Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 41
Starfsferill Ólafur Helgi fæddist í Reykjavík 2.9. 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1978 og lauk námi í opinberri stjórn- sýslu og stjórnun við Endurmenntun- arstofnun HÍ 1999. Á háskólaárunum starfaði hann m.a. hjá sýslumanninum og bæjarfóg- etanum á Ísafirði, var dómarafulltrúi sýslumanns Árnesinga og bæjarfóg- etans á Selfossi 1978-84, settur bæjar- fógeti á Siglufirði 1983, skattstjóri Vest- fjarðaumdæmis 1984-91, sýslumaður Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1991-1992, sýslumaður þar 1992-2002, og hefur verið sýslumaður á Selfossi frá ársbyrjun 2002. Hann var stundakenn- ari við Gagnfræðaskóla Selfoss, FSU og MÍ. Ólafur Helgi sat í stjórn Vöku 1973- 74, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1978-85, í stjórn FUS í Árnessýslu 1978-85 og var formaður 1979-81, í stjórn SUS 1979-85, í bæjarstjórn Sel- fosskaupstaðar 1982-84 og í bæjarráði 1982-83 og 1984, sat í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðar 1986-91, var forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs 1990-91, sat í stjórn Orkubús Vestfjarða 1986-91, var formaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga 1990-91 og sat í hér- aðsnefnd og héraðsráði Ísafjarðarsýslu á sama tíma og formaður skólanefndar MÍ 1996-2001, hefur setið í stjórn Blóð- gjafafélags Íslands frá 2002, er formað- ur félagsins frá 2004 og er gjaldkeri Int- ernational Federation og Blood Donor Organization frá 2005. Fjölskylda Ólafur Helgi kvæntist 3.10. 1976 Þórdísi Jónsdóttur, f. 3.10. 1958, hús- móður, stúdent og hárgreiðslukonu. Hún er dóttir Jóns Magnúsar Magn- ússonar, yfirverkstjóra í Reykjavík, og Kristrúnar Bjarneyjar Hálfdánar- dóttur húsmóður. Börn Ólafs Helga og Þórdísar eru Kristrún Helga, f. 29.10. 1980, nemi í félagsráðgjöf við HÍ; Melkorka Rán, f. 7.6. 1983, nemi í ferðamálafræði við Foothill College í Kaliforníu; Kolf- inna Bjarney, f. 5.7. 1992, grunn- skólanemi; Kjartan Thor, f. 6.7. 1992, grunnskólanemi. Hálfbróðir Ólafs Helga, sam- mæðra, er Jökull Veigar, f. 21.12. 1948, rafvirki, búsettur í Bessastaða- hreppi. Alsystkini Ólafs Helga eru Skúli, f. 1.9. 1954, viðskiptafræðingur og MBA, búsettur í Colorado í Banda- ríkjunum; Hjálmar, f. 1.3. 1958, við- skiptafræðingur og MBA í Reykja- vík; Bergdís Linda, f. 1.8. 1963, BA í íslensku og kennari við Borgarholts- skóla. Foreldrar Ólafs Helga eru Kjart- an T. Ólafsson, f. 24.7. 1924, fyrrv. vélfræðingur við Írafossvirkjun, nú á Selfossi, og k.h., Bjarney Ágústa Skúladóttir, f. 26.10. 1926, húsmóðir. Ætt Systir Kjartans er Ragnhild- ur, móðir Árna R. Árnasonar alþm. Kjartan er sonur Ólafs Helga, út- vegsb. á Látrum í Aðalvík Hjálm- arssonar, b. í Stakkadal Jónssonar. Móðir Hjálmars var Ásta Theóphíl- usdóttir. Móðir Ástu var Gróa Árna- dóttir frá Látrum. Móðir Gróu var Ásta Guðmundsdóttir, pr. á Stað Sig- urðssonar, pr. í Holti Sigurðsson- ar, prófasts þar Jónssonar, prófasts í Vatnsfirði Arasonar, sýslumanns í Ögri Magnússonar prúða. Móðir Sig- urðar Sigurðssonar var Helga Páls- dóttir, prófasts í Selárdal Björnsson- ar, sýslumanns á Bæ Magnússonar, bróður Ara. Móðir Helgu var Helga Arngrímsdóttir, lærða á Mel Jóns- sonar. Móðir Ólafs Helga á Látrum var Ragnhildur Jóhannesdóttir frá Stakkadal en móðir hennar var Her- borg, systir Sigurfljóðar, langömmu Árna Gunnarssonar, fyrrv. alþm, og systir Zakaríasar, langafa Rannveig- ar Guðmundsdóttur, fyrrv. alþm. Herborg var einnig systir Ingibjargar, langömmu skáldkvennanna Fríðu og Jakobínu Sigurðardætra. Herborg var dóttir Zakaríasar, b. í Stakka- dal Zakaríassonar. Móðir Zakarías- ar yngri var Björg, systir Gróu. Móðir Kjartans var Sigríður Jóna Þorbergs- dóttir, b. í Efri-Miðvík í Aðalvík Jóns- sonar og Oddnýjar Finnbogadóttur. Móðir Oddnýjar var Herborg Kjart- ansdóttir, Sigurðssonar, Pálssonar, bróður Jóns, langafa Valdimars, föð- ur Hannibals ráðherra, föður Jóns Baldvins, fyrrv. ráðherra. Bjarney Ágústa er dóttir Skúla, skipasmíðameistara á Ísafirði Þórð- arsonar Grunnvíkings, fræðimanns á Ísafirði Þórðarsonar, alþm. í Hatt- ardal, bróður Hjalta, föður Magn- úsar á Þröm (Ljósvíkings). Þórð- ur alþm. var sonur Magnússar, pr. á Rafnseyri Þórðarsonar. Móðir Þórðar alþm. var Matthildur Ásgeirsdóttir, pr. í Holti Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Matthild- ar var Rannveig, systir Jóns Mathie- sen, langafa Árna, föður Matthíasar Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, föður