Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 4
2 INNGANGUR í riti þessu er lýst mótefnamyndun hjá barnshafandi konum vegna Rhesus-misræmis og eftirliti, meðferð og árangri þeirrar meðferðar, sem fram hefur farið á íslandi sl. 18 ár. Einnig er getið þróunar Rhesusmála hér á landi, fyrstu blóðskipta og annarrar meðferðar samkvæmt þeim gögnum, sem til eru frá fyrri árum. Höfundar hafa safnað upplýsingum um allar Rhesus-neikvæðar konur á landinu, sem myndað hafa mótefni gegn því blóðflokkakerfi allt frá árinu 1961. Þorri þeirra hefur fætt á Fæðingadeild Landspítalans í Reykjavík. Áratuginn 1961—1970 fæddu þessar konur þó stöku sinnum á öðrum fæðingastofnunum, en frá ársbyrjun 1970 hafa nálega allar Rhesus-nei- kvæðar konur, sem myndað hafa mótefni, fætt á Fæðingadeildinni. Umrætt tímabil hefur Blóðbankinn í Reykjavík annast megin hluta blóðflokkana hjá barnshafandi konum, ennfremur öll Rhesus-mótefnapróf. Frá upphafi Rhesus-varna, sem hófust í árslok 1969 og síðar verður getið, hefur verið fylgt ákveðnu skipulagi hvað snertir blóðflokkanir og mótefnamælingar hjá öllum Rhesus- neikvæðum konum í landinu. Náin samvinna hefur verið með Fæðingadeild Landspítalans og öðrum fæðingastofnun- um á þessu sviði. Hefur sú samvinna skapað möguleika á öflun tæmandi upplýsinga um Rhesus-neikvæðar konur, sem myndað hafa mótefni, allt frá árinu 1961. Frá því ári má telja, að föst skipan hafi komist á eftirlit með Rhesus-málnu í landinu. EFNI I. kafli FORSAGA ......................... 3 II. kafli RHESUS-MÁL Á ÍSLANDI 1961— 1978 .............................. 7 1. Efniviður ............................... 7 2. Fyrri fæðingar kvenna með Rhesus-mótefni 9 3. Aldur kvenna með Rhesus-mótefni ........ 10 4. Fósturlát — fóstureyðingar.............. 10 5. Fyrri blóðgjafir ....................... 10 6. Rannsóknir á meðgöng-utíma ............. 10 6.1 Blóðflokkar ....................... 10 6.2 Mótefnapróf ....................... 11 6.3 Legvatnsrannsóknir ................ 11 6.4 Legvatnsástungur á Fæðingadeild Land- spítalans ........................... 12 7. Blóðgjafir fyrir fæðingu vegna Rhesus-sjúk- dóms ................................... 13 8. Gangur fæðinga hjá 283 konum með Rhesus- mótefni 1961—1978 ...................... 13 9. Ófrjósemisaðgerðir ..................... 14 10. Börn mæðra með Rhesus-mótefn.i......... 14 10.1 Inngangur ........................ 14 10.2 Börn mæðra með Rhesus-mótefni á Fæðingadeild Landspítalans ......... 15 10.3 Þyngd barna með Rhesus-sjúkdóm .... 15 10.4 Rannsóknir við fæðingu ........... 15 10.5 Meðferð barna með Rhesus-sjúkdóm . . 16 10.6 Blóðskipti á Fæðingadeild Landspítal- ans 1961—1978 ...................... 17 10.7 Ljósameðferð ..................... 17 10.8 Burðarmálsdauði barna með Rhesus- sjúkdóm á Fæðingadeild Landspítalans 1961—1978 ......................... 18 10.9 Heilaskaði af völdum Rhesus-sjúkdóms 19 10,10 Eftirlit með börnum með Rhesus-sjúk- dóm ............................... 19 III. kafli. RHESUS-VARNIR Á ÍSLANDI 1970 —1978 20 1. Inngangur ............................. 20 2. Undirbúningur Rhesus-varna á íslandi .... 21 3. Reynsla fyrsta ársins (1970) .......... 21 4. Starfsemi Blóðbankans árið 1970 ....... 23 5. Fósturlát árið 1970 ................... 23 6. Könnun á gildi Rhesus-varna............ 23 7. Rhesus-varnir 1971—1978 24 8. Endurteknar mótefnagjafir ............. 25 9. Rhesus-varnir við fæðingar árin 1974—1978 25 10. Rhesus-varnir vegna fósturláta og fóstur- eyðinga 1971—1978 ..................... 26 11. Utanlegsþykkt ........................ 27 12. Þáttur Lyfjaverslunar Ríkisins í Rhesus- vörnum ................................ 28 13. Neikvæðir þættir Rhesus-varna ........ 28 14. Lokaorð .............................. 28 15. Heimildir ............................ 29 VIÐAUKI ................................... 30

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.