Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Qupperneq 16
Stefán Logi Magnússon, markvörð-
ur KR, átti stórleik og bjargaði mikil-
vægu stigi fyrir KR þegar liðið heim-
sótti Breiðablik á Kópavogsvöll í gær.
Lokatölur urðu 1-1 í leik þar sem
Breiðablik réð ferðinni. KR-ingar
lögðu upp með að spila varnarleik
og beita skyndisóknum. KR er enn á
botni deildarinnar eftir leikina í gær
og Breiðablik er í sjötta sæti.
Upphafsmínútur leiksins voru
bráðfjörugar. Breiðablik lét boltann
ganga vel innan liðsins, sótti meira
og KR-ingar beittu skyndisóknum.
Það voru Blikar sem fengu fyrsta
færi leiksins, á 6. mínútu. Nenad Zi-
vanovic komst einn á móti Stefáni
Loga, markverði KR, sem varði skot
Zivanovic. Boltinn fór út í teiginn þar
sem Arnar Grétarsson var mættur til
að skjóta á markið og aftur varði Stef-
án.
Tveimur mínútum síðar vildu
Breiðabliksmenn fá dæmda víta-
spyrnu þegar Stefán Logi virtist
brjóta á Nenad Zivanovic innan víta-
teigs. Sævar Jónsson dómari sá aftur
á móti enga ástæðu til að dæma.
KR-ingar fengu sitt fyrsta færi á
9. mínútu þegar skyndisókn þeirra
skapaði vandamál í vörn Breiðabliks.
Sigmundur Kristjánsson og Guð-
mundur Pétursson léku vel á milli
sín sem lauk með því að Sigmund-
ur var skyndilega einn á auðum sjó
inni á markteig en Casper Jacobsen,
markvörður Breiðabliks, sá við hon-
um og varði.
Blikar sóttu meira og þeir voru
líklegri til að skora fyrsta markið.
Nenad Zivanovic var nálægt því á 11.
mínútu þegar hann fékk sendingu
frá Gunnari Erni Jónssyni og skallaði
rétt framhjá marki KR.
Leikurinn róaðist eilítið eftir
þetta. Blikar héldu þó áfram að spila
vel á milli sín. Vörn KR var hins veg-
ar þétt fyrir og gaf fá færi á sér. Tölu-
verðar breytingar voru á vörn KR,
Sigþór Júlíusson lék sinn fyrsta leik í
sumar og Ágúst Gylfason lék í stöðu
miðvarðar í fjarveru Péturs Mart-
einssonar, sem er meiddur.
Gegn gangi leiksins
Það voru hins vegar KR-ingar sem
skoruðu fyrsta mark leiksins. Á 32.
mínútu fékk KR hornspyrnu, Blikar
náðu að skalla boltann út úr teign-
um, Ágúst Gylfason skallaði boltann
aftur inn á markteig þar sem Kristinn
Magnússon var aleinn og yfirgefinn
og skallaði aftur fyrir sig í markið. 0-
1, gegn gangi leiksins.
Stefán Logi markvörður kom KR
enn og aftur til bjargar á 37. mín-
útu þegar Prince Mathilda átti gott
skot eftir samspil við Kristin Stein-
dórsson. Stefán Logi varði hins veg-
ar skotið frá Prince og KR-ingar gátu
andað léttar.
Minnstu munaði að KR bætti við
öðru marki skömmu fyrir leikhlé
þegar Gunnlaugur Jónsson skall-
aði að marki Blika og Arnór Sveinn
Aðalsteinsson bjargaði á marklínu.
Skömmu síðar flautaði Sævar dóm-
ari til loka fyrri hálfleiks og það voru
KR-ingar sem leiddu.
Barátta í síðari hálfleik
Breiðablik hélt áfram að sækja að
vörn KR í síðari hálfleik án þess þó að
skapa sér hættuleg marktækifæri. KR
nýtti hvert tækifæri til að vinna tíma
og það virtist fara í skapið á Blikum.
Pressan var mikil af hálfu Breiða-
bliks og hún bar loks árangur á 71.
mínútu. Eggert Rafn Einarsson gerði
sig þá sekan um mistök þegar hann
reyndi að hreinsa frá marki KR-inga.
Það vildi ekki betur til en svo að bolt-
inn fór beint á Arnór Aðalsteinsson
sem skallaði fyrir markið þar sem
Nenad Zivanovic var réttur maður á
réttum stað og potaði boltanum yfir
marklínuna af stuttu færi.
Á 85. mínútu munaði minnstu að
Breiðablik næði forystunni í leikn-
um. Blikar fengu aukaspyrnu rétt fyr-
ir utan vítateig KR-inga. Nenad Pet-
rovic tók góða spyrnu sem Stefán
Logi varði í stöngina. Þaðan fór bolt-
inn til Prince Mathilda sem skaut en
aftur varði Stefán Logi vel í markinu.
