Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill Ólafur Helgi fæddist í Reykjavík 2.9. 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1978 og lauk námi í opinberri stjórn- sýslu og stjórnun við Endurmenntun- arstofnun HÍ 1999. Á háskólaárunum starfaði hann m.a. hjá sýslumanninum og bæjarfóg- etanum á Ísafirði, var dómarafulltrúi sýslumanns Árnesinga og bæjarfóg- etans á Selfossi 1978-84, settur bæjar- fógeti á Siglufirði 1983, skattstjóri Vest- fjarðaumdæmis 1984-91, sýslumaður Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1991-1992, sýslumaður þar 1992-2002, og hefur verið sýslumaður á Selfossi frá ársbyrjun 2002. Hann var stundakenn- ari við Gagnfræðaskóla Selfoss, FSU og MÍ. Ólafur Helgi sat í stjórn Vöku 1973- 74, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1978-85, í stjórn FUS í Árnessýslu 1978-85 og var formaður 1979-81, í stjórn SUS 1979-85, í bæjarstjórn Sel- fosskaupstaðar 1982-84 og í bæjarráði 1982-83 og 1984, sat í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðar 1986-91, var forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs 1990-91, sat í stjórn Orkubús Vestfjarða 1986-91, var formaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga 1990-91 og sat í hér- aðsnefnd og héraðsráði Ísafjarðarsýslu á sama tíma og formaður skólanefndar MÍ 1996-2001, hefur setið í stjórn Blóð- gjafafélags Íslands frá 2002, er formað- ur félagsins frá 2004 og er gjaldkeri Int- ernational Federation og Blood Donor Organization frá 2005. Fjölskylda Ólafur Helgi kvæntist 3.10. 1976 Þórdísi Jónsdóttur, f. 3.10. 1958, hús- móður, stúdent og hárgreiðslukonu. Hún er dóttir Jóns Magnúsar Magn- ússonar, yfirverkstjóra í Reykjavík, og Kristrúnar Bjarneyjar Hálfdánar- dóttur húsmóður. Börn Ólafs Helga og Þórdísar eru Kristrún Helga, f. 29.10. 1980, nemi í félagsráðgjöf við HÍ; Melkorka Rán, f. 7.6. 1983, nemi í ferðamálafræði við Foothill College í Kaliforníu; Kolf- inna Bjarney, f. 5.7. 1992, grunn- skólanemi; Kjartan Thor, f. 6.7. 1992, grunnskólanemi. Hálfbróðir Ólafs Helga, sam- mæðra, er Jökull Veigar, f. 21.12. 1948, rafvirki, búsettur í Bessastaða- hreppi. Alsystkini Ólafs Helga eru Skúli, f. 1.9. 1954, viðskiptafræðingur og MBA, búsettur í Colorado í Banda- ríkjunum; Hjálmar, f. 1.3. 1958, við- skiptafræðingur og MBA í Reykja- vík; Bergdís Linda, f. 1.8. 1963, BA í íslensku og kennari við Borgarholts- skóla. Foreldrar Ólafs Helga eru Kjart- an T. Ólafsson, f. 24.7. 1924, fyrrv. vélfræðingur við Írafossvirkjun, nú á Selfossi, og k.h., Bjarney Ágústa Skúladóttir, f. 26.10. 1926, húsmóðir. Ætt Systir Kjartans er Ragnhild- ur, móðir Árna R. Árnasonar alþm. Kjartan er sonur Ólafs Helga, út- vegsb. á Látrum í Aðalvík Hjálm- arssonar, b. í Stakkadal Jónssonar. Móðir Hjálmars var Ásta Theóphíl- usdóttir. Móðir Ástu var Gróa Árna- dóttir frá Látrum. Móðir Gróu var Ásta Guðmundsdóttir, pr. á Stað Sig- urðssonar, pr. í Holti Sigurðsson- ar, prófasts þar Jónssonar, prófasts í Vatnsfirði Arasonar, sýslumanns í Ögri Magnússonar prúða. Móðir Sig- urðar Sigurðssonar var Helga Páls- dóttir, prófasts í Selárdal Björnsson- ar, sýslumanns á Bæ Magnússonar, bróður Ara. Móðir Helgu var Helga Arngrímsdóttir, lærða á Mel Jóns- sonar. Móðir Ólafs Helga á Látrum var Ragnhildur Jóhannesdóttir frá Stakkadal en móðir hennar var Her- borg, systir Sigurfljóðar, langömmu Árna Gunnarssonar, fyrrv. alþm, og systir Zakaríasar, langafa Rannveig- ar Guðmundsdóttur, fyrrv. alþm. Herborg var einnig systir Ingibjargar, langömmu skáldkvennanna Fríðu og Jakobínu Sigurðardætra. Herborg var dóttir Zakaríasar, b. í Stakka- dal Zakaríassonar. Móðir Zakarías- ar yngri var Björg, systir Gróu. Móðir Kjartans var Sigríður Jóna Þorbergs- dóttir, b. í Efri-Miðvík í Aðalvík Jóns- sonar og Oddnýjar Finnbogadóttur. Móðir Oddnýjar var Herborg Kjart- ansdóttir, Sigurðssonar, Pálssonar, bróður Jóns, langafa Valdimars, föð- ur Hannibals ráðherra, föður Jóns Baldvins, fyrrv. ráðherra. Bjarney Ágústa er dóttir Skúla, skipasmíðameistara á Ísafirði Þórð- arsonar Grunnvíkings, fræðimanns á Ísafirði Þórðarsonar, alþm. í Hatt- ardal, bróður Hjalta, föður Magn- úsar á Þröm (Ljósvíkings). Þórð- ur alþm. var sonur Magnússar, pr. á Rafnseyri Þórðarsonar. Móðir Þórðar alþm. var Matthildur Ásgeirsdóttir, pr. í Holti Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Matthild- ar var Rannveig, systir Jóns Mathie- sen, langafa Árna, föður Matthíasar Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, föður