Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 29
27 kvenna, en árið 1978 96 af hundraði. Sér- stök ástæða er til þess að geta skráninga ársins 1973. Hér eru tölur réttar um fjölda fósturláta og fóstureyðinga svo og fjölda þeirra kvenna, er blóðflokkaðar voru. Taflan gefur hins vegar til kynna, að á þessu ári hafi aðeins rúm 10 af hundraði kvennanna verið Rhesus-neikvæðar og óvenju fáar þeirra hafi hlotið viðeigandi meðferð. Á þessu ári var tekið upp nýtt skráningarkerfi á Fæðingadeild Landspít- alans í tengslum við Rhesus-varnir hjá þessum hópi kvenna. Þetta kerfi brást og var lagt niður, en ekki reyndist fyrir vikið unnt að fá rétta mynd af árangrin- um vegna vanskráningar. Er hér fyrst og fremst um að ræða vankanta á þessu eina sjúkrahúsi, þar sem einmitt allur þorri þessara kvenna kemur til meðferðar. Hefur árangur þessa árs væntanlega ver- ið mun betri en tölur gefa til kynna. Tafla 19 sýnir, að 582 konur voru Rhesus-neikvæðar, eða 14.0 af hundraði, sem er mjög nálægt landsmeðaltali nei- kvæðra. Að lokum sýnir taflan hve margar Rhesus-neikvæðar konur fengu meðferð. Þess er ekki að vænta, að tölur í tveim síðustu dálkum töflunnar fari saman, þ. e. a. s., að allar Rhesus-neikvæðar kon- ur fái mótefni. Nokkur hluti þeirra kvenna, sem sækja um fóstureyðingu, sækja jafnframt um ófrjósemisaðgerð. Fá þær þá að sjálfsögðu ekki mótefni. Sömu sögu er að segja um nokkrar konur, sem áður voru famar að mynda Rhesus-mót- efni. Loks hafa nokkrar misst af meðferð, sem hana áttu að fá. Hefur þeim konum þó stöðugt farið fækkandi. Þessu verður bezt lýst með árangri ársins 1978 á Fæð- ingadeild Landspítalans. Þetta ár voru framkvæmdar fóstur- eyðingar hjá 342 konum. Þær voru allar blóðflokkaðar og reyndust 46 Rhesus- neikvæðar. Af þeim fengu 35 mótefni, sex hlutu ófrjósemisaðgerð og ein kona hafði áður myndað Rhesus-mótefni. Hlutu þessar sjö konur því ekki meðferð. Hjá fjórum konum láðist að rita í sjúkraskrá, hvort mótefni voru gefin og verður því að telja, að þær hafi ekki hlotið með- ferð. Á deildina voru innlagðar 250 kon- ur vegna fósturláta. Voru allar þessar konur blóðflokkaðar að tveim undantekn- um. Reyndust 33 vera Rhesus-neikvæðar. Fengu 29 þeirra mótefni, ein fékk ekki meðferð, þar sem hún hlaut ófrjósemis- aðgerð, en þrjár fengu ekki meðferð af vangá. Þannig verður að telja, að sjö konur af 79 hafi orðið af meðferð þetta ár á Fæðingadeild Landspítalans. Á öllum öðr- um sjúkrahúsum landsins reyndust tutt- ugu konur Rhesus-neikvæðar, af þeim fengu 13 Rhesus-mótefni eftir fósturlát, en sjö urðu af meðferð. Þrátt fyrir hina miklu aukningu, sem orðið hefur á fóstureyðingum sl. þrjú ár, hafa Rhesus-varnir gagnvart þessum hópi stöðugt farið batnandi. 11. Utanlegsþykkt Utanlegsþykkt er ekki síður hvati til mótefnamyndunar en fósturlát. Fyrstu ár Rhesus-varna var lítill gaumur gefinn að þessu atriði hér á landi. Gerð hefur því verið sérstök athugun í þessu skyni á konum með utanlegsfóstur á Fæðingadeild Landspítalans sl. tvö ár. TAFLA 20. Konur meö utanlegsfóstur á FœÖingadeild Landspítalans 1977—1978. Fjöldi Fjöldi Rhesus- Rhesus- kvenna með neikvæðra mótefni Ár utanleg'sfóstur kvenna gefið 1977 40 5 3 1978 44 7 2 Alls 84 12 5 Tafla 20 sýnir, að 84 konur lágu á Fæð- ingadeildinni þessi tvö ár vegna utanlegs- þykktar. Reyndust 12 þeirra vera Rhesus- neikvæðar, en fimm hlutu mótefnagjöf. Ein kona hafði áður myndað Rhesus-mót- efni og þurfti því ekki meðferð. Hefur því aðeins helmingur Rhesus-neikvæðra kvenna með utanlegsþykkt hlotið viðeig- andi meðferð. Er ástæða til að vekja at- hygli á þessu atriði sérstaklega. Er þarna þörf úrbóta. Höfundum er kunnugt um eina Rhesus- neikvæða konu, sem skorin var upp vegna utanlegsþykktar árið 1976 á sjúkrahúsi utan Reykjavíkur. Hafði kona þessi aldrei

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.