Þar við sat og jafntefli því stað-
reynd. KR-ingum tókst ekki að kom-
ast upp fyrir Fram á botni deildarinn-
ar. Blikar eru enn í sjötta sæti og eru
jafntefliskóngar deildarinnar hingað
til með fimm jafntefli í ellefu leikjum.
Áttum að vinna
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks, átti erfitt með að sætta
sig við eitt stig úr leiknum. „Við verð-
um að sætta okkur við þessa niður-
stöðu úr þessum leik. Við vorum að-
eins betri í þessum leik heldur en
andstæðingurinn. Við gleymdum
okkur í einu föstu leikatriði í fyrri
hálfleik og það kostaði það að við
unnum ekki leikinn,“ segir Ólafur.
„Ég á voðalega erfitt með það á
þessari stundu að sætta mig við stig-
ið en ég verð að gera það. Við áttum
að vinna þennan leik. Við náðum
kannski ekki að komast eins mikið í
gegnum vörn þeirra eins og við von-
uðumst eftir. Þeir refsuðu okkur ekki
í hraðaupphlaupum, það var fast
leikatriði sem skóp markið hjá þeim.
Sóknarlega fannst mér þeir draga
okkur niður í hraða í fyrri hálfleik en
í seinni hálfleik fannst mér það vera í
fínu lagi,“ segir Ólafur.
Langt frá því sáttur
Sigþór Júlíusson var að leika sinn
fyrsta leik með KR í sumar. „Þetta var
barningsleikur þar sem bæði liðin
lögðu sig hundrað prósent fram. Mér
fannst í sjálfu sér vera fullt af færum
í leiknum og ótrúlegt að aðeins tvo
mörk voru skoruð,“ segir Sigþór.
„Við ákváðum það fyrir nokkr-
um leikjum að breyta leik okkar. Við
lögðum upp með sóknarleik í byrj-
un móts. Við sjáum hvernig það fór,
það gekk ekki upp. Þá ákváðum við
að breyta leik okkar og spila meira
varnarsinnað. Við erum að verjast í
raun alltaf á sex mönnum og treyst-
um á skyndisóknir,“ segir Sigþór
„Mér fannst fyrri hálfleikur vera í
þokkalegu jafnvægi. Í sjálfu sér hefðu
bæði liðin getað verið búin að skora
eitt mark en það vorum við sem náð-
um því. Mér fannst Stebbi (Stefán
Logi) oft á tíðum bjarga okkur ótrú-
lega. Svo fannst mér við ekkert vera
í takt við leikinn fram að markinu
þeirra. Þá er eins og við gefum að-
eins í og meira jafnvægi kemst aftur
á leikinn,“ segir Sigþór og hann var
alls ekki sáttur við stigið.
„Ég er langt frá því að vera sáttur
við stigið. Á meðan við vinnum ekki
leiki þurfum við ekki að horfa á önn-
ur lið. Við þurfum bara að einbeita
okkur að okkur sjálfum og fara að
vinna leik. Það er auðvitað alltaf gott
að tapa ekki en eitt stig gefur okkur
því miður ekki mikið. Þannig að ég er
ekki sáttur,“ segir Sigþór að lokum.
fimmtudagur 26. júlí 200716 Sport DV
Úrslit helgarinnar
landsbankadeildin
Breiðablik - KR 1-1
Víkingur - Fram 2-1
Staðan
lið l u j t m St
1 fH 10 7 2 1 21:10 23
2 Valur 11 6 3 2 23:14 21
3 Keflavík 10 5 3 2 17:12 18
4 ía 10 4 3 3 17:15 15
5 fylkir 11 4 3 4 11:13 15
6 Breiðabl. 11 3 5 3 15:9 14
7 Víkingur 11 3 3 5 12:18 12
8 HK 10 3 2 5 8:18 11
9 fram 11 2 2 7 11:18 8
10 Kr 11 1 4 6 9:17 7
Í kvöld:
ÍA - HK (Akranesvöllur) 19:15
meistaradeildin
HB - FH 0-0
danska úrvalsdeildin
Álaborg - Kaupmannahöfn 1-1
OB - Lyngby 1-1
norski bikarinn
Lilleström - Álasund 1-0
Haraldur freyr guðmundsson lék
allan leikinn fyrir gestina.
Lyn - Bodö/Glimt 1-0
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn
fyrir heimamenn.
Rosenborg - Odd Grenland 1-2
Start - Haugasund 0-1
jóhannes Harðarson var í byrjunarliði
Start en tekinn af velli á 60. mínútu.
