Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 22
20 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 GALLBLÖdRUTÖKUR UM KVIÖSJÁ: Fyrstu hundruð tilicllin á Borgurspítala. Gunnar H Gunnlaugsson og Ragnhciður Bjamadóltir. Skurðlækningadeild Borgarspítala. Fyrsta árið eftir að gallblöðrutökur um kviðsjá hófust á Borgarspítalanum (þ.e. 18. nóv. 1991- 17. nóv. 1992) voru gerðar 133 gallblöðrutökur á spítalanum, þar af var byrjað á 106 (80%) um kviðsjá. Tilgangur rannsóknarinnar var að atliuga hvernig fyrstu 100 sjúklingunum í þeim hópi reiddi af. Konur voru þar í meiri hluta, þ.e. 77 konur á móti 23 körlum. Meðalaldur sjúklinganna var 48,7 ár en aldursmörk frá 17-86 ára. 75 sjúklingar voru kallaðir inn af biðlista en 25 fóru í gallbiöðrutöku í beinu framhaldi af bráðainnlögn. Hjá 10 sjúklingum af 100 var um bráða gallblöðrubólgu að ræða og varð að breyta yfir í opna aðgerð hjá helmingi þeirra. Alls varð að breyta yfir í opna aðgerð hjá 10 sjúklingum, oftast vegna bólgu og samvaxta umhvcrfis gallblöðruna. Hjá þeim 100 sjúklingum þar sem byrjað var á gallblöðrutökunni um kviðsjá lauk henni því einnig um kviðsjá hjá 90/100 eða 90%. Aðgerðartími var 50-222 mín, meðaltími 102 mín, og var 3/4 aðgerðanna lokið innan 2 klst. Aðgerðartími styttist eftir því sem leið á tímabilið. Hjá 15 af 90 var gerð gallvegamyndataka. Meðallegutími eftir aðgerð var 1,8 dagur en sjúklingar lágu inni 1-lOdaga. 54,4% útskrifuðust daginn eftir aðgerð og 32,2% þar næsta dag. Fimm sjúklingar urðu fyrir skakkaföllum í tengslum við aðgerð en enginn hlaut varanlegan skaða. Einn sjúklingur fékk blæðingu í aðgerð sem ekki tókst að stöðva í gegnum kviðsjá og kallaði því á opna aðgerð. Hann fékk tvær einingar blóðs eftir aðgerð og útskrifaðist við góða líðan sex dögum síðar. Einn sjúklingur var endurinnlagður 2 vikum cftir aðgerð mcð sýkingu í gallblöðrubeði sem stungið var á undir ómskyggni. Þrír fengu lungnaáföll sem lengdu legutíma um nokkra daga. Enginn þurfti enduraðgerðar við. Upplýsingar liggja fyrir um vinnufærni hjá 59/90 eða 65% þeirra sem gengust undir gallblöðrutöku um kviðsjá. Þeir voru komnir til vinnu eða fyrri færni að meðaltali eftir 12,7 daga. Niðurstaðan er að vel hafi tekist til með fyrstu gallblöðrutökurnar um kviðsjá á Borgarspítala. Legutími er margfalt styttri en við opna aðgerð og sjúklingarnir komast miklu fyrr til vinnu eða fyrri fæmi. Aðgerðatími er lengri í byrjun en samkvæmt áliti okkar og annara styttist hann mjög með aukinni reynslu. Er hefðbundin botnlangaaðgerð á undanhaldi? Tómas Guðbiartsson. Auður Smith, Höskuldur Kristvinss., Tómas Jónsson og Jónas Magnússon. HandLdeild Landspítala, Læknadeild Háskóla íslands. Botnlangataka er meðal algengustu aðgerða. Frá því fyrstu aðgerðinni var lýst fyrir rúmri öld hefúr hefðbundin botnlangaaðgerð lítið breyst. Síðusta áratug hefur ný tækni, kviðsjá (video assisted laparoscopy ) rutt sér til rúms við kviðarholsaðgerðir, sérstaklega við aðgerðir á gallblöðru. Tíu ár eru síðan fyrsti botnlanginn var fjarlægður með kviðsjá en nýlegar rannsóknir benda ti! þess að kviðsjáraðgerðir á botnlanga hafi umtalsverða kosti. Legutími er talinn styttri og sjúkl. komast fyrr til vinnu en eftir hefðbundna opna aðgerð. Einnig eru minni verkir og ör eftir kviðsjáraðgerð. Við settum því af stað slembaða framsýna rannsókn á sjúklingum grunuðum um botnlangabólgu á Landspítala þar sem 20 sjúklingar völdust í kviðsjáraðgerð og 20 í opna aðgerð á tímabilinu 22. mars til 7. júlí 1993. Niðurstöður okkar gefa til kynna að legutími er heldur styttri fyrir kviðsjáraðgerðirnar en þær opnu. Sjúkl. eru ennfremur komnir miklu lyrr ti! vinnu eftir nýju aðgerðina. Engir alvarlegir fylgikvillar komu upp í kviðsjáraðgerðunum. Við ályktum að kviðsjáraðgerð á botnlanga eigi rétt á sér. Aðgerðin er örugg og styttir legutíma miðað við opna aðgerð. Ótvíræður kostur er hversu fjótt sjúkl. eru vinnufærir.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.