Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 35
Eftirminnilegasta atvikið á Opna breska Mörg spennandi mót hafa farið fram á Opna breska í gegnum tíðina. Fá ef nokkur eru þó eftirminnilegri en þegar Frakkinn Jean Van der Velde henti vísum sigri á glæ á síðustu holunni árið 1999. „Hann spilaði sennilega sitt besta golf á ferlinum í sjötíu og eina holu, en sennilega verstu holu á ferlinum á þeirri síðustu,“ segir Jim Furyk um atvikið. Ævintýraleg spilamennska Van der Velde byrjaði á 18. teig á Carnoustie-vellinum. Honum nægði að fara á tveimur höggum yfir pari vallarins til þess að vinna mótið. Þá upphófst röð furðulegra ákvarðana og mistaka þar sem Velde endaði á því að spila hol- una á þremur höggum yfir pari. Í lokin þurfti hann meira að segja að setja þriggja metra pútt í holu til þess að komast í umspil við Paul Lawrie og Justin Leonard þar sem Lawrie sigraði að lokum. Mikið hefur verið rætt um þetta atvik síðan það gerðist. Sumir vilja meina að þetta sé meðal mestu mistaka íþróttasögunnar. Aðrir kjósa hins vegar að benda á það hve vel Van der Velde tókst að takast á við þennan farsa og hefur hann alla tíð tekið því létt þegar fréttamenn eða aðrir minnast á atvikið. DV Sport FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 35 Um helgina fer fram Opna breska mótið í golfi og er það eitt af fjórum risamótum sem fram fara hvert ár. Mótið er sögufrægasta golfmót heims og þar vilja allir kylfingar sigra. Tiger Woods stefnir á að komast á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti golfarinn í 50 ár til þess að vinna mótið þrisvar í röð. KEMST TIGER Í SÖGUBÆKURNAR? Opna breska mótið er elsta og sögufrægasta golfmót heims. Bretland er vagga golfsins og allir kylfingar vilja vinna mót- ið vegna þeirrar virðingar sem það nýtur. Tiger Woods getur komist á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti kylfingurinn í fimmtíu ár til þess að vinna mótið þrisvar í röð. Sagan Fyrsta Opna breska mótið fór fram á Prestwick-vellinum árið 1860 og var hið fyrsta þar sem einungis atvinnu- golfurum var leyfilegt að taka þátt. Þá voru spilaðar tólf holur á ein- um degi og sigurvegarinn Willie Park eldri fór holurnar tólf á 174 höggum. Upphaflegu sigurverðlaun- in voru sértilgert belti, rautt og úr leðri með silfursylgju en engir peningar voru í boði. Í dag fær sigurvegarinn í sinn hlut 720 þúsund pund, eða rúmlega 88 milljónir ís- lenskra króna. Eftir að beltið vannst til eignar eru verðlaunin nú hinn fornfrægi bikar Claret jug. Fyrstu sigurvegarar mótsins voru allir skosk- ir atvinnumenn. Einungis sex sinnum hafa áhugamenn sigrað á mótinu og gerðist það á árabilinu 1890–1930. Eftir seinni heimsstyrjöldina jókst ásókn útlendinga í að keppa á mótinu. Fyrir vikið komu sigur- vegararnir víða að og kylfingar á borð við Suður-Afríkumann- inn Bobby Locke og Ástral- ann Peter Thompson unnu Opna breska mótið níu af ellefu skiptum á árun- um 1948–1958. Að vísu ber að taka það fram að Opna breska mótið á þessum tíma fór fram á sama tíma og Opna PGA- mótið. Af þeim sök- um vant- aði oft besta kylfing heims á þeim tíma, Paul Hogan, sem keppti á PGA-mótinu sem haldið var í Bandaríkjunum. Hann vann Opna breska mótið einungis einu sinni, árið 1953 á Carnoustie-vellinum, sem er sami völl- ur og mótið fer fram á í ár. Bandaríkjamenn sýna yfirburði Innrás Bandaríkjamanna á mótið hófst ekki af alvöru fyrr en eftir árið 1960. „Turnarnir þrír“ Arnold Palmer, Gary Play- er og Jack Nicklaus háðu á þeim árum margar spennandi keppnir um sigur á risamótum. Ákveðin kaflaskil urðu á Opna breska árið 1961 þegar Arnold Palmer varð fyrstur til þess að vinna mótið fyrir augum sjónvarpsáhorfenda í Bandaríkjun- um sem hylltu hann sem þjóðhetju. Það hafði þau áhrif að fleiri Bandaríkjamenn hófu þátttöku í Opna breska mótinu og sigrar þeirra urðu tíðari fyrir vikið Yfirburðir Bandaríkjamanna á Opna breska stóðu nær óslitið allt til ársins 1983 þegar Evrópubúar, þeirra á meðal Bretar