Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 8
6 skipti vegna Rhesus-sj úkdóms á háu stigi hafa aðeins verið gerð stöku sinnum allan áratuginn 1951-1960. Þannig var aðeins þrívegis skipt um blóð í börnum áður en Barnaspítali Hringsins íók til starfa sum- arið 1957. TAFLA 1. Börn meö Rhesus-sjúkdóm sem lilutu blóöskipti á Islandi 1951—1960. 1. 1951 á Fæðingadeild Landspítalans 2. 1953 í Blóðbankanum í Reykjavík 3. 1954 á Fæðingadeild Landspítalans 4. 1957 á Barnaspítala Hringsins 5. 1958 á Barnaspítala Hringsins 6. 1958 á Fæðingadeild Landspítalans 7. 1958 á Fæðingadeild Landspítalans 8. 1959 á Barnaspítala Hringsins 9. 1960 á Barnaspítala Hringsins 10. 1960 á Fæðingadeild Landspítalans 11. 1960 á Fæðingadeild Landspítalans Enda þótt Barnaspítali Hringsins væri tekinn til starfa og hefði betri aðstæður en áður þekktust til að annast börn með Rhesus-sjúkdóm, er þó áberandi, hve fá börn með þennan sjúkdóm voru send þangað næstu árin. Gefur þetta til kynna, að reglulegt eftirlit með Rhesus-neikvæð- um konum var ekki komið á í landinu á þessum tíma. Við athugun á sjúkdómsgreiningu Fæð- ingadeildarinnar þennan áratug kemur í Ijós, að á hverju ári var nokkuð um and- vana fæðingar af völdum Rhesus-misræmis (hydrops foetalis, erythroblastosis foetal- is). Ennfremur létust á hverju ári nokk- ur börn skömmu eftir fæðingu af sömu ástæðum. Oft var getið um börn, sem höfðu guln- að mikið eftir fæðinguna, en ekki var ávallt getið um ástæðuna. Verður því ekki fullyrt um hver tíðni þessa sjúkdóms hefur verið fram til ársins 1961. Á miðju ári 1961 ræður Fæðingadeildin barnalækni, sem fljótlega hóf eftirlit með öllum Rhesus neikvæðum konum, sem til deildarinnar komu í mæðraverndarskoð- anir eða til fæðinga. Eftirlit þetta hófst um miðjan október 1961 og hefur staðið æ síðan. Verður af þeim gögnum séð, að á síðustu ellefu vik- um ársins 1961, fæddu 30 Rhesus-neikvæð- ar konur, þar af tvær börn með Rhesus- sjúkdóm, sem hlutu blóðskipti á deildinni. Fyrri hluta ársins 1961 voru lögð inn á Barnaspítalann fimm börn með þennan sjúkdóm og gerð blóðskipti hjá þrem þeirra. Um skýrslugerð Fæðingadeildar er þess að geta, að allt frá ársbyrjun 1961 er til skrá yfir sjúkdómsgreiningar hjá öllum konum og börnum þeirra, er á deildinni hafa legið. Liggja því fyrir upplýsingar um allar Rhesus-neikvæðar konur, sem myndað hafa mótefni og legið hafa á deildinni frá árinu 1961 og síðan.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.