Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 43
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 43
Einar Már Guðmundsson
Enginn hefði get-
að skrifað mínar
bækur nema ég
„Þær eru margar, en samt hefur mig
aldrei langað til að hafa skrifað þær, heldur
hugsað, þetta er hægt, þetta er flott, af þessu
get ég lært. Sko, bókmenntaverk eru svo
persónuleg, að maður ímyndar sér sjaldan
að maður sé einhver annar en maður er og
heimur allra annarra verka en minna eigin,
er framandi, en samt minn. Slík verk koma
róti á hugann, eru eins og hrærivél, í já-
kvæðri merkingu. Ég er líklegri til að heyra
sögu eða upplifa og vilja koma henni til
skila og þá er mér hugsað til margra verka,
þau bara lifa með mér. Um leið og ég ætla
að fara að nefna eitt kemur annað upp í
hugann, þannig að ég vil ekkert vera að
gera upp á milli þeirra. En hvað með Kött
og mús? Hvað með Bjargvættinn í grasinu?
Jú, það hefði verið gaman að skrifa þær, en
þá hefðu þær gerst í Reykjavík. Svona pæl-
ingar missa sín alveg. Þær eru fyrir draum-
óramenn sem ekki skrifa. Enginn hefði get-
að skrifað mínar bækur nema ég og það er
alveg nóg fyrir mig. Ég hef annars dálítið
gaman af að velta þessu fyrir mér. Ég hugsa
að ég hefði til dæmis getað hugsað mér að
hafa skrifað Línu langsokk, en bara ef Astr-
id hefði ekki gert það. Ég myndi ekkert vilja
vera hún, skilurðu? Svo hefði auðvitað verið
mjög gaman að skrifa öll þessi ávörp, einsog
Kommúnistaávarpið, Fútúristaávarpið, Sur-
realistaávarpið... en þeirri löngun er ég nátt-
úrlega búinn að svala með Bítlaávarpinu.
En hvað þá með Bréf til Láru eða Vefarann
mikla frá Kasmír... Svona mætti endalaust
prjóna og að lokum kæmi í ljós að besta
bókin er Gagn og gaman... Án hennar hefðu
menn ekkert komist úr sporunum...“
Vigdís Grímsdóttir
Vakti fallegustu
flóruna inni
í mér
„Mig hefur alltaf dreymt um að hafa
skrifað Jólaóratoríuna eftir Göran Tun-
ström. Í mínum hæstu draumum hef ég
bara ímyndað mér að ég væri hann. Jóla-
óratorían er nefnilega bara yndisleg. Ég
veiktist þegar ég var búin að lesa hana.
Ég er ekki að mæla með því að fólk veik-
ist eftir lestur góðra bóka en það kom
fyrir mig og ég lá í rúminu í þrjár vikur
eftir að ég las þessa yndislegu bók. Hún
hafði svona sterk áhrif á tilfinningalífið,
á alla fallegustu flóruna inni í mér sem
var dálítið vel falin áður en ég las hana.
Ég vaknaði. Ég les þessa bók oft og sæki
í hana kraft.“
Þórarinn Eldjárn
Mín bók hefði
orðið ennþá
betri
„Mig langar aldrei til að hafa skrifað
verk annarra núlifandi höfunda, hversu
góð sem þau kunna að vera. Ef ég verð
fyrir því óláni að finna fyrir snöggri að-
kenningu af öfund í hjarta mínu vegna
velgengni einhvers kollega lækna ég
sjálfan mig með því að spyrja: Já, en
hefðir þú viljað skrifa þessa bók? Svarið
er undantekningarlaust nei. Stöku sinn-
um segir maður þó: Af hverju gat ég ekki
fengið þessa hugmynd? Mín bók hefði
orðið ennþá betri.
