Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 35
33 magni af Ig G anti-D má ákveða magn mót- efnis í microgrömmum. Viðmiðunarsýni getur einnig verið sera með ákveðnum Þynningarstyrk (titer). Tækið kom í Blóðbankann í mars 1978 og hefur verið í notkun síðan. í töflu 1. er skráður fjöldi og uppruni sýna, sem rann- sökuð voru með tækinu fyrsta heila árið 1979. Með tilkomu vélgreinisins (autoanalyser) er Blóðbankinn kominn með tæki við mót- efnagreiningu og mælingu, sem er í sama gæðaflokki og góður þykir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum nú. TAFLA 1. Mótefnaleit í blóövatni meö vélgreini 1979 (Lalezari aöfcrö, Teclmiconvél). Uppruni Fjöldi sýna sýna Mæðravernd (Rh-varnir meðtalið) 4.804 Sjúklingar 6.861 Blóðgjafar 8.661 Alls 20.326 Við lok rits þessa vilja höfundar geta nokkurra aðilja, sem sérstakan þátt hafa átt í því, að Rhesus-varnir á fslandi hafa tekist svo vel, sem raun ber vitni. Dr. med. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi landlæknir sýndi máli þessu sérstakan á- huga þegar á undirbúningsstigi, bæði hvað snertir öflun Rhesus-mótefnis og skipulagningu varnanna í landinu. Valtýr Bjarnason, fyrrverandi yfirlæknir Blóðbankans skipulagði þátt Blóðbankans í Rhesus-vörnum af hugkvæmni og áhuga. Auður Theodórs, meinatæknir hefur frá upphafi starfað að þessum málefnum og annast daglegan rekstur Rhesus-varna af hálfu Blóðbankans ásamt skýrslugerðum þar að lútandi. Hér verða ekki talin fleiri nöfn, en höfundar vilja þakka öllum þeim, sem unnið hafa að framgangi Rhesus-mála í landinu fyrir ágæta samvinnu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.