Árna fjármálaráðherra. Rann- veig var dóttir Matthíasar, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ættföður Vigu- rættar Ólafssonar, ættföður Eyra- rættar Jónssonar. Móðir Bjarneyjar Ágústu var Sigrún Finnbjörnsdóttir, skipasmiðs í Hnífsdal, bróður Hild- ar, tengdamóður Einars Guðfinns- sonar eldra í Bolungarvík, afa Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Finnbjörn var sonur Elíasar, í Æðey Eldjárnssonar, bróður Péturs, langafa Gissurar, föð- ur Hannesar Hólmsteins pófessors. Móðir Sigrúnar var Ketilríður Árna- dóttir frá Skálavík í Aðalvík. DV Ættfræði föstudagur 20. júlí 2007 41 Merkir Íslendingar: MaÐUr VikUnnar Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi Einar Guðnason f. 19. júlí 1903, d. 14. janúar 1976 Séra Einar Guðnason, sóknar- prestur í Reykholti í Borgarfirði, fæddist á Óspakseyri í Hrútafirði. Hann var sonur Guðna Einarsson- ar, bónda þar, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Bróðir Einars var Jón Guðna- son, prestur á Prestbakka í Hrúta- firði og síðar skjalavörður við Þjóð- skjalasafnið, faðir rithöfundanna Guðrúnar, Ingólfs og Torfa, þess er sá um útgáfu Æviskráa samtíðar- manna. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1929. Hann var heimiliskennari að Brekku í Fljóts- dal 1924-1925 og stundakennari við Ungmennaskólann í Reykjavík 1929-1930. Einar varð sóknarprestur í Reyk- holti í Borgarfirði 1930 og þjónaði Reykholtssókn í rúm fjörutíu ár eða til 1972 er hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Þá var hann prófast- ur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1966. Einar var mikill menningar- stólpi í Borgarfirði á sinni tíð og lét sér sérstaklega annt um hið forna höfuðból, Reykholt, sögu þess og staðarímynd. Hann var kennari við Héraðs- skólann í Reykholti í þrjátíu og fjögur ár, formaður Fræðsluráðs Borgarfjarðarsýslu um árabil, for- maður skólanefndar Héraðsskól- ans og formaður Reykholtsnefndar. Þá var hann lengi prófdómari við skólann. Eiginkona Einars var Anna Bjarnadóttir enskukennari. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, upplýsti það í DV á þriðjudaginn að hann byrjaði hvern morgun á því að fá sér lýsi. Hann er hins vegar vel að því kominn að vera maður vikunnar hér á DV fyrir gott fordæmi í að draga úr hraðakstri á Suðurlandsvegin- um í hans umdæmi. Magnús Gylfason, þjálfari Víkings í meist- araflokki karla í knatt- spyrnu, fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Ólafsvík. Hann lauk prófum frá Tækniskóla Íslands og hefur lokið fjölda UEFA- gráða í knattspyrnuþjálf- un á vegum KSÍ. Magnús starfrækir, ásamt föður sínum, fisk- útflutningsfyrirtækið Svalþúfu ehf í Hafnar- firði. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með yngri flokkum KR og með meistara- flokki KR, ÍR, Stjörnunnar og Vík- ings í Ólafsvík. Hann þjálfaði yngri flokka KR í knattspyrnu um árabil, meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá ÍBV og KR og hefur verið þjálfari meistara- flokks karla hjá Víkingi frá 2006. Fjölskylda Kona Magnúsar er Halldóra Sjöfn Róberts- dóttir, f. 19.2. 1966, hár- greiðslukona. Dóttir Magnúsar og Halldóru Sjafnar er Dag- ný Dís Magnúsdóttir, f. 24.9. 1988, nemi við Há- skólann í Reykjavík. Foreldrar Magnús- ar eru Gylfi Magnússon, f. 15.1. 1942, starfrækir fiskútflutnings- fyrirtæki með Magnúsi, og Guð- rún Blöndal, f. 8.8. 1945, fulltrúi hjá Tryggingastofnun. Stefán V. Stefánsson fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík. Stefán hefur lengst af starfað við húsasmíðar og hefur starfað sjálfstætt sl. tíu ár. Hann hefur verið búsettur á Blönduósi frá 1988. Fjölskylda Kona Stefáns er Árný Þóra Árnadóttir, f. 25.7. 1963, matvælafræðingur. Hún er dóttir Árna S. Jóhannssonar og Bryndísar Ármannsdóttur. Dóttir Stefáns og Margrét- ar Pálsdóttur er Eyrún Margrét, f. 20.7. 1979 en börn hennar eru Birta Líf Bjarkadóttir, f. 20.10. 1996, og Eysteinn Ernir Sverrisson, f. 6.6. 2007. Börn Stefáns og Ár- nýjar Þóru eru Daníel Valgeir Stefánsson, f. 4.4. 1988; Brynjar Árni Stef- ánsson, f. 8.4. 1990; Þór- unn Marta Stefánsdóttir, f. 3.6. 1998. Foreldrar Stefáns: Stef- án Sigtryggsson, f. 29.6. 1934, d. í apríl 2002, bif- reiðastjóri, og k.h., Hulda Jakobs- dóttir, f. 30.7. 1937, iðnverkakona. Stefán verður að heiman á af- mælisdaginn. Magnús Gylfason knattspyrnuþjálfari Stefán V. Stefánsson húsasmiður á Blönduósi 60 ára á þriðjudag 40 ára í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.