Hinu er ekki að leyna að gaman væri
að hafa verið höfundur Njálu eða Sjálf-
stæðs fólks. En byðist mér það hlyti ég
að gjalda fyrir með lífi mínu og til þess
er ég enn ekki reiðubúinn.“
Ingibjörg Hjartardóttir
Kvenspæjarastofa
númer eitt
„Sem betur fer kemur það stundum fyrir mig
að verða svo glöð, hugfangin og hamingjusöm eftir
lestur góðrar bókar að ég segi við sjálfa mig: Svona
bók hefði ég viljað skrifa sjálf. Þetta kom til dæm-
is fyrir mig þegar ég hafði lesið Kvenspæjarastofu
númer eitt sem varð til þess að ég las allar hinar
bækurnar í seríunni sem komu í kjölfarið. Höfund-
inum Alexander McCall Smith tekst svo snilldar-
lega að flétta saman spennandi atburðarás, húmor
og mannúð um leið og hann dregur upp sannfær-
andi og hugstæða mynd af daglegu lífi í Botsvana
í Afríku. Galdurinn felst í einföldum söguþræði og
hlýlegum persónum sem höfundurinn lýsir af mik-
illi tilfinningalegri næmni.
Þannig vil ég skrifa. Mig langar að skrifa svona
bók sem myndi þá eiga sér stað í litlu samfélagi úti
á landsbyggðinni á Íslandi. Mig langar til að bregða
upp einfaldri mynd af daglegu lífi fólksins þar,
skapa persónur sem ég og væntanlegir lesendur
mínir myndum elska og sakna um aldur og ævi.“
Bragi Ólafsson
Mannhatari sem elskar skáldskapinn
„Það eru kannski helst þær bæk-
ur sem ég las þegar ég var að byrja að
lesa svokallaðar fagurbókmenntir sem
mér dettur í hug að mig hafi langað til
að skrifa sjálfur. Þá var það örugglega
hver bókin á fætur annarri sem virkaði
þannig á mann. Einn mánuðinn var það
kannski Myndin af Dorian Gray, þann
næsta Náðargáfa Humboldts, og hálfum
mánuði síðar Býkúpan. Og þremur vik-
um síðar var óhugsandi að mann lang-
aði til að skrifa skáldsögu, vegna þess að
maður var búinn að lesa ævisögu Bau-
delaires. En í dag er þetta líklega öfugt;
jafnvel þótt maður hrífist af bók er al-
gengara að maður hugsi: svona bók vil
ég ekki skrifa. Ástæðan fyrir því er auð-
vitað sú að maður telur sig sjálfan hafa
fundið réttu aðferðina við að skrifa bók.
Sem er bæði hárrétt og kolrangt. Það er
hins vegar ein bók sem ég hef lesið á síð-
ustu árum, fyrst á ensku, svo í íslenskri
þýðingu, sem ég hefði ekkert á móti að
hafa skrifað sjálfur. Það er Steinsteypa
eftir austurríska skáldsagna- og leik-
ritahöfundinn Thomas Bernhard. Þetta
er fremur stutt skáldsaga og fjallar í enn
styttra máli um tónlistargagnrýnandann
Rúdólf sem í tíu ár hefur verið að búa sig
undir að skrifa bók um eftirlætistón-
skáldið sitt, Mendelssohn. Hann lendir
síðan í miklu basli við að koma á blað
fyrstu setningu bókarinnar, og er helsta
ástæðan fyrir þeim erfiðleikum heim-
sókn systur hans, sem hann þolir ekki,
og síðan brottför hennar sem hamlar
honum ekki síður en heimsóknin. Ein-
ræða Rúdólfs, sem Bernhard skrifar í
einni lotu án greinarskila, er flæðandi
texti, en mjög nákvæmur og einbeittur,
og alger andstæða við það sem hrjáir
sögupersónuna, tregðuna í höfði henn-
ar. Eins og flestar góðar bækur fjallar
Steinsteypa um mikinn sársauka og
depurð á mjög húmorískan hátt. En
líka það skemmtilega vandamál sem
felst í því að þegar hindrunin er úr vegi
verður tilhugsunin um hana erfiðari
að yfirstíga en hindrunin sjálf. Thom-
as Bernhard hefur oft verið kallað-
ur mannhatari, og það er einmitt það
sem hann er, sem höfundur, en það
dylst engum að hann elskar viðfangs-
efni sitt, skáldskapinn.“
VILDIR ÞÚ HAFA SKRIFAÐ?
HVAÐA BÓK