Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Síða 27
Kvikmyndar
ofurhetjur
Framleiðandinn Avi Arad segir í
nýlegu viðtali að fyrirtæki hans
Marvel Studios hyggist kvik-
mynda
þónokkrar
kostnaðarsam-
ar ofurhetju-
myndir á
næstunni í
Ástralíu. Tíu
myndir liggja á
borðinu hjá
Arad en óljóst
er um hvaða ofurhetjumyndir er
að ræða en eitt er víst, hann
hefur í hyggju að ráða ástralskan
leikstjóra í eina af þeim. Fróðir
menn telja það verða Alex
Proyas sem leikstýrði The Crow
og I Robot og komi hann til með
að leikstýra mynd um The Silver
Surfer sem birtist í Fantastic
Four: Rise Of The Silver Surfer.
fimmtudagur 26. júlí 2007DV Bíó 27
Já, maður
Jim Carrey hefur nú staðfest að
hann taki að sér hlutverk í
nýjustu grínmyndinni úr smiðju
Warner Bros
sem ber heitið
Yes Man.
Myndin fjallar
um mann sem
tekur ákvörðun
um að breyta
lífi sínu með
því að segja já
við akkúrat
öllu sem honum býðst. Að segja
já við öllu leiðir hann í ýmsar
skondnar aðstæður sem snúa
lífi hans á hvolf. Carrey mun
leika í Yes Man í október áður en
hann hefst handa við að leika í A
Christmas Carol sem Robert
Zemeckis leikstýrir fyrir Disney.
Kvikmynd um
fyrrverandi
Madonna vill nú gera kvikmynd
um gamlan ástmann sinn,
mafíósann Chris Paciello, en
þau áttu í lostafullu sambandi í
byrjun tíunda áratugarins sem
upp úr slitnaði þegar Paciello
var settur í fangelsi fyrir aðild að
morði og ráni. Eftir að hann var
látinn laus úr prísundinni hefur
Madonna hitt hann þrisvar til að
ræða við hann um gerð
kvikmyndar um ævi hans
byggða á bókinni Mob Over
Miami. Mark Wahlberg, John
Cusack og Milo Ventimiglia hafa
verið orðaðir við myndina en
ekki eiginmaður Madonnu Guy
Ritchie.
Leikur í
Harry Potter
Naomi Watts var orðuð við
hlutverk í næstu Harry Potter-
mynd í síðasta mánuði en nú
virðist það
staðfest að
sjást muni til
hennar í
Harry Potter
and the Half-
Blood
Prince. Watts
sem á von á
barni eftir
nokkrar vikur hefur ráðið sig í
hlutverk hinnar kvikindislegu
móður Dracos, Narcissu Malfoy,
en tökur á myndinni hefjast ekki
fyrr en um miðjan september.
Aðrir sem koma til með að leika
aukahlutverk í myndinni eru
Joseph Fiennes og Stuart
Townsend en þeirra hlutverk
hafa ekki verið ákveðin.
Arthúr
www.fjandinn.com/arthur
Mannakorn gáfu út sína fyrstu plötu 1975.
MANNAKORN
á MIKLATÚNI
„Við komum til með að spila á tónleik-
um Rásar 2 á Menningarnótt,“ segir
Pálmi Gunnarsson, söngvari sögu-
frægu hljómsveitarinnar Manna-
korns. Tónleikarnir Mannakorns eru
partur af stórtónleikum Rásar 2 og
Landsbankans sem verða haldnir á
Miklatúni á Menningarnótt. Manna-
korn er ein þeirra tíu hljómsveita sem
koma fram á tónleikunum en kynnt
verður á blaðamannafundi á Kjar-
valstöðum klukkan tvö í dag hverjar
hinar níu eru.
Fullir af lífi
Pálmi segir að hann og Magn-
ús Eiríksson sem hafa verið for-
sprakkar Mannakorns um áratuga-
bil séu langt frá því að vera dauðir
úr öllum æðum. „Bandið er til og
við erum lifandi,“ segir Pálmi eld-
hress. „Auk þess að spila á tónleik-
unum á Menningarnótt munum
við einnig halda tónleika í Salnum
í Kópavogi í haust,“ segir Pálmi og
talar um að þeim félögum líka vel
að spila þar. Hljómsveitin Manna-
korn gaf út sína fyrstu plötu árið
1975 og hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan þá og 11 plötur verið
gefnar út í heildina. Ýmsar manna-
breytingar hafa átt sér stað í gegn-
um tíðina en þeir Pálmi og Magnús
hafa alltaf verið andlit sveitarinnar.
„Það er ekki komin endanleg upp-
stilling á hljómsveitinni sem spil-
ar á Menningarnótt en þau Ellen,
Agnar Már og Gulli Breim munu
spila með okkur eins og undanfar-
ið. Það gæti þó verið að við bæt-
um við okkur hljómborðsleikara
og jafnvel hammond-leikara,“ seg-
ir Pálmi um mannaskipan sveitar-
innar á Menningarnótt.
Nýtt efni í haust
Pálmi segir að ekki sé ný plata
í burðarliðnum en sveitin muni
engu að síður taka upp nýtt efni í
haust. „Við erum komnir eitthvað
áleiðis og erum búnir að ákveða
að taka upp eitt eða tvö ný lög í
haust. Síðan sjáum við til hvert
það leiðir okkur,“ segir Pálmi um
framhaldið. „Það er ekkert sem
þrýstir á okkur nema við sjálfir og
við höfum mjög gaman af því að
vera í stúdíói en maður gerir bara
það sem andinn blæs í brjóst í það
og það skiptið.“
Pálmi segir að lokum að
Mannakorn sé einnig að skoða
tónleika úti á landi sem ætti að
gleðja aðdáendur sveitarinnar úti
á landsbyggðinni. „Við eigum nóg
eftir,“ segir Pálmi glaðbeittur.
Pálmi Gunnarsson
Segir mannakorn ætla að
taka upp ný lög í haust.
Mannakorn er ein
þeirra tíu hljóm-
sveita sem troða
upp á stórtónleik-
um Rásar 2 og
Landsbankans á
Miklatúni á Menn-
ingarnótt.