Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 14
12 hættulausar á síðari hluta meðgöngutím- ans. 6,4 Legvatnsástungur á Fœðingadeild. Landspítalans Undirbúningur að legvatnsrannsóknum á Fæðingadeild Landspítalans hófst síðla árs 1963 í kjölfar þeirra rannsókna, sem Liley birti niðurstöður um fyrr á því ári. Voru legvatnssýni tekin við keisara- skurði um nokkurra vikna skeið meðan prófun á aðferðinni fór fram. Er fullreynt þótti, að aðferðin gæfi áreiðanleg svör, voru hafnar legvatnsástungur í ársbyrjun 1964 hjá Rhesus-neikvæðum konum, sem myndað höfðu mótefni. Hefur litrófsmæl- ingu á legvatni verið beitt allt frá upp- hafi þessara rannsókna hér á landi. Fyrstu fjögur árin, eða til ársloka 1967, voru framkvæmdar 103 ástungur hjá 54 konum. Mistókust 23 ástungur af ýmsum ástæðum, sem dæmi má nefna að leg- vatn blandaðist blóði eða fósturhægðum (meconium) eða að sýni eyðilögðust við flutning af vangá. Legvatn reyndist stöku sinnum farið, þegar að ástungu kom, eða var svo lítið, að ekki tókst að ná því. Síðastliðin 11 ár hefur það hins vegar heyrt til undantekninga, þ. e. í níu af 341 ástungu, að ekki tækist að ná full- nægjandi sýni. Liggur hér að baki vaxandi reynsla við próftöku, en einnig notkun á örbylgju- tækni síðustu árin. Mótefnamælingar (,,titer“ mælingar) gefa upplýsingar um magn mótefna í blóði konunnar. Hins vegar veita þær ekki upp- lýsingar um, hve mikið magn mótefna berst frá móður til fósturs, þar sem fylgj- ur hleypa mismunandi magni mótefna í gegn. Af þessum ástæðum getur kona með mikið magn mótefna fætt barn með sjúk- dóm á lágu stigi. Á sama hátt fæðast stöku sinnum börn með Rhesus-sjúkdóm á háu stigi, þótt mót- efnamyndun hjá móður hafi mælzt lítil. Mæling á galllitarefni í legvatni gefur hins vegar allnákvæmar upplýsingar um ástand barnsins í móðurkviði með tilliti til Rhesus-sjúkdóms. Aukið magn galllitarefna í legvatni gef- ur til kynna aukið niðurbrot rauðra blóð- korna af völdum mótefna, sem borist hafa frá móðurinni. Legvatnsástungur á Fæðingadeild Land- spítalans hafa frá upphafi verið gerðar hjá flestum þeim konum, sem sendar hafa verið til deildarinnar vegna Rhesus- mótefnamyndunar, án tillits til magns mótefna í blóði þeirra. í nokkrum tilvik- um, einkum fyrr á árum, voru konur komnar í eða að fæðingu við innlögn á Fæðingadeildina og vannst þá ekki tími til legvaínsástungna hjá þeim. Reglur þess- ar um ástæður fyrir ástungum á Fæð- ingadeild Landspítalans hafa frá upphafi verið strangari en víða annars staðar, þar sem margir gera aðeins legvatnsástungur, þegar um mótefnamyndun á hærri stigum er að ræða. TAFLA 8. Legvatnsástungur á Fæöingadeild Landspit. 196J,—1978. Fjöldi ásfcunga hjá hverri konu Fjöldi kvenna Ástungur alls 1 83 83 2 62 124 3 32 96 4 19 76 5 8 40 6 3 18 7 1 7 208 444 Tafla 8 sýnir fjölda þeirra Rhesus- neikvæðra kvenna, sem gerðar hafa verið legvatnsástungur hjá frá 1964-1978. Einn- ig sýnir taflan hve margar ástungur hafa verið gerðar hjá hverri konu. Á þessu árabili hafa einnig verið tek- in legvatnssýni hjá konum með mótefna- myndanir af öðrum ástæðum (ABO-mis- ræmi, Duffy, Kell o. s. frv.). Eru þær ástungur ekki taldar með í töflu 8, en þær eru 60 að tölu. Þannig hafa frá upp- hafi verið framkvæmdar um 500 legvatns- ástungur vegna blóðflokkamisræmis hér á landi til ársloka 1978. Fullvíst er, að legvatnsástungur þær, sem hér um ræðir, hafa ekki valdið kon- um né börnum þeirra neinum vandkvæð- um. Einkenni um ástungurnar hefur ekki sést hjá neinu barni eftir fæðinguna og

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.