Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 10
V >'vrwv./: • ' '■ I '' 1 ! ■ v • Proscar, MSD; 910123 M i i) Töflur; G 04 B X 04 R E Hver tafla inniheldur; Finasteridum INN 5 mg. Eiginleikar: Finasterið er 4-azasteróið, sem keppir við 5-alfa-redúktasa, en það enzým breytir testósteróni í virkara form, dihýdrótestósterón (DHT). Vöxtur blöðruhálskirtilsvefs er háður þessu formi hormónsins. Lyfið hefur enga sækni í andrógenviðtæki. Eftir gjöf á einum skammti verður hröð lækkun á DHT í blóði. Þótt blóðgildi fmasteriðs séu breytileg i 24 klst., helst DHT lágt þennan tima. Við lengri gjöf (12 mánuði) lækkuðu DHT-gildi um ca. 70% og rúmmál blöðruhálskirtilsins dróst saman um 20% á þessum tima. Aðgengi er u.þ.b. 80%. Hámarksþlóðþéttni næst að meðaltali eftir 6 klst. (4-12 klst.), en 8 klst. hjá körlum eldri en 70 ára. Próteinbinding er um 93%. Dreifingarrúmmál er 76 litrar. Lyfið er umbrotið í lifur, en hefur ekki marktæk áhrif á cýtokróm P-450 kerfið. U.þ.b. 40% útskiljast i þvagi sem umbrotsefni en um 60% í saur. Ábendingar: Til meðhöndlunar á góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun með þvagtreðu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir finasteríði eða öðrum innihaldsefnum. Varúð: Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með mikla þvagtregðu. Aukaverkanir: Algengasta aukverkunin er minnkuð kyngeta og kynhvöt (3-4%). Algengar> 1%: Almennar: Minnkuð kyngeta. Annað: Minnkuð kynhvöt og minnkuð sæðismyndun. Rannsóknaniðurstöður: PSA(prostata séræft antigen)-gildi i blóð lækkar. Athugió: Meðhöndlun með lyfinu skal stjórnað af þvagfæraskurðlækni. Fylgjast þarf með blöðruhálskirtlinum reglulega meðan á meðferð stendur. Litilsháttar finasterið hefur fundist i sæðisvökva, en ekki er þó vitað til að það hafi áhrif á fóstur. Mælt er þó með notkun smokka við samfarir við þungaða konu. Skammtastærðir handa fullorðnum: 5 mg daglega og á að gleypa töflurnar heilar. Meðferðarlengd a.m.k. 6 mánuðir. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar: 28 stk. (þynnupakkað); 49 stk. (þynnupakkað); 98 stk. (þynnupakkað). A& * :• Ji uu Í! r •\S' ! ■ V Hífí,jA • ¥ (i ¥ Einka umboð á fslandi: 'lt 'I 1 f jV f v , V/ t r <]>' ',ÍJ FARMAS/A h.f. r x ** \ '.h // Stangarhylur 3, 110 Reyk/avík, Pósthólf 10094, 130-Reyklavík S/ml: 91 677122, Fax: 91 677120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.