Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Side 12
Menning
fimmtudagur 26. júlí 200712 Menning DV
Svartfugl
flýgur aftur
Bjartur og Stofnun Gunn-
ars Gunnarssonar hafa samið
um kiljuútgáfu á skáldsögunni
Svartfugl sem Gunnar skrifaði
á fyrri hluta
20. aldar.
Viðbrögð-
in þegar
bókin kom
fyrst út voru
flest á eina
lund; hér
var komið
magnað
skáldverk,
kannski al-
besta verk höfundarins. Sögu-
legur bakgrunnur Svartfugls
er eitthvert frægasta morðmál
Íslandssögunnar, svokölluð
Sjöundármorð. Í bókinni er
dregin upp skörp mynd af ís-
lensku samfélagi um aldamót-
in 1800, stéttaskiptingu þess,
blindri réttvísi kirkju, kóngs og
embættismanna. Jón Yngvi Jó-
hannsson ritar formála.
Speglasýning á Akureyri
Birta Guðjónsdóttir opnar sýningu sína Speglasýningin (endurvörpun) í
galleriBOXi á Akureyri á laugardaginn kl. 14. Birta segist viljug hafa látið
lokkast inn í klassískasta leik allra tíma, leikinn við ljósbrotið, og alltaf látið
gabbast. Sýningin stendur til 12. ágúst og er opið á laugardögum og
sunnudögum frá 14 til 17.
ganga
menningarhátíð
Ilmur Stefánsdóttir leiðir öðruvísi göngu um miðbæ Reykjavíkur í kvöld:
Gengið með skynfærunum
„Þetta verður labb um miðbæ-
inn með breyttum augum og öðrum
skynfærum heldur en við erum vön í
göngu okkar um miðbæinn. Eða rétt-
ara sagt, labb með skynfærunum,“
segir Ilmur Stefáns-
dóttir myndlistar-
kona sem ætlar að
varpa nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur
í kvöld í áttundu Kvosargöngu sum-
arsins.
Spurð hvernig hún hyggst virkja
skynfæri göngufólks segist Ilmur
nota til þess hinar og þessar aðferð-
ir og lítil hjálpartæki, án þess að vilja
gefa of mikið upp. „Ég get kannski
gefið dæmi; til að mynda gæti verið
skemmtilegt að standa og horfa eins
og maður ímyndar sér að Jón Sig-
urðsson sjái bæinn. Svo gæti verið
skemmtilegt að prófa að setja nýjan
lit fyrir augun á sér og fleira og fleira,“
segir Ilmur. Hún segir fólk þó ekki
þurfa að setja sig í stellingar til að fara
að klifra upp á styttur.
„Við erum ekkert að fara að brjóta
lög. Þetta er allt innan ramma lag-
anna. Ég hef líka unnið svolítið með
að blanda saman ólíkum hlutum
eða heimum. Jafnvel það að ímynda
sér að sjá með augum útlendings
eða skoða áhrif frá öðrum löndum
í Reykjavík eða ímynda okkur að við
séum komin í stórborg. Ég er í raun-
inni að fara að taka út lítil atriði og
skoða sem við kannski veitum venju-
lega ekki athygli,“ segir Ilmur.
Fyrir þá sem eru spenntir að vita
meira og upplifa er um að gera að
mæta í Grófina milli Tryggvagötu 15
og 17 þaðan sem lagt verður í hann kl.
20 í kvöld. Gangan tekur um klukku-
stund og er þátttaka ókeypis.
kristjanh@dv.is
„Við höfum lagt nótt við dag
við undirbúninginn og ekki sofið
mikið. Við viljum líka opna húsið
með stæl,“ segir Ellen Marie Fod-
stad, framkvæmdastjóri REYFI-
menningarhátíðarinnar, sem hald-
in verður í Norræna húsinu í ágúst.
Dagskráin, sem kynnt var á blaða-
mannafundi í fyrradag, hefst með
opnun Menningarnætur Reykjavík-
ur 18. ágúst en athöfnin fer fram í
700 fermetra glerskála sem leigður
hefur verið frá Hollandi í tilefni há-
tíðarinnar. Hátíðin er líka eitt skref í
átt að enduropnun Norræna húss-
ins eftir gagngerar endurbætur sem
þó verður ekki lokið að fullu fyrr en
á næsta ári þegar húsið fagnar 40
ára afmæli.
Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi
Tugir listamanna alls staðar að
frá Norðurlöndunum eru væntan-
legir á hátíðina auk þess sem Ís-
lendingar skipa þar stóran sess. Ef
krakkar úr Vinnuskóla Reykjavík-
ur, sem meðal annars hafa hann-
að flíkur og unnið svokölluð rusl-
listaverk í tengslum við REYFI, eru
einnig taldir með hleypur fjöldi
þátttakenda líklega á hundruðum.
Dagskráin er afar fjölbreytt og lista-
menn í mörgum listgreinum koma
fram, þar á meðal tónlistarmenn,
rithöfundar, ljósmyndarar, arkitekt-
ar og vídeólistamenn.
Sirkus, Megas og vídeólist
Aðspurð hverju fólk má alls ekki
missa af á hátíðinni nefnir Ellen
fyrst fjölleikahúsið Med andra ord
frá Finnlandi. „Þetta er súrrealísk-
ur sirkus sem er mjög spennandi
að sjá. Svo verð ég að nefna Magn-
et þar sem hann er frá Noregi eins
og ég. Þegar maður heyrir hann
syngja verður maður hreinlega
glaður og líður vel. Síðan hlakka
ég til að heyra í Megasi, en hann
kemur oft í Norræna húsið og
fær sér hádegismat, og Seabear.
Svo er ég mjög hrifin af vídeólist
og því spennt að sjá verk vídeó-
listamannanna á hátíðinni,“ segir
Ellen. Þess má geta að á hátíðinni
verður líka eitthvað fyrir börnin,
til að mynda barnaleikhús og sirk-
uslistasmiðja.
Að sögn Ellenar er aldrei að
vita nema hátíðin verði endurtek-
in. „Hátíðin er allavega bara fors-
mekkurinn af því sem koma í skal
í Norræna húsinu.“
Nánari upplýsingar um hátíð-
ina er að finna á reyfi.is.
kristjanh@dv.is
Hátíðin REYFI - menningargnægð verður haldin í Norræna húsinu 18.–26. ágúst. Tugir
listamanna alls staðar að frá Norðurlöndunum eru væntanlegir á
hátíðina. Hátíðin er liður í eins konar upprisu Norræna hússins
sem verður 40 ára á næsta ári.
Aðventa
endurútgefin
Bjartur og Stofnun Gunn-
ars Gunnarssonar hafa einnig
samið um kiljuútgáfu á annarri
skáldsögu
Gunnars,
Aðventu.
Engin bók
Gunnars
hefur farið
jafnvíða um
lönd og Að-
venta sem
hefur verið
þýdd á um
20 tungumál. Sagan er einföld
á yfirborðinu, ekki flókin þeg-
ar því sleppir heldur djúp og
frjósöm. Þessi saga af aðalpers-
ónunni Benedikt og leit hans
að kindum uppi á öræfum í
grimmasta mánuði íslensks
vetrar á rætur sínar í veruleik-
anum. Jón Kalman Stefánsson
ritar formála.
Vala og Björg
á hádegis-
stefnumóti
Vala Torfadóttir og Björg
Ingadóttir hjá Spaksmanns-
spjörum ætla að ræða við gesti
á hádegisstefnumóti Kjarvals-
staða í dag. Í tilkynningu segir
að lykillinn að gjöfulu samstarfi
Völu og Bjargar í áravís sé ekki
síst fólginn í því að framleiðslan
sé fyrir konur einmitt eins og
þær sjálfar. Fjöldinn allur flokk-
ist nefnilega hvorki undir ungl-
ingsstúlkur né settlegar frúr, en
séu á annasamasta skeiði æv-
innar, sjálfstæðar og upplýstar
nútímakonur. Stefnumótið við
Völu og Björgu hefst kl. 12 og
varir í tuttugu mínútur.
Ilmur Stefánsdóttir myndlistar-
kona „Við erum ekkert að fara að brjóta
lög.“
Magnet Norska söngvaskáldið magnet er væntanlegt á rEYfi.
Havnarkórið færeyski
kórinn Havnarkórið hefur
m.a. sungið í Carnegie
Hall í New York.
Aðstandendur hátíðarinnar Ellen
marie fodstad, framkvæmdastjóri
rEYfi, ragnheiður Harvey, kynningar-
fulltrúi Norræna hússins, og max
dager, forstjóri Norræna hússins.UPPRISA Norræna hússins