Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 23
21 2. Undirbúningur Rhesus-varna á Islandi Eins og fyrr getur var árið 1968 talið fullsannað að hindra mætti mótefnamynd- un Rhesus-neikvæðra kvenna, ef gefið var Rhesus-mótefni (anti-D-immune-globulin) innan þriggja sólarhringa frá fæðingu. Það féll í hlut höfunda að kynna sér ofangreindar rannsóknir og meðferð. Að lokinni heimsókn til próf. Clarke í Liver- pool haustið 1968 þótti sýnt, að með góð- um undirbúningi og skipulagningu væri hægt að hefja Rhesus-varnir á íslandi í ríkari mæli en gert hafði verið erlendis á þeim tíma. ísland hefur sérstöðu vegna fámennis. Athuganir leiddu í ljós, að hér á landi fæddu eða létu fóstri á ári hverju um það bil 700 Rhesus-neikvæðar konur. Talið var, að um 450 þeirra þyrftu á Rhesus-vörnum að halda, ef næðist til þeirra allra. Fæði kona Rhesus-neikvætt barn er engrar meðferðar þörf, en áætlað var, að 250 konur af fyrrnefndum 700 myndu fæða slík börn eða láta fóstri. í byrjun árs 1969 bárust þáverandi land- laekni, dr. Sigurði Sigurðssyni, upplýsing- ar frá Kanada þess eðlis, að takast mætti að afla þar nægilegs magns af Rhesus- mótefni til þess að veita öllum Rhesus- neikvæðum konum landsins viðeigandi meðferð. Öflun nægilegs magns Rhesus- mótefnis, sem hér var boðið fram, jók áhugann á því að skipuleggja Rhesus- varnir á íslandi í þeim mæli, sem öðrum þjóðum hafði ekki tekizt til þessa vegna fjölmennis og skorts á Rhesus-mótefni. Þess má geta, að efnið, sem fengið var frá Kanada innihélt 300 mikrogrömm í hverjum skammti. Á íslandi hafa því frá upphafi verið gefnir skammtar af þessari stærð. Þegar hér var komið sögu, var sú ákvörðun tekin, að skipuleggja Rhesus- varnir í öllu landinu samtímis í stað þess að hefja meðferð á Reykjavíkursvæð- inu einu saman. Jafnframt var ákveðið, að allar Rhesus-neikvæðar konur skyldu njóta þessara varna, fjölbyrjur sem frum- byrjur, svo og Rhesus-neikvæðar konur, sem létu fóstri eða fóstureyðing var fram- kvæmd hjá. Við lok þessa áratugs fæddu konur á um það bil 30 stöðum utan heimilis, en heimafæðingar áttu sér jafnframt stað í litlum mæli í flestum héruðum lands- ins. Öll sjúkrahús landsins tóku við kon- um vegna fósturláta. Ákveðnar voru ferð- ir á vegum heilbrigðisstjórnarinnar um land allt til þess að kynna læknum, ljós- mæðrum og öðrum heilbrigðisstéttum Rhesus-varnir og væntanlegt skipulag þeirra í einstökum héruðum. Höfundar ferðuðust um landið vorið og sumarið 1969 og héldu fyrirles^ra á yfir fjörutíu stöðum í þessu skyni. Tókst með þessu móti að ná til allra þeirra innan heilbrigðisþjónustunnar, sem fæðingar önnuðust í landinu. Miðstöð Rhesus-varna var ákveðin í Blóðbankanum í Reykjavík og ráðinn sér- stakur meinatæknir í þessu skyni haustið 1969. Ákvörðun var tekin um, að blóð- flokkanir á öllum barnshafandi konum skyldu fara fram í Blóðbankanum. Ástæð- ur fyrir þessari ákvörðun voru ívær. í fyrs+a lagi skapaðist þannig mögu- leiki á því, að fá yfirsýn yfir allar Rhesus- neikvæðar konur, sem barnshafandi voru hverju sinni í landinu og tryggja með þvi móti. að þær nytu Rhesus-varna. í öðru lagi var einfaldari blóðflokkunar- aðferð (Eldon), sem almenn var um þetta leyti, lögð niður. í Ijós hafði komið, að bessi aðferð var ónákvæm, einkum hvað Rhes’is-blóðflokkun snerti. Leiðbeiningar um framkvæmd Rhesus- varna voru samdar og þeim dreift um landið ásamt hentugum umbúðum til send- inga á blóðsýnum til Blóðbankans. Var Rhesus-vörnum tekið vel af öllum, sem hlut áttu að máli þegar frá upphafi og hefur góð samvinna ríkt æ síðan í þess- um efnum. Annar höfunda (G. B.) hef- ur haft eftirlit með Rhesus-vörnum frá upphafi, og samið skýrslur árlega um framkvæmd þeirra og árangur. Undirbúningi að Rhesus-vörnum lauk haustið 1969 og hófust varnirnar samtímis í landinu öllu 17. des. 1969. 3. Reynsla fyrsta ársins (1970) Rhesus-varnir voru skipulagðar þannig, að Rhesus-neikvæðar konur fæddu ein- göngu á þeim sjúkrahúsum eða fæðinga-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.