sjálfir, stöðvuðu sigurgöngu þeirra. Til ársins 1995 kom aðeins einn sigurvegari frá Bandaríkjunum og menn á borð við Bretann Nick Faldo, Spánverjann Seve Ballesteros og Skot- ann Sandy Lyle lyftu bikarnum á þessu tímabili. Eftir það var aftur komið að Bandaríkjamönnum sem hafa að mestu einok- að bikarinn undanfarin ár. Þeirra á meðal er besti golfari heims um þessar mundir en hann getur skráð nafn sitt á spjöld sög- unnar með sigri á Opna breska mótinu um helgina. Tiger Woods getur komist í sögubækurnar Með sigri á Carnoustie-vellinum í Skotlandi verður Tiger Woods sá fyrsti í 50 ár til þess að vinna Breska opna þrisvar í röð og sá fimmti í sögunni. Síðast var það Peter Thomsons sem náði þessum árangri þegar hann sigraði þrisvar í röð á ár- unum 1954–1956. Tiger hefur tvívegis áður verið í þeirri stöðu að geta unn- ið þriðja risamótið í röð. Árið 2001 á PGA-mótinu og á US Masters-mótinu árið 2003. Því hefur Tiger skiljanlega mik- inn áhuga á því að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar með því að vinna Opna breska þrisvar í röð. „Það yrði mjög gaman að vinna Opna breska. Það er uppáhaldsmótið mitt. Ég gleymi aldrei fyrsta mótinu mínu sem fram fór á St. Andrews, sagan, hefðin og andrúmsloftið var engu líkt,“ segir Tiger. Aðstæður munu hafa mikil áhrif á Carnoustie Vellirnir sem notaðir eru á Opna breska mótinu eru gjarn- an erfiðir. Þeir „refsa“ golfurunum fljótt ef þeir gera mistök og veðrið er óútreiknanlegt. Fyrir vikið er undirbúningur golfara með öðrum hætti fyrir þetta mót en önnur. Carnoustie-völlurinn er staðsettur á austurströnd Skot- lands og rigning og rok eru fylgifiskur sumarsins á þessum slóðum. „Allir segja að á Opna breska verði maður að mæta með langermapeysur og regnstakk. Á síðasa ári var hins vegar meira en þrjátíu stiga hiti allan tímann. Því er í rauninni eina leiðin til að búa sig undir það að búast við öllu,“ segir Banda- ríkjamaðurinn Phil Mickelson. Carnoustie-völlurinn þykir erfiður viðureignar fyrir golfar- ana. Ólíkt því sem gerist víða í Bandaríkjunum skoppar bolt- inn ekki mikið eftir lendingu heldur stoppar hann fljótt. Karg- inn í kringum flatir og úti á vellinum er mjög þykkur og því afar mikilvægt að hitta brautirnar í upphafshöggum. Það getur hins vegar reynst erfitt ef vindur er mikill eins og gjarnan er á þessum slóðum. Margir eru tilkallaðir Marga dreymir um góðan árangur á Carnoustie-vellinum um helgina. Tiger Woods er augljóslega sigurstranglegur þar sem hann er í efsta sæti heimslistans. Margir geta þó velgt Tig- er undir uggum. Phil Mickelson hefur aldrei náð sér almenni- lega á strik á Opna breska en hann hefur undirbúið sig vel og spilaði á Opna skoska mótinu fyrir viku þar sem hann lenti í öðru sæti. Jim Furyk er alltaf við toppinn enda frábær golfari og ekki má gleyma Suður-Afríkumanninum Ernie Els. Margir eru svartsýnir fyrir hönd Evrópubúa. Nick Faldo gagnrýndi golfara frá Evrópu í vikunni fyrir að vera of miklir vinir í stað þess að láta samkeppnina og einbeitingu að sigri ráða för á golfvellinum. Hugsanlega er það ástæðan fyrir því að átta ár eru síðan Evrópubúi sigraði síðast á mótinu, en það gerði Skotinn Paul Lawrie. Hvað sem því líður er ljóst að Colin Montgomery langar óskaplega mikið í sigur á þessu móti, en hann hefur aldrei náð að landa sigri á risamóti þrátt fyrir að hafa lengi verið meðal bestu golfara heims. Paul Lawrie óskar þess heitt að endurtaka leikinn á vellinum sem hann vann mótið á fyrir átta árum, en honum líkt og mörgum öðrum Evrópubúum, gremst að hafa ekki náð betri árangri á Opna breska síðastliðinn áratug. „Mér líkar ekki að vera síðasti Evrópubúinn til þess að sigra. Mig langar að sigra en ef það verður ekki ég þá vil ég í það minnsta að það verði einhver annar Evrópubúi,“ segir Lawrie. Jean Van der Velde Frakkinn gleymist seint eftir klúðrið fyrir átta árum. Jack Nicklaus Upphafið að yfirburðum Bandaríkjamanna á Opna breska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.