Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 30
28 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 E 22 NÝGENGI KRABBAMEINA HJÁ ÞEIM SEM VINNA VIÐ RAFMAGN - FRYRSTU NIÐURSTÖÐUR Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins INNGANGUR Niðurstöður úr fjölda erlendra faraldsfræóilegra rannsókna benda til að hætta á krabbameinum, sérstaklega hvítblæði og heilaæxlum fylgi ýmsum svoköiluðum rafmagnsstörfum. Hugsanleg tengsl mengunar lágtíðni raf- og segulsviðs og nýgengi og dánartíðni úr hvítblæði og heilakrabbameini hefur verið til umfjöllunar. Það hefur reynst erfitt að greina heildstæða, rökrétta mynd af slíku sambandi og vísbendingamar um tengsl krabbameina og þessarar mengunar hafa hingað til ekki verið óyggjandi. Við höfum athugað nýgengi krabbameina, sérstaklega blóðkrabbameina og heila&abbameina, hjá þeim sem hafa verið í lífeyrissjóði Rafiðnaðarsambandsins en innan vébanda þess eru menn sem vinna "rafmagnsstörf'. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsóknarhópurinn var fenginn frá Lífeyrissjóði rafiðnaðarmanna en i hann höfðu greitt 4540 karlar á árunum 1970 til 1991.1 lífeyrissjóðnum eru rafvirkjar, rafeindavirkjar, línumenn, skrifvélvirkjar og nemar í rafiðnaði. Svo fáar konur voru í sjóðnum að ekki var hægt að gera skynsamlega rannsókn á þeim og er þeim því sleppt. Með kennitölum lífeyrisgreiðanda var gerð tölvutenging við Krabbameinsskrá að fengnu leyfi Tölvunefndar. Væntigildi fyrir krabbamein var fundið á grunni mannára í fimm ára aldurshópum á hveiju ári sem margfölduð voru með aldurs- og árabundnu nýgengi fyrir íslenska karla. NIÐURSTÖÐUR Um það bil jafn mörg krabbamein fundust hjá sjóðsfélögum og búast mátti við (61 krabbamein á móti væntigildinu 59.42, SIR 1.03, 95% öryggismörk 0.79-1.32). Fleiri blóðkrabbamein fundust hjá hópnum en vænta mátti en þær niðurstöður voru ekki tölfræðilega marktækar (8 krabbamein á móti 6.74 væntanlegum, SIR 1.19, 95% öryggismörk 0.51-2.34). Fimm heilaæxli voru hjá lífeyrissjóðsfélögum þegar vænta mátti 3.79, SIR 1.32, 95% öryggismörk 0.43- 3.08). ÁLYKTUN Þessar frumniðurstöður verða að teljast veigalítill stuðningur við tengsl mengunar rafsegulsviðs og hvítblæðis eða heilakrabbameins. Veikleikar rannsóknarinnar eru ekki eingöngu vegna þess að rannsóknarhópurinn er lítill og þar með minni möguleikamir á að fá áreiðanlegar niðurstöður um tiltölulega sjaldgæf krabbamein heldur einnig vegna þess að mengunin verður hér einungis áætluð og í besta falli metin í fjölda ára sem menn hafa greitt í sjóðinn. Unnið verður áffam að mati og mælingum á mengun rafsegulsviðsins, sem mennimir verða fyrir til þess að athuga samband magns mengunar, tíðni og eðli annars vegar og fjölda krabbameina hins vegar. E 23 LUNGNAKRABBAMEIN OG MENGUN KÍSILGÚRS Vilhjálmur Rafnsson, Hólmffíður Gunnarsdóttir. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins INNGANGUR Faraldsffæðilegar rannsóknir benda til þess að mengun kristallaðrar kísilsýru eigi þátt í tilurð lungnakrabbameins. Hér er fjallað um hóp sem orðið hefur fyrir mengun kisilgúrs og kristóbalíts en tíðni krabbameina er athuguð með samanburði hópsins við Krabbameinsskrána með sérstakri áherslu á lungnakrabbamein. EFNI OG AÐFERÐIR I rannsóknarhópnum em starfsmenn Kísiliðjunnar við Mývatn og þeir sem unnið hafa við útskipun kísilgúrs í Húsavíkurhöfn. Þegar náttúrulegur kísilgúr er glæddur breytist kísilsýran (Si20) í honum úr myndlausu formi í kristallað, sem að stærstum hluta er kristóbalít. Persónubundnar mengunarmælingar ffá árunum 1978, 1981 og 1983 sýna að magn öndunarbærs kristóbalíts var á bilinu 0.03 - 0.7 mg/m3 hjá starffnönnum við útskipun og 0.02 - 0.5 mg/m3 hjá þeim sem unnu við framleiðslu. Með kennitölum starfsmanna var gerð tölvutenging við Krabbameinsskrá að fengnu leyfi Tölvunefndar. Væntigildi fyrir krabbamein var fundið á grunni mannára í aldurshópum og eftir ámm miðað við aldurs- og árabundið nýgengi fyrir alla íslcnska karla og konur. NIÐURSTÖÐUR Nýgengi allra krabbameina í rannsóknarhópnum var ekki hærra en meðal þjóðarinnar. Lungnakrabbamein vom fimm en búast mátti við 4.40, staðlaða nýgengihlutfallið (SIR) var 1.14 (95% öryggismörk 0.37-2.65). Þegar körlum var skipt niður eftir fjölda vinnuára kom í ljós að meðal þeirra sem höföu 5 vinnuár eða fleiri, vom fleiri lungnakrabbamein en búast mátti við (þrjú á móti 1.28 væntanlegum, SIR 2.34, 95% öryggismörk 0.48-6.85) og meira af húðkrabbameini (tvö krabbameinm á móti væntigildinu 0.19, SIR 10.53, 95% öryggismörk 1.27- 38.02) og meira afheilakrabbameini (þijú krabbamein á móti væntigildinu 0.30, SIR 10.00, 95% öryggismörk 2.06-29.23). Könnun á reykingavenjum meðal starfsmannanna sýndi að þeir reyktu minna en almennt gerist samkvæmt því sem ffam hefur komið í reykingaathugunum Tóbaksvamamefndar. ÁLYKTANIR Niðurstöðumar benda til að meiri hætta sé á lungnakrabbameini meðal þeirra sem orðið hafa fyrir mengun kisilgúrs og kristóbalíts. Þetta sést einkum meðal þeirra sem lengst hafa verið í mengun. Reykingar geta ekki einar átt hér hlut að máli. Óvænt kom í ljós hærra nýgengi húðkrabbameins og heilakrabbameins en við mátti búast hjá körlum sem höföu orðið fyrir mestri mengun. Þetta gæti hafa komið fram af hendingu en ekki er það víst og er því ástæða til að rannsaka málið nánar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.