Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 31
Vonbrigði á Spáni
Eftir eitt ár í Napóli fór Jón Arnór til Val-
encia á Spáni tímabilið 2006–2007. Sá tími var
Jóni erfiður og einkenndist hann af meiðsl-
um og vonbrigðum. „Ég meiddist í landsleik
gegn Lúxemborg, reif liðband í ökkla. Þegar ég
kom til baka til liðsins gekk mér illa að ná mér
í gang. En síðan komst ég loksins að aftur og
fór að spila. Strax í þriðja leik lenti ég í því að
rífa vöðva í lærinu og var meiddur í sex vik-
ur. Liðinu gekk illa á þessum tíma og þá urðu
þjálfaraskipti. Eftir að nýr þjálfari tók við fékk
ég aldrei tækifæri og var lengi að koma mér í
gang. Sjálfstraustið varð minna og það skipt-
ir öllu. Spánartíminn var því miður leiðinleg-
ur en mig langar þangað aftur þar sem þetta
er hörkudeild sem ég á eftir að sanna mig í,“
segir Jón.
„Ég fékk mig lausan frá Valencia og gekk til
liðs við Rómarliðið undir lok tímabilsins. Lið-
ið er mjög gott og spilar í Meistaradeild Evr-
ópu. Þar spiluðum við tvo leiki á viku og sam-
keppnin er mikil. Þegar ég byrjaði að spila fékk
ég sjálfstraustið aftur og leið vel í aðstæðum
sem ég þekkti á Ítalíu. Við erum með tvo hörku
Ameríkana og einn Serba sem er einn virt-
asti körfuboltamaður Evrópu fyrr og síðar. Við
hefðum í raun átt að gera betur en við gerðum
í fyrra. Við töpuðum úrslitaleiknum í bikarnum
og töpuðum í undanúrslitum í ítölsku deild-
inni. Ítalska deildin er mjög sterk, svona þriðja
til fjórða sterkasta deild Evrópu. Hér eru öll lið-
in sterk og maður er alltaf að keppa hörkuleiki.
Er orðinn skynsamari leikmaður
Fyrst þegar ég lék erlendis hljóp ég ákveðinn
upp að körfunni óhræddur og hraður. En núna
eftir að ég fór að keppa í sterkari deildum hef
ég þurf að bæta skotið mitt því það eru þvílík-
ir durgar undir körfunni sem erfitt er að kom-
ast framhjá. Það gengur ekki lengur að rjúka að
körfunni. Maður lætur skynsemina meira ráða
för og ég hef æft mig í skotum af millilengd og
fyrir utan þriggja stiga línuna. Varnarlega hef
ég bætt mig mikið og það hefur hjálpað mér
mikið á mínum ferli að vera góður í sókn og
vörn,“ segir Jón.
Lífið í körfuboltanum
„Yfirleitt hefur verið góður andi í þeim lið-
um sem ég hef verið í. Við förum út að borða
saman og fáum okkur bjór eftir sigurleiki. Við
förum í keilu og bíó þannig að það er margt
gert. Yfirleitt er tekið vel á móti manni hvar
sem maður kemur. Ég er yfirleitt nýi gæinn og
alltaf svolítið smeykur við það þegar ég byrja á
nýjum stað en það reddast alltaf. Þetta er alltaf
eins, maður kemur inn í nýjan klefa og enginn
þekkir mann. En svo kynnist maður strákunum
fljótt og það er mikilvægt. Þegar ég kom aftur til
Ítalíu kannaðist ég við andlitin á strákunum og
það var betra fyrir mig,“ segir Jón.
„Maður hefur fullt af tíma á milli æfinga sem
maður notar í að lesa, hanga á netinu og tala
við fólk heima og horfa á DVD. Þetta er ósköp
venjulegt líf fyrir utan frítímann,“ segir Jón.
„Ég elska ítalska menningu og ég borða úti
á hverju kvöldi. Ég reyni alltaf að þræða hliðar-
göturnar til þess að finna ekta rómverskt eld-
hús, með ekta ítölskum mat og reyni að forðast
ferðamannastaðina. Mér finnst algjör snilld að
ganga um miðbæinn í Róm og setjast á kaffi-
hús og fylgjast með fólkinu. Ég er ekkert flók-
inn gaur og hef áhuga á venjulegum hlutum
eins og hver annar, það þarf ekki mikið til að
skemmta mér,“ segir Jón Arnór.
Var góður í fótbolta líka
Jón var liðtækur á knattspyrnuvellinum á
sínum yngri árum og spilaði í yngri flokkunum
með Fram í Safamýri. Aðspurður hvort aldrei
hafi komið til greina að velja fótboltann segir
Jón: „Ég held ekki, stundum spyr maður sig af
hverju maður valdi ekki fótboltann, því ég elska
að vera úti og spila fótbolta. En ég er mjög sátt-
ur við mitt val í dag,“ segir hinn geðþekki Jón
Arnór Stefánsson að lokum.
vidar@dv.is
DV Sport FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 31
Á FLAKKI FRÁ
15 ÁRA ALDRI
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON
Hefur spilað víða við góðan orðstír.