. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.