Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Side 8
Heilbrigðisyfirvöld í Ungverja-
landi segja að allt að fimm hundr-
uð manns hafi látið lífið í hitabylgju
sem gengur yfir landið líkt og ann-
ars staðar í Austur- og Mið-Evrópu.
Miklir eldar hafa sprottið upp um
alla álfuna og stjórnvöld standa í
ströngu í baráttu sinni við þá.
Víða geisa eldar sem hafa bloss-
að upp í kjölfar mikilla þurrka og
hvarvetna eiga slökkviliðsmenn
fullt í fangi í baráttu sinni við þá. Í
Puglia-héraði á Ítalíu áttu þúsund-
ir ferðamanna fótum fjör að launa
eftir að eldur, sem skyndilega bloss-
aði upp, kom þeim að óvörum. Eina
skjól ferðamannanna var strönd-
in og þurfti að ræsa út björgunar-
lið til þess að bjarga um fjögur þús-
und ferðamönnum sem voru fastir
í sjálfheldu á ströndinni á meðan
eldurinn geisaði. Bílar og hús urðu
eldinum að bráð en yfirvöld á Ítalíu
segja tvo hafa látist í hitum undan-
farna daga.
Skógareldar eru daglegt brauð
í austurhluta Evrópu um þess-
ar mundir. Gríðarlegt álag er á
slökkviliðsmönnum í Bosníu, Búlg-
aríu, Grikklandi og Makedóníu og
slökkvilið í Serbíu börðust við skóg-
arelda á fimmtíu stöðum í landinu í
gær. Veðurfræðingar spá því að hit-
inn á svæðinu geti farið upp í allt að
45 gráður á morgun en síðan muni
hann lækka.
Verst í Ungverjalandi
Undanfarnar vikur hefur ástand-
ið verið einna verst í Ungverjalandi
þar sem hitinn hefur verið í kring-
um fjörutíu gráður. Allt að fimm
hundruð manns hafa látist í hita-
bylgjunni þar í landi og óttast er að
fleiri verði hitunum að bráð á næstu
vikum. Skemmst er að minnast þess
árið 2003 þegar um fimmtán þús-
und eldri borgarar létu lífið í hita-
bylgju í Frakklandi árið 2003.
Hitastigið lækkaði úr fjörutíu
gráðum niður í tuttugu og fimm
í fyrsta skipti í tvær vikur í gær en
áfram geisuðu eldar um allt landið.
Ungverskir slökkviliðsmenn hafa
barist nótt sem dag við eldana sem
alls hafa brennt þúsund hektara
landsvæði.
Fjöldi íbúa án rafmagns
Eldarnir hafa valdið miklum
skaða á raflínum og stór svæði eru
án rafmagns. Forseti Makedón-
íu, Branko Crvenkovski, lýsti yfir
neyðarástandi og kallaði herinn
til aðstoðar í baráttunni við elda
sem eyðilagt hafa raflínur og gert
stór svæði nær óbyggileg fyrir íbúa.
Vandamálin ná víðar en um Make-
dóníu því Albanir eru án rafmagns
eftir að straumlína sem liggur til
landsins frá Makedóníu rofnaði.
Einnig gætti rafmagnsleysis í Grikk-
landi, Kosovo og Montenegró af
ýmsum ástæðum.
Yfirvöld í Grikklandi hafa þeg-
ar ræst út þúsund manna varalið
slökkviliðsmanna til að berjast við
sinu- og skógarelda í norðan- og
vestanverðu landinu. Nú þegar hefur
einn maður á eyjunni Korfú látist af
völdum hitaslags. Yfirvöld hafa biðl-
að til fólks að nota sem minnst raf-
magn í viðleitni sinni að koma í veg
fyrir að atburðir fimmtudags í síðustu
viku endurtaki sig þegar rafmagn fór
af stórum svæðum í landinu. Þau
hafa lagt sitt af mörkum með því að
senda opinbera starfsmenn snemma
heim úr vinnu til að spara rafmagn.
Jarðarbúar mega búast oftar
við þessu.
Vísindamenn segja að orsök
Miklir hitar og þurrkar ríða yfir Evrópu
og stjórnvöld suður- og austurhluta álf-
unnar þurfa að hafa sig öll við í baráttu
við skógarelda sem víða geisa. Hundruð
hafa látist af völdum hitabylgjunnar.
HUNDRUÐ LÁTAST VEGNA
HITABYLGJU Í EVRÓPU
fimmtudagur 26. júlí 20078 Fréttir DV
Viðar GUðJónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Eldar geisa ungverskur
slökkviliðsmaður sést hér
berjast við skógareld.