Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Side 19
DV Bestu & verstu kaupin fimmtudagur 26. júlí 2007 19
Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?
„Djíses, bestu kaupin mín eru örugglega eitthvað á
eBay. Ég myndi segja „rarities“ ELO-jakkinn minn sem
ég keypti á eBay um daginn en það eru bara fimmt-
án stykki til í heiminum. Hann var alveg rándýr, mað-
ur, en samt bestu kaupin og geðveikt flottur. Jakkinn
er svo einstakur af því að þegar ELO túraði 1978 létu
þeir framleiða jakka sem var bara fyrir hljómsveitina
og part af krúinu en jakkinn fékkst hvergi annars stað-
ar. Svo var einhver gæi sem þekkti söngvarann í sveitn-
ni og nældi sér einhvern veginn í jakkann. Gæinn seldi
hann svo til verslunar í LA sem er með notuð föt og
fólkið í búðinni skellti jakkanum beint á eBay og fékk
miklu hærra verð fyrir hann þar.“
Hver eru verstu kaupin þín?
„Ég verð eiginlega að segja að um leið er þessi umtal-
aði jakki verstu kaupin mín vegna þess að hann er í
„extra small“ og passar þar af leiðandi ekki á mig en
bara á Viktoríu, kærustuna mína. Gæinn sem ég keypti
hann af á eBay sagði mér að hann væri mjög lítill en
ég keypti hann bara samt til að geta þá hengt hann
upp á vegg en ég treð Viktoríu samt oft í hann þegar
við erum heima og hún tekur smá „catwalk“ fyrir mig
í jakkanum. Það er alveg geðveikt svekkjandi að horfa
upp á þennan geðveika jakka en passa engan veginn
í hann.“
Er eitthvað sem þig hefur mikið langað í, en ekki
látið eftir þér?
„Já, mig langar geðveikt í svona tvöfaldan ísskáp með
klaka- og vatnsvél. Mig langar eiginlega alveg ógeðs-
lega mikið í svoleiðis en hann kemst ekki fyrir eins og
staðan er núna og svo kostar hann líka alveg tvö hundr-
uð þúsund kall en einhvern tímann mun ég samt eign-
ast þennan tvöfalda draumaísskáp.“
Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?
„Bíllinn sem ég á núna er Toyota RAV4 árgerð ‚99. Daginn eftir að ég keypti hann
fór tímareimin í honum. Það var mjög hressandi vegna þess að hann var ennþá
á ábyrgð bílasölunnar. Það þurfti því að skipta um tímareim og allt sem því fylgir.
Eftir stend ég með bíl sem á eftir að endast mér örugglega í 70 þúsund kílómetra
í viðbót. Það eru tvímælalaust bestu kaup sem ég hef gert. Annars átti ég einu
sinni Volvo 240 sem var alveg brilljant bíll. Ég fékk reyndar ekki nema 15 þúsund
krónur fyrir hann þegar ég seldi hann, en engu að síður fékk ég mjög góða nýt-
ingu út úr þeim bíl.“
Hver eru verstu kaup sem þú hefur gert?
„Ég keypti mér fyrir 17 árum brúna Mözdu-druslu. Mazda 323. Það er ömur-
legasti bíll sem ég hef nokkurn tímann átt. Ömurleg eign. Hann var sjálfskiptur
með allt of litla vél þannig að mér leið alltaf eins og ég væri að keyra saumavél. Á
þessu skröltist ég í einhvern tíma áður en ég bræddi úr honum. Þetta er tvímæla-
laust ömurlegasta eign sem ég hef átt.“
Er eitthvað sem þig langar í, en lætur ekki eftir þér?
„Þetta hjómar eins og ég sé með bíladellu en það er svo langt frá því. Trúðu mér.
En svona í seinni tíð hef ég fundið fyrir því að mig langar í alls konar bíla sem
ég sé úti á götu. Það er fáránlegt. Ég held að þetta sé aldurinn. Ég er að verða að
glötuðum miðaldra manni sem finnst sumir bílar mjög flottir. Það er til dæmis
eitthvað við þennan Volvo Cross Country. Ég er svolítill volvópervert. Það er eitt-
hvað geggjað við þá.“
ég er volvópervert
keypti alltof lítinn
elo-jakka á ebay
Bjarni Lárus HaLL, söngvari í
jeff WHo?
sigurjón K
jartans-
son, útvar
psmaður
og LeiKari
Framhald
á næstu síðu