Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 44
Estracomb kaflaskipt hormónameðferð með plástri Estracomb (Ciba-Geigy, 910185) R, E FORÐAPLÁSTUR (samsett pakkning l+ll); G 03 F A 01. Hver pakkning inniheldur 4 fordaplástra I og 4 foröaplástra II. Hver forðaplástur I inniheldur: Estradiolum INN 4 mg (gefur frá sér 50 mikróg/24 klst. í allt að 4 sólarhringa). Forðaplástramir (I) eru i blá/hvitum poka. Hver forðaplástur II inniheldur: Estradiolum INN 10 mg (gefur frá sér 50 mikgróg/24 klst í allt að 4 sólarhringa) og Norethisteronum INN, acetat, 30 mg (gefur frá sér 0,25 mg/24 klst. i allt að 4 sólarhringa. Forðaplástramir (II) eru i hvítum pokum. Eiginleikar: Lyfið inniheldur náttúrtegt östrógen, 17-betaöstradíól og gestagenið noretísterón. Lyfið bætir upp minnkaöa östrógenframleiðslu i líkamanum við tíðahvörf og getur þannig dregið úr einkennum östrógenskorts. Gestagenið viðheldur reglulegum tiðablæðingum. Blóðþéttni östradíóls nær hámarki 8 klst. eftir álímingu forðaplástursins (Estracomb I eða II) og helst nokkum veginn stöðug í 3-4 daga. Blóðþéttni noretísteróns nær hámarki tveimur dögum eftir álímingu foröaplástursins (Estracomb II) og fellur aftur á 2 dögum eftir að plásturinn er fjarlægður. Ábendingar: Einkenni ostragenskorts við tiðahvörf. Til varnar beinþynningu hjá konum sem hafa mikla áhættu á alvarlegri beinþynningu (þ.e. eftir brottnám eggjastokka, snemmbær tíðahvörf, ættgeng tilhneiging til*beinþynningar, langvinn rúmlega og langvinn meðferð með sterum). Frábendingar: Brjósta- eða legholskrabbamein. Endometriosis. Vöðvaæxli i legi. Blæðing frá legi. Skerl lifrar- eða nýmastarlsemi. Tilhneiging til óeðlilegrar blóðsegamyndunar. Hjarlabilun. Meöganga eða brjóstagjöf. Aukaverk- anir: Algengar (>1%): Smáblæðingar frá legi, eymsli og spenna i brjóstum, höfuðverkur, ógleði eða staöbundin óþægindi frás plástri eins og roði. kláöi og húðflögnun. Sjaldgæfar: Bjúgur. Mjög sjald- gæfar (<0,1%): Blóðsegi I djúpum bláæðum, magaverkir, uppþemba, útbrot. Milliverkanir: Lyf sem virkja lifrarensím, t.d. flogaveikilyf og rifampicin, geta dregið úr verkunum lyfsins. Varúð: Mikil aðgát skal höfð er lyfiö er gefiö konum með hjartabilun, nýmabilun, lifrarbilun, háþrýsting, sykursýki, flogaveiki eða offitu. Athugið: Lyfið á einungis að gefa eftir nákvæma læknisskoðun. Slíka skoðun á að endurtaka a.m.k. einu sinni á ári við langtímameöferö. Skammtastærðir handa fullorðnum: Við venjulega meðferð eru gefnir tveir plástrar í viku, þ.e. skipt er um plástur á 3-4 daga fresti. Meðferð skal byrja með Estracomb I í tvær vikur og halda siðan áfram með Estracomb II í aðrar tvær vikur. Að þessu loknu er byrjað á næstu umferð með Estracomb I. Tiðablæðing verður venjulega nálægt lokum hverrar fjögurra vikna meðferðarumferðar. Plásturinn er settur á hreina, þurra og hárfausa húð á búk, helst neðan við mitti. Ekki má setja plásturinn á brjóstin og ekki á sama stað nema á a.m.k. viku fresti. Ef farið er i sólbaö eða Ijós, þarf að verja plásturinn fyrir Ijósi eða taka hann af á meðan Skammtastærðir handa bömum: Lyfið er ekki ætlað bömum. Pakkningar: Forðaplástrar (l+ll): 8 stk x 1. Hverri pakkningu lyfsins skulu fylgja notkunarleiðbeiningar á islensku. (§ Stefán Thorarensen Síðumúla 32 • 108 Reykjavík • Sími 91-686044

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.