Strömsgodset - Notodden 4-1
Viking - Brann 2-0
Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur
Örn Bjarnason í byrjunarliði Brann.
en Ármann Smári Björnsson kom
inn sem varamaður undir lokin.
Hannes Sigurðsson kom inn sem
varamaður hjá Viking á 79. mínútu
en Birkir Bjarnason sat allan leikinn á
bekknum.
Úrslit gærdagsins
ÍÞrÓttaMOlar
Björn í hópnum
allar líkur eru á því að hinn efnilegi Björn
Bergmann Sigurðsson verði í leikmanna-
hópi ía sem tekur á
móti HK í kvöld.
Björn er að jafna
sig á meiðslum
sem hann hefur
verið að stríða við.
Hann er fæddur
árið 1991 og hefur
vakið talsverða
athygli fyrir
framgöngu sína í
sóknarleik Skagamanna. leikur ía og HK
er eini leikur kvöldsins í landsbanka-
deildinni og hefst hann klukkan 19.15 en
á laugardag leika fH og Keflavík í
lokaleik umferðarinnar. Búið er að bæta
við 400 stólum í nýjan hluta stúkunnar á
akranesvelli en vaskur hópur manna
vann við það um síðustu helgi.
undanúrsLit í daG
Nú standa fjórar þjóðir eftir í
úrslitakeppni Em u-19 kvenna og er
leikið í undanúrslitum í dag. Á
laugardalsvelli leika Þýskaland og
frakkland klukkan 16 og þremur
tímum síðar mætast England og
Noregur á Kr-
velli. Þess má geta
að Þýskaland og
frakkland léku til
úrslita í síðustu
keppni u-19
kvenna og höfðu
þá Þjóðverjar
betur. Það má því
búast við
hörkuleik í
laugardal þar sem franska liðið
hyggur á hefndir. Þessar þjóðir sem
leika í undanúrslitum eru ekki aðeins
ennþá í baráttunni um Evrópumeist-
aratitilinn, heldur hafa þær einnig
tryggt sér þátttökurétt á Hm u-20
kvenna sem fram fer í Chile. Við
hvetjum fótboltaáhugafólk að kíkja á
völlinn.
1 1
BREIÐABLIK KR
Mark: Nenad Zivanovic (70.) Mark: Kristinn J. Magnússon (32.)
7
7
7
6
7
4
6
6
8
4
5
14
8
4
6
3
1
0
Casper Jacobsen
Árni Kristinn Gunnarsson
Arnór S. Aðalsteinsson (88.)
Srdjan Gasic
Guðmann Þórisson
Gunnar Örn Jónsson (69.)
Arnar Grétarsson
Nenad Petrovic
Nenad Zivanovic
Kristinn Steindórsson (82.)
Prince Reuben Mathilda
Stefán Logi Magnússon
Sigþór Júlíusson
Ágúst Gylfason
Gunnlaugur Jónsson
Eggert Rafn Einarsson
Sigmundur Kristjánsson (83.)
Kristinn J. Magnússon
Ásgeir Örn Ólafsson
Skúli Jón Friðgeirsson (76.)
Rúnar Kristinsson (46.)
Guðmundur Pétursson
TÖLFRÆÐI
SKOT
SKOT Á MARKIÐ
SKOT VARIN
HORNSPYRNUR
RANGSTAÐA
GUL SPJÖLD
RAUÐ SPJÖLD
8
6
7
4
3
3
0
8
6
7
7
4
5
6
5
5
4
5
VARAMENN: 69. Steinþór Þorsteinsson
- 6, 82. Magnús Páll Gunnarsson, 88.
Kristján Óli Sigurðsson.
VARAMENN: 46. Grétar Hjartarson
- 6, 76. Óskar Örn Hauksson, 83.
Björgólfur Takefúsa.
Dómari: Sævar Jónsson - 5 Áhorfendur: 1.756
MAÐUR LEIKSINS:
Stefán Logi Magnússon
Stefán Logi
Eggert Gunnlaugur Ágúst Sigþór
Skúli Jón
Ásgeir Kristinn Sigmundur
Rúnar
Guðmundur P.
Casper
Arnór Gasic Guðmann Árni
Zivanovic
Gunnar Örn
Petrovic Arnar
Prince Kristinn
Breiðablik og KR skildu jöfn 1-1 á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik sótti meira í leiknum
á meðan KR spilaði stífan varnarleik og beitti skyndisóknum. Gestirnir skoruðu í fyrri
hálfleik en Blikar jöfnuðu í þeim síðari.
Kr-ingUM
neitaÐ
UM
sigUr
daGur sveinn daGBjartsson
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
jafnt á Kópavogs-
velli Kr og Breiðablik
skildu jöfn í baráttuleik