Árna fjármálaráðherra. Rann- veig var dóttir Matthíasar, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ættföður Vigu- rættar Ólafssonar, ættföður Eyra- rættar Jónssonar. Móðir Bjarneyjar Ágústu var Sigrún Finnbjörnsdóttir, skipasmiðs í Hnífsdal, bróður Hild- ar, tengdamóður Einars Guðfinns- sonar eldra í Bolungarvík, afa Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Finnbjörn var sonur Elíasar, í Æðey Eldjárnssonar, bróður Péturs, langafa Gissurar, föð- ur Hannesar Hólmsteins pófessors. Móðir Sigrúnar var Ketilríður Árna- dóttir frá Skálavík í Aðalvík. DV Ættfræði föstudagur 20. júlí 2007 41 Merkir Íslendingar: MaÐUr VikUnnar Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi Einar Guðnason f. 19. júlí 1903, d. 14. janúar 1976 Séra Einar Guðnason, sóknar- prestur í Reykholti í Borgarfirði, fæddist á Óspakseyri í Hrútafirði. Hann var sonur Guðna Einarsson- ar, bónda þar, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Bróðir Einars var Jón Guðna- son, prestur á Prestbakka í Hrúta- firði og síðar skjalavörður við Þjóð- skjalasafnið, faðir rithöfundanna Guðrúnar, Ingólfs og Torfa, þess er sá um útgáfu Æviskráa samtíðar- manna. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1929. Hann var heimiliskennari að Brekku í Fljóts- dal 1924-1925 og stundakennari við Ungmennaskólann í Reykjavík 1929-1930. Einar varð sóknarprestur í Reyk- holti í Borgarfirði 1930 og þjónaði Reykholtssókn í rúm fjörutíu ár eða til 1972 er hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Þá var hann prófast- ur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1966. Einar var mikill menningar- stólpi í Borgarfirði á sinni tíð og lét sér sérstaklega annt um hið forna höfuðból, Reykholt, sögu þess og staðarímynd. Hann var kennari við Héraðs- skólann í Reykholti í þrjátíu og fjögur ár, formaður Fræðsluráðs Borgarfjarðarsýslu um árabil, for- maður skólanefndar Héraðsskól- ans og formaður Reykholtsnefndar. Þá var hann lengi prófdómari við skólann. Eiginkona Einars var Anna Bjarnadóttir enskukennari. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, upplýsti það í DV á þriðjudaginn að hann byrjaði hvern morgun á því að fá sér lýsi. Hann er hins vegar vel að því kominn að vera maður vikunnar hér á DV fyrir gott fordæmi í að draga úr hraðakstri á Suðurlandsvegin- um í hans umdæmi. Magnús Gylfason, þjálfari Víkings í meist- araflokki karla í knatt- spyrnu, fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Ólafsvík. Hann lauk prófum frá Tækniskóla Íslands og hefur lokið fjölda UEFA- gráða í knattspyrnuþjálf- un á vegum KSÍ. Magnús starfrækir, ásamt föður sínum, fisk- útflutningsfyrirtækið Svalþúfu ehf í Hafnar- firði. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með yngri flokkum KR og með meistara- flokki KR, ÍR, Stjörnunnar og Vík- ings í Ólafsvík. Hann þjálfaði yngri flokka KR í knattspyrnu um árabil, meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá ÍBV og KR og hefur verið þjálfari meistara- flokks karla hjá Víkingi frá 2006. Fjölskylda Kona Magnúsar er Halldóra Sjöfn Róberts- dóttir, f. 19.2. 1966, hár- greiðslukona. Dóttir Magnúsar og Halldóru Sjafnar er Dag- ný Dís Magnúsdóttir, f. 24.9. 1988, nemi við Há- skólann í Reykjavík. Foreldrar Magnús- ar eru Gylfi Magnússon, f. 15.1. 1942, starfrækir fiskútflutnings- fyrirtæki með Magnúsi, og Guð- rún Blöndal, f. 8.8. 1945, fulltrúi hjá Tryggingastofnun. Stefán V. Stefánsson fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík. Stefán hefur lengst af starfað við húsasmíðar og hefur starfað sjálfstætt sl. tíu ár. Hann hefur verið búsettur á Blönduósi frá 1988. Fjölskylda Kona Stefáns er Árný Þóra Árnadóttir, f. 25.7. 1963, matvælafræðingur. Hún er dóttir Árna S. Jóhannssonar og Bryndísar Ármannsdóttur. Dóttir Stefáns og Margrét- ar Pálsdóttur er Eyrún Margrét, f. 20.7. 1979 en börn hennar eru Birta Líf Bjarkadóttir, f. 20.10. 1996, og Eysteinn Ernir Sverrisson, f. 6.6. 2007. Börn Stefáns og Ár- nýjar Þóru eru Daníel Valgeir Stefánsson, f. 4.4. 1988; Brynjar Árni Stef- ánsson, f. 8.4. 1990; Þór- unn Marta Stefánsdóttir, f. 3.6. 1998. Foreldrar Stefáns: Stef- án Sigtryggsson, f. 29.6. 1934, d. í apríl 2002, bif- reiðastjóri, og k.h., Hulda Jakobs- dóttir, f. 30.7. 1937, iðnverkakona. Stefán verður að heiman á af- mælisdaginn. Magnús Gylfason knattspyrnuþjálfari Stefán V. Stefánsson húsasmiður á Blönduósi 60 ára á þriðjudag 40